„Verið að selja Gummersbach-treyjur á svarta markaðnum í Eyjum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2024 12:31 Elliði Snær Viðarsson og félagar hans í Gummersbach eru klárir í slaginn gegn FH. stöð 2 Elliði Snær Viðarsson, leikmaður Gummersbach, hlakkar til leiksins gegn FH í Evrópudeildinni. Hann á von á því að þýska liðið fái góðan stuðning frá Eyjamönnum í kvöld og segir FH-inga verðuga andstæðinga. Boðið verður upp á sannkallaða handboltaveislu í Kaplakrika í dag en þá mæta Valur og Íslandsmeistarar FH tveimur Íslendingaliðum, Porto og Gummersbach, í Evrópudeildinni. Guðjón Valur Sigurðsson stýrir Gummersbach og Elliði leikur með liðinu. „Síðasta þriðjudag var fyrsti Evrópuleikurinn minn og að koma strax til Íslands er ótrúlega sérstakt og gaman og verðugt verkefni,“ sagði Elliði í samtali við Val Pál Eiríksson. Elliði hefur leikið með Gummersbach síðan 2020 og hefur tekið þátt í miklum uppgangi hjá liðinu. „Það er búið að vera markmiðið hjá mér persónulega að fara að komast í Evrópukeppni og það er frábært að ná því með liðinu sínu. Ég er að fara á fimmta tímabil með því og við stefndum alltaf á að komast í Evrópukeppnina. Það er búinn að vera ótrúlegur uppgangur hjá okkur síðustu ár og að við séum búin að ná þessu úr annarri deildinni á fjórum árum; ég get eiginlega ekki verið stoltari af liðinu og öllu í kringum það,“ sagði Elliði en Gummersbach vann Sävehof í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni. Ísrúntur á rútu Gummersbach kom til landsins í fyrradag og Guðjón Valur fór með liðið á heimaslóðir, í Neslaugina, og svo í ísbúð. „Liðið fór allt saman í Seltjarnarneslaugina í gærkvöldi [í fyrradag] og fengum okkur svo ís. Það var ný upplifun að fara á ísrúnt á rútu. Það var mjög skemmtilegt,“ sagði Elliði. „Það var langur dagur í gær [í fyrradag]. Í dag [í gær] reynir maður að hitta vini og ættingja en maður þarf líka að koma sér yfir á íslenska tímann svo maður verði ekki sofnaður þegar leikurinn byrjar. Hann er full seint á þýskum tíma, klukkan 22:30, en við hljótum að lifa það af.“ Taka á sig tveggja daga ferðalag Elliði og samherjar hans fá góðan stuðning frá sveitungum hans úr Vestmannaeyjum í leiknum í dag. „Það er verið að selja Gummersbach-treyjur á svarta markaðnum í Eyjum hef ég verið að heyra,“ sagði Elliði léttur. Elliði hefur átt stóran þátt í uppgangi Gummersbach síðustu ár.gummersbach „Það eru einhverjir Vestmannaeyingar á leiðinni og bara ágætis fjöldi held ég. Það er ótrúlega gaman hvað það eru margir tilbúnir að taka á sig tveggja daga ferðalag. Þú kemst ekki heim um kvöldið. Ég er ótrúlega þakklátur og stoltur af þeir vilji koma og horfa á Gummersbach og þessa handboltaveislu.“ Komu á óvart gegn Toulouse FH bíður Gummersbach í kvöld en Íslandsmeistararnir stóðu uppi í hárinu á Toulouse í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni, þrátt fyrir að vera án Arons Pálmarssonar. Elliði segir að Gummersbach taki verkefni kvöldsins mjög alvarlega. Klippa: Viðtal við Elliða „Það eru búin að vera mörg spurningarmerki, hverjir spila og hverjir ekki, en við gerum bara fastlega ráð fyrir því allir séu með og undirbúum okkur svoleiðis. Þetta er mjög verðugt verkefni,“ sagði Elliði. „Þeir komu mjög á óvart á móti þessu Toulouse-liði. Þeir hækkuðu sig sem lið og voru ótrúlega góðir á móti Toulouse þannig ég á von á að þeir verði fullmannaðir og mæti stemmdir og tilbúnir í alvöru tempóleik.“ Horfa má á viðtalið við Elliða í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta FH Þýski handboltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Boðið verður upp á sannkallaða handboltaveislu í Kaplakrika í dag en þá mæta Valur og Íslandsmeistarar FH tveimur Íslendingaliðum, Porto og Gummersbach, í Evrópudeildinni. Guðjón Valur Sigurðsson stýrir Gummersbach og Elliði leikur með liðinu. „Síðasta þriðjudag var fyrsti Evrópuleikurinn minn og að koma strax til Íslands er ótrúlega sérstakt og gaman og verðugt verkefni,“ sagði Elliði í samtali við Val Pál Eiríksson. Elliði hefur leikið með Gummersbach síðan 2020 og hefur tekið þátt í miklum uppgangi hjá liðinu. „Það er búið að vera markmiðið hjá mér persónulega að fara að komast í Evrópukeppni og það er frábært að ná því með liðinu sínu. Ég er að fara á fimmta tímabil með því og við stefndum alltaf á að komast í Evrópukeppnina. Það er búinn að vera ótrúlegur uppgangur hjá okkur síðustu ár og að við séum búin að ná þessu úr annarri deildinni á fjórum árum; ég get eiginlega ekki verið stoltari af liðinu og öllu í kringum það,“ sagði Elliði en Gummersbach vann Sävehof í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni. Ísrúntur á rútu Gummersbach kom til landsins í fyrradag og Guðjón Valur fór með liðið á heimaslóðir, í Neslaugina, og svo í ísbúð. „Liðið fór allt saman í Seltjarnarneslaugina í gærkvöldi [í fyrradag] og fengum okkur svo ís. Það var ný upplifun að fara á ísrúnt á rútu. Það var mjög skemmtilegt,“ sagði Elliði. „Það var langur dagur í gær [í fyrradag]. Í dag [í gær] reynir maður að hitta vini og ættingja en maður þarf líka að koma sér yfir á íslenska tímann svo maður verði ekki sofnaður þegar leikurinn byrjar. Hann er full seint á þýskum tíma, klukkan 22:30, en við hljótum að lifa það af.“ Taka á sig tveggja daga ferðalag Elliði og samherjar hans fá góðan stuðning frá sveitungum hans úr Vestmannaeyjum í leiknum í dag. „Það er verið að selja Gummersbach-treyjur á svarta markaðnum í Eyjum hef ég verið að heyra,“ sagði Elliði léttur. Elliði hefur átt stóran þátt í uppgangi Gummersbach síðustu ár.gummersbach „Það eru einhverjir Vestmannaeyingar á leiðinni og bara ágætis fjöldi held ég. Það er ótrúlega gaman hvað það eru margir tilbúnir að taka á sig tveggja daga ferðalag. Þú kemst ekki heim um kvöldið. Ég er ótrúlega þakklátur og stoltur af þeir vilji koma og horfa á Gummersbach og þessa handboltaveislu.“ Komu á óvart gegn Toulouse FH bíður Gummersbach í kvöld en Íslandsmeistararnir stóðu uppi í hárinu á Toulouse í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni, þrátt fyrir að vera án Arons Pálmarssonar. Elliði segir að Gummersbach taki verkefni kvöldsins mjög alvarlega. Klippa: Viðtal við Elliða „Það eru búin að vera mörg spurningarmerki, hverjir spila og hverjir ekki, en við gerum bara fastlega ráð fyrir því allir séu með og undirbúum okkur svoleiðis. Þetta er mjög verðugt verkefni,“ sagði Elliði. „Þeir komu mjög á óvart á móti þessu Toulouse-liði. Þeir hækkuðu sig sem lið og voru ótrúlega góðir á móti Toulouse þannig ég á von á að þeir verði fullmannaðir og mæti stemmdir og tilbúnir í alvöru tempóleik.“ Horfa má á viðtalið við Elliða í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta FH Þýski handboltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira