Sagður ekki munu ráðast gegn olíu- né kjarnorkuinnviðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. október 2024 12:10 Netanyahu er sagður hafa mildast í afstöðu sinni til refsiaðgerða gegn Íran. AP/Pamela Smith Heimildarmenn Washington Post innan bandaríska stjórnkerfisins segja Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafa greint Joe Biden Bandaríkjaforseta frá því í samtali þeirra á dögunum að hann hefði í hyggju að ráðast gegn hernaðarskotmörkum í Íran til að hefna fyrir árásir Írana á Ísrael. Samtal leiðtoganna er sagt hafa bent til þess að afstaða Netanyahu til fyrirhugaðra refsiaðgerða gegn Íran hafi mildast og hann hafi ekki lengur í hyggju að ráðast gegn olíu- eða kjarnorkuinnviðum. Biden hafði áður sagt að Bandaríkin myndu ekki styðja árás á kjarnorkuinnviði Íran og er sagður hafa tekið ákvörðunina um að senda Ísraelum THAAD loftvarnakerfi eftir samtalið við Netanyahu en breytt afstaða síðarnefnda er sögð hafa verið nokkur léttir fyrir stjórnvöld í Washington. Áhyggjur voru uppi um áhrif árása á olíuinnviði Íran á olíuverð í heiminum og þá hefði árás á kjarnorkuinnviði að öllum líkindum orðið forleikur að allsherjarstríði á svæðinu. Samkvæmt heimildarmönnum Washington Post mun Ísrael ráðast í aðgerðir gegn Íran áður en gengið verður til kosninga vestanhafs 5. nóvember næstkomandi. Haft er eftir Zohar Palti, fyrrverandi yfirmanni hjá Mossad, að Netanyahu þurfi að taka tillit til bæði krafa Bandaríkjamanna um hófsöm viðbrögð og kröfum heima fyrir um afdráttarlaust svar við árás Íran. „Íranir hafa tapað allri þeirri sjálfstjórn sem þeir sýndu,“ segir Palti. „Ísrael getur ekki barist án vopna frá Bandaríkjunum. En það er Ísrael sem er að taka áhættuna og veit hvernig á að ganga í verkið.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun Washington Post. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Íran Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Samtal leiðtoganna er sagt hafa bent til þess að afstaða Netanyahu til fyrirhugaðra refsiaðgerða gegn Íran hafi mildast og hann hafi ekki lengur í hyggju að ráðast gegn olíu- eða kjarnorkuinnviðum. Biden hafði áður sagt að Bandaríkin myndu ekki styðja árás á kjarnorkuinnviði Íran og er sagður hafa tekið ákvörðunina um að senda Ísraelum THAAD loftvarnakerfi eftir samtalið við Netanyahu en breytt afstaða síðarnefnda er sögð hafa verið nokkur léttir fyrir stjórnvöld í Washington. Áhyggjur voru uppi um áhrif árása á olíuinnviði Íran á olíuverð í heiminum og þá hefði árás á kjarnorkuinnviði að öllum líkindum orðið forleikur að allsherjarstríði á svæðinu. Samkvæmt heimildarmönnum Washington Post mun Ísrael ráðast í aðgerðir gegn Íran áður en gengið verður til kosninga vestanhafs 5. nóvember næstkomandi. Haft er eftir Zohar Palti, fyrrverandi yfirmanni hjá Mossad, að Netanyahu þurfi að taka tillit til bæði krafa Bandaríkjamanna um hófsöm viðbrögð og kröfum heima fyrir um afdráttarlaust svar við árás Íran. „Íranir hafa tapað allri þeirri sjálfstjórn sem þeir sýndu,“ segir Palti. „Ísrael getur ekki barist án vopna frá Bandaríkjunum. En það er Ísrael sem er að taka áhættuna og veit hvernig á að ganga í verkið.“ Hér má finna ítarlega umfjöllun Washington Post.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Íran Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira