Sköpum gönguvæna borg Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 15. október 2024 19:01 Í dag urðu þau tímamót að borgarstjórn lagði til og samþykkti sameiginlega tillögu um að hefja vinnu við gerð stefnu og áætlunar um gönguvæna borg. Í þeirri vinnu ætlum við að nota þá fyrirmynd sem hjólreiðaáætlun hefur verið undanfarin ár sem hefur umbylt tækifærum til notkunar hjólreiða sem fararmáta í borginni. Nú er loksins komið að gangandi vegfarendum. Það er ánægjulegt að öll borgarstjórn standi að baki þessu máli. Ég hef sem formaður umhverfis- og skipulagsráðs, samhliða því að halda fullum dampi í okkar grænu borgarþróun, lagt áherslu á gott samstarf flokka á milli. Á síðasta kjörtímabili var mikið um deilur, núning og pólariseringu þegar kemur að skipulags- og samgöngumálunum en ég held að það sé lítil eftirspurn eftir slíku hjá almenningi. Sérfræðingar í grænni borgarþróun í stórborgum erlendis leggja áherslu á að sátt sem flestra um vegferðina sé lykilatriði þegar kemur að því að ná árangri. Skotgrafahernaðurinn hefur sem betur fer fengið að víkja að mestu og það er dýrmætt. 18% ferða eru farnar fótgangandi sem er þó nokkuð en sýnir líka þau miklu tækfæri sem í fararmátanum felast. Til samanburðar eru hjólandi 7-8% ferða, en voru 2% þegar fyrsta hjólreiðaáætlunin var samþykkt 2010. Fjárfesting í innviðum og aukin áhersla skilar sér í breyttri hegðun. Aðgengi gangandi skiptir okkur miklu máli. Við höfum unnið markvisst að því að fjölga göngusvæðum í borginni og stækka þau. Nú er Hlemmur orðinn bíllaus og Austurstrætið varð heildstæð göngugata í sumar. Við erum að þétta byggð til að tryggja aðgengi að verslunum og þjónustu og stytta vegalengdir sem fólk þarf að fara. Það styður líka við gangandi umferð. Við erum að vinna ástandsmat á gangstéttum til að geta ráðist í heildstætt viðhaldsátak og við vitum að þörfin er brýn. Skipulag gatnamóta og ljósastýring þeirra hafa oft verið til umfjöllunar í þessu samhengi, sem og gönguþveranir. Breidd gatna og áhrif þeirra á hraða, breidd gangstétta og skipulag göturýmis. Við höfum verið að lækka hraða í borginni en nú er komið að því að ná niður raunhraðanum og þar skiptir mestu hvernig borgarumhverfið er hannað. Við þurfum að hafa gangandi í enn meiri forgangi í vor- og vetrarþjónustu og halda áfram með okkar vinnu við að auka öryggi og aðgengi gangandi á framkvæmdasvæðum. Sérstakt áhersluatriði vinnunar verða öruggar og greiðar leiðir barna í skóla og tómstundir. Eftirfarandi er viðeigandi tilvitnun frá Tim Gill sem hefur gefið sig að málefnum barna og borgarhönnun út frá þörfum og velferð barna, en þessa tilvitnun heyrði ég í góðum fyrirlestri nýverið: ,,Sign of a healthy habitat is children out and about with and without parents”. Börn fá frekar að ferðast um án foreldra sinna ef borgin er vel skipulögð út frá þeirra þörfum, út frá þörfum gangandi og til að styðja við þeirra öryggi og aðgengi. Góð og örugg borg fyrir börn er góð og örugg borg fyrir okkur hin. Á Umferðarþingi Samgöngustofu sem haldið var um daginn voru sýnd viðtöl við nokkur börn og umferðin rædd. Þau sögðust öll vera hrædd við að ganga yfir götu og það stakk í hjartað. Við þurfum að gera það sem við getum til að láta þeim líða betur við sín daglegu ferðalög. En hvað þarf svo til þess að foreldrar treysti borgarumhverfinu fyrir börnunum sínum? Það snýst ekki bara um öryggi í sjálfu sér heldur líka öryggistilfinningu. En hún snýr að aðgengi og vellíðan. Öryggistilfinning stuðlar að notkun fararmátans. Þegar áhersla var lögð á að fjölga konum sem hjóla kom upp úr rannsóknum að uppbygging aðskilinna hjólastíga myndi auka þeirra öryggistilfinningu, og meðal annars þess vegna er svo rík áhersla á uppbyggingu þeirra í borginni. Það er mjög þreytandi fyrir okkur foreldra að vera stöðugt hrædd um börnin okkar hvort sem við eigum lítil börn þar sem ekkert má út af bregða þegar hraðskreiðir bílar eru við hvert fótmál eða foreldri eldri barna sem koma sér sjálf á milli staða. Mig langar mjög til þess að skapa borg þar sem foreldrar geta verið aðeins slakari. Þar sem börn þurfa ekki að vera svona hrædd á ferð sinni um borgina. Þar sem rýmin gera ráð fyrir börnunum. Þar sem meiri áhersla er á að bílarnir vari sig á börnunum en að börnin þurfi stanslaust að vara sig á þeim. Þar sem öryggi barna er ekki háð getu þeirra til að lesa í umhverfi sitt. Þar sem hraðinn eru nógu lágur til að yfirsýn ökumanna aukist og þannig að viðbragðstíminn lengist. Þar sem loftið er hreint. Þar sem nóg er af grænu og vænu. Það er góð og örugg borg fyrir börn. Og góð og örugg borg fyrir okkur hin. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Píratar Reykjavík Skipulag Bílar Göngugötur Borgarstjórn Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag urðu þau tímamót að borgarstjórn lagði til og samþykkti sameiginlega tillögu um að hefja vinnu við gerð stefnu og áætlunar um gönguvæna borg. Í þeirri vinnu ætlum við að nota þá fyrirmynd sem hjólreiðaáætlun hefur verið undanfarin ár sem hefur umbylt tækifærum til notkunar hjólreiða sem fararmáta í borginni. Nú er loksins komið að gangandi vegfarendum. Það er ánægjulegt að öll borgarstjórn standi að baki þessu máli. Ég hef sem formaður umhverfis- og skipulagsráðs, samhliða því að halda fullum dampi í okkar grænu borgarþróun, lagt áherslu á gott samstarf flokka á milli. Á síðasta kjörtímabili var mikið um deilur, núning og pólariseringu þegar kemur að skipulags- og samgöngumálunum en ég held að það sé lítil eftirspurn eftir slíku hjá almenningi. Sérfræðingar í grænni borgarþróun í stórborgum erlendis leggja áherslu á að sátt sem flestra um vegferðina sé lykilatriði þegar kemur að því að ná árangri. Skotgrafahernaðurinn hefur sem betur fer fengið að víkja að mestu og það er dýrmætt. 18% ferða eru farnar fótgangandi sem er þó nokkuð en sýnir líka þau miklu tækfæri sem í fararmátanum felast. Til samanburðar eru hjólandi 7-8% ferða, en voru 2% þegar fyrsta hjólreiðaáætlunin var samþykkt 2010. Fjárfesting í innviðum og aukin áhersla skilar sér í breyttri hegðun. Aðgengi gangandi skiptir okkur miklu máli. Við höfum unnið markvisst að því að fjölga göngusvæðum í borginni og stækka þau. Nú er Hlemmur orðinn bíllaus og Austurstrætið varð heildstæð göngugata í sumar. Við erum að þétta byggð til að tryggja aðgengi að verslunum og þjónustu og stytta vegalengdir sem fólk þarf að fara. Það styður líka við gangandi umferð. Við erum að vinna ástandsmat á gangstéttum til að geta ráðist í heildstætt viðhaldsátak og við vitum að þörfin er brýn. Skipulag gatnamóta og ljósastýring þeirra hafa oft verið til umfjöllunar í þessu samhengi, sem og gönguþveranir. Breidd gatna og áhrif þeirra á hraða, breidd gangstétta og skipulag göturýmis. Við höfum verið að lækka hraða í borginni en nú er komið að því að ná niður raunhraðanum og þar skiptir mestu hvernig borgarumhverfið er hannað. Við þurfum að hafa gangandi í enn meiri forgangi í vor- og vetrarþjónustu og halda áfram með okkar vinnu við að auka öryggi og aðgengi gangandi á framkvæmdasvæðum. Sérstakt áhersluatriði vinnunar verða öruggar og greiðar leiðir barna í skóla og tómstundir. Eftirfarandi er viðeigandi tilvitnun frá Tim Gill sem hefur gefið sig að málefnum barna og borgarhönnun út frá þörfum og velferð barna, en þessa tilvitnun heyrði ég í góðum fyrirlestri nýverið: ,,Sign of a healthy habitat is children out and about with and without parents”. Börn fá frekar að ferðast um án foreldra sinna ef borgin er vel skipulögð út frá þeirra þörfum, út frá þörfum gangandi og til að styðja við þeirra öryggi og aðgengi. Góð og örugg borg fyrir börn er góð og örugg borg fyrir okkur hin. Á Umferðarþingi Samgöngustofu sem haldið var um daginn voru sýnd viðtöl við nokkur börn og umferðin rædd. Þau sögðust öll vera hrædd við að ganga yfir götu og það stakk í hjartað. Við þurfum að gera það sem við getum til að láta þeim líða betur við sín daglegu ferðalög. En hvað þarf svo til þess að foreldrar treysti borgarumhverfinu fyrir börnunum sínum? Það snýst ekki bara um öryggi í sjálfu sér heldur líka öryggistilfinningu. En hún snýr að aðgengi og vellíðan. Öryggistilfinning stuðlar að notkun fararmátans. Þegar áhersla var lögð á að fjölga konum sem hjóla kom upp úr rannsóknum að uppbygging aðskilinna hjólastíga myndi auka þeirra öryggistilfinningu, og meðal annars þess vegna er svo rík áhersla á uppbyggingu þeirra í borginni. Það er mjög þreytandi fyrir okkur foreldra að vera stöðugt hrædd um börnin okkar hvort sem við eigum lítil börn þar sem ekkert má út af bregða þegar hraðskreiðir bílar eru við hvert fótmál eða foreldri eldri barna sem koma sér sjálf á milli staða. Mig langar mjög til þess að skapa borg þar sem foreldrar geta verið aðeins slakari. Þar sem börn þurfa ekki að vera svona hrædd á ferð sinni um borgina. Þar sem rýmin gera ráð fyrir börnunum. Þar sem meiri áhersla er á að bílarnir vari sig á börnunum en að börnin þurfi stanslaust að vara sig á þeim. Þar sem öryggi barna er ekki háð getu þeirra til að lesa í umhverfi sitt. Þar sem hraðinn eru nógu lágur til að yfirsýn ökumanna aukist og þannig að viðbragðstíminn lengist. Þar sem loftið er hreint. Þar sem nóg er af grænu og vænu. Það er góð og örugg borg fyrir börn. Og góð og örugg borg fyrir okkur hin. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun