Er ást nóg fyrir ástarsamband ? Katrín Þrastardóttir skrifar 15. október 2024 10:01 Ást er yndisleg, ást er að þekkja ástartungumál hvors annars, ást er virðing, aðdáun, skilningur og skot. Ástin leiðir af sér ástarsambönd og jafnvel hjónaband. En hvað svo? Dugar ástin ein til að viðhalda heilbrigðu og hamingjuríku sambandi? Að vera í hjónabandi eða ástarsambandi getur verið yndisleg viðbót við lífið. Það er þó ekki sjálfgefið að það sé hamingjuríkt og gefi okkur orku. Hvernig höldum við í hamingjuna í ástarsambandinu? Ástin er skemmtileg og gefur okkur mikið en hún ein og sér dugar ekki til þess að halda parsambandi gangandi. Til þess þurfum við vinnulag frá báðum aðilum, gagnkvæma virðingu og tilfinningalega skuldbindingu. Þá eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á gæði hjónabands, svo sem tilfinningagreind okkar og samskiptafærni, utanaðkomandi álagsþættir og hvernig okkur gengur að mæta áskorunum lífsins saman. Oft er mikill hraði í lífinu og fjölbreyttar kröfur gerðar til einstaklinga. Í þeirri hringiðu vill parsambandið oft lenda aftarlega í forgangsröðuninni. Sé það aftarlega í röðinni um langt skeið getur farið að hrikta í stoðum þess. Þó er óþarfi að örvænta því margt er hægt að gera til þess að kynda eld í gömlum glæðum. Opin og skýr samskipti eru lykilatriði Flest teljum við okkur vera náttúrulega góð í samskiptum. Rannsóknir hafa þó sýnt að svo er ekki, flest þurfa að leggja sig fram við að vanda samskipti svo gæði þeirra verði mikil og kostar það meðvitund og æfingu. Þessi skortur á samskiptafærni skapar ekki einungis vanda á vinnustöðum heldur einnig í fjölskyldum og parsamböndum. Það er því lykilatriði í öllum samböndum að iðka opin og skýr samskipti og vera meðvituð um þau. Með því er átt við að tjá tilfinningar, þarfir okkar, vonir, væntingar og áhyggjur en á sama tíma að bera virðingu fyrir viðhorfi maka okkar. Í þessu felst að sýna virka hlustun en það tryggir að báðir aðilar upplifi að þeirra sjónarmið séu heyrð og virt. Í umhverfi þar sem góð samskipti viðgangast eru minni líkur á misskilningi og gremju. Við erum mis meðvituð um samskiptamáta okkar og áhrif hans – það er verulega áhugavert að staldra við og velta fyrir sér í hreinskilni hvernig samskipti maður iðkar í ástarsambandinu og hver áhrif þeirra eru. Rannsóknir hafa sýnt okkur fjölskyldufræðingum að gæði samskipta eru í takt við gæði sambandins og leggjum við því ríka áherslu á að styðja pör við að temja sér jákvæð og árangursrík samskipti. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástin og lífið Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Ást er yndisleg, ást er að þekkja ástartungumál hvors annars, ást er virðing, aðdáun, skilningur og skot. Ástin leiðir af sér ástarsambönd og jafnvel hjónaband. En hvað svo? Dugar ástin ein til að viðhalda heilbrigðu og hamingjuríku sambandi? Að vera í hjónabandi eða ástarsambandi getur verið yndisleg viðbót við lífið. Það er þó ekki sjálfgefið að það sé hamingjuríkt og gefi okkur orku. Hvernig höldum við í hamingjuna í ástarsambandinu? Ástin er skemmtileg og gefur okkur mikið en hún ein og sér dugar ekki til þess að halda parsambandi gangandi. Til þess þurfum við vinnulag frá báðum aðilum, gagnkvæma virðingu og tilfinningalega skuldbindingu. Þá eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á gæði hjónabands, svo sem tilfinningagreind okkar og samskiptafærni, utanaðkomandi álagsþættir og hvernig okkur gengur að mæta áskorunum lífsins saman. Oft er mikill hraði í lífinu og fjölbreyttar kröfur gerðar til einstaklinga. Í þeirri hringiðu vill parsambandið oft lenda aftarlega í forgangsröðuninni. Sé það aftarlega í röðinni um langt skeið getur farið að hrikta í stoðum þess. Þó er óþarfi að örvænta því margt er hægt að gera til þess að kynda eld í gömlum glæðum. Opin og skýr samskipti eru lykilatriði Flest teljum við okkur vera náttúrulega góð í samskiptum. Rannsóknir hafa þó sýnt að svo er ekki, flest þurfa að leggja sig fram við að vanda samskipti svo gæði þeirra verði mikil og kostar það meðvitund og æfingu. Þessi skortur á samskiptafærni skapar ekki einungis vanda á vinnustöðum heldur einnig í fjölskyldum og parsamböndum. Það er því lykilatriði í öllum samböndum að iðka opin og skýr samskipti og vera meðvituð um þau. Með því er átt við að tjá tilfinningar, þarfir okkar, vonir, væntingar og áhyggjur en á sama tíma að bera virðingu fyrir viðhorfi maka okkar. Í þessu felst að sýna virka hlustun en það tryggir að báðir aðilar upplifi að þeirra sjónarmið séu heyrð og virt. Í umhverfi þar sem góð samskipti viðgangast eru minni líkur á misskilningi og gremju. Við erum mis meðvituð um samskiptamáta okkar og áhrif hans – það er verulega áhugavert að staldra við og velta fyrir sér í hreinskilni hvernig samskipti maður iðkar í ástarsambandinu og hver áhrif þeirra eru. Rannsóknir hafa sýnt okkur fjölskyldufræðingum að gæði samskipta eru í takt við gæði sambandins og leggjum við því ríka áherslu á að styðja pör við að temja sér jákvæð og árangursrík samskipti. Höfundur er fjölskyldufræðingur hjá Auðnast Klíník
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun