Kosningafundur breyttist í undarlegt diskótek Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2024 11:40 Donald Trump, dansandi á sviði í gær. AP/Alex Brandon Kosningafundur Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í Pennsylvaníu í gær breyttist í einhverskonar diskótek eftir að huga þurfti að tveimur áhorfendum í salnum. Í stað þess að svara spurningum úr sal, eins og til stóð, lét Trump spila tónlist í tæpar fjörutíu mínútur á meðan hann stóð á sviðinu og vaggaði sér. Fundurinn var haldinn í úthverfi Philadelpiu og var Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta, með Trump á sviði. Eftir að kosningafundurinn hafði staðið yfir í um hálftíma þurfti að gera pásu þegar sjúkraliðar þurftu að hlúa að áhorfenda í salnum. Skömmu síðar þurfti að stöðva fundinn aftur vegna annars atviks í salnum þar sem hlúa þurfti að áhorfenda. Þegar hlúa þurfti að fyrsta áhorendanum lét Trump starfsmenn sína spila lagið Ave Maria og í seinna skiptið bað hann um sama lag en í flutning Luciano Pavarotti. Í frétt New York Times segir að eftir að Noem tilkynnti að búið væri að hlúa að seinni áhorfandanum hafi Trump ætlað að byrja að svara spurningum á nýjan leik en hætt við. „Ekki fleiri spurningar. Við skulum bara hlusta á tónlist. Gerum þetta að tónverki. Hver í helvítinu vill heyra spurningar?“ spurði Trump. Við það kallaði hann eftir því að tónlistin yrði spiluð á nýjan leik og þannig væri hægt að binda enda á fundinn og bað hann um að lagið YMCA með Village People yrði spilað. Það er lag sem Trump spilar iðulega þegar hann lýkur ræðum sínum en þegar laginu lauk virtist Trump hissa. „Það er enginn að fara. Hvað er að gerast?“ Tónlistin hélt áfram og á meðan stóð Trump áfram á sviðinu og vaggaði sér, í meira en hálftíma, á meðan lög eins og Nothing Compares 2 U, Hallelujah og November Rain voru spiluð. Á meðan á þessu stóð gengu margir af stuðningsmönnum Trumps úr salnum. Að endingu gekk aðstoðarmaður Trumps á sviðið og rétti honum blað. Trump skoðaði blaðið um stund, veifaði út í sal og gekk af sviðinu. Áhugasamir geta horft á kosningafundinn í gær í spilaranum hér að neðan. Hann byrjar þegar Trump lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að svara fleiri spurningum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Harris situr fyrir svörum hjá Fox News á morgun Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata, hefur samþykkt að veita Fox News viðtal, sem tekið verður á morgun og sýnt um kvöldið. 15. október 2024 07:04 Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01 Ekki grunaður um að hafa ætlað að drepa Trump Manninum sem var handtekinn á kosningafundi Donalds Trump í Kalíforníu um helgina hefur nú verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. 14. október 2024 08:55 Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. 12. október 2024 21:23 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Fundurinn var haldinn í úthverfi Philadelpiu og var Kristi Noem, ríkisstjóri Suður-Dakóta, með Trump á sviði. Eftir að kosningafundurinn hafði staðið yfir í um hálftíma þurfti að gera pásu þegar sjúkraliðar þurftu að hlúa að áhorfenda í salnum. Skömmu síðar þurfti að stöðva fundinn aftur vegna annars atviks í salnum þar sem hlúa þurfti að áhorfenda. Þegar hlúa þurfti að fyrsta áhorendanum lét Trump starfsmenn sína spila lagið Ave Maria og í seinna skiptið bað hann um sama lag en í flutning Luciano Pavarotti. Í frétt New York Times segir að eftir að Noem tilkynnti að búið væri að hlúa að seinni áhorfandanum hafi Trump ætlað að byrja að svara spurningum á nýjan leik en hætt við. „Ekki fleiri spurningar. Við skulum bara hlusta á tónlist. Gerum þetta að tónverki. Hver í helvítinu vill heyra spurningar?“ spurði Trump. Við það kallaði hann eftir því að tónlistin yrði spiluð á nýjan leik og þannig væri hægt að binda enda á fundinn og bað hann um að lagið YMCA með Village People yrði spilað. Það er lag sem Trump spilar iðulega þegar hann lýkur ræðum sínum en þegar laginu lauk virtist Trump hissa. „Það er enginn að fara. Hvað er að gerast?“ Tónlistin hélt áfram og á meðan stóð Trump áfram á sviðinu og vaggaði sér, í meira en hálftíma, á meðan lög eins og Nothing Compares 2 U, Hallelujah og November Rain voru spiluð. Á meðan á þessu stóð gengu margir af stuðningsmönnum Trumps úr salnum. Að endingu gekk aðstoðarmaður Trumps á sviðið og rétti honum blað. Trump skoðaði blaðið um stund, veifaði út í sal og gekk af sviðinu. Áhugasamir geta horft á kosningafundinn í gær í spilaranum hér að neðan. Hann byrjar þegar Trump lýsti því yfir að hann ætlaði ekki að svara fleiri spurningum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Harris situr fyrir svörum hjá Fox News á morgun Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata, hefur samþykkt að veita Fox News viðtal, sem tekið verður á morgun og sýnt um kvöldið. 15. október 2024 07:04 Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01 Ekki grunaður um að hafa ætlað að drepa Trump Manninum sem var handtekinn á kosningafundi Donalds Trump í Kalíforníu um helgina hefur nú verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. 14. október 2024 08:55 Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. 12. október 2024 21:23 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Harris situr fyrir svörum hjá Fox News á morgun Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata, hefur samþykkt að veita Fox News viðtal, sem tekið verður á morgun og sýnt um kvöldið. 15. október 2024 07:04
Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. 14. október 2024 14:01
Ekki grunaður um að hafa ætlað að drepa Trump Manninum sem var handtekinn á kosningafundi Donalds Trump í Kalíforníu um helgina hefur nú verið sleppt úr haldi gegn tryggingu. 14. október 2024 08:55
Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Framboð Kamölu Harris birti í dag skýrslu um heilsu varaforsetans og forsetaframbjóðandans þar sem niðurstaðan er sú að hún sé bæði líkamlega og andlega fær um að sinna forsetaembættinu. 12. október 2024 21:23