Faðirinn hafi ætlað að skilja hann eftir á flugvellinum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. október 2024 23:54 Sonja Magnúsdóttir og Guðrún Árný Karlsdóttir ræddu brottvísun hins sextán ára Oscars í Reykjavík síðdegis. Honum var vísað úr landi í dag í fylgd með föður sínum. Lögmaður hans segir föðurinn hafa afsalað sér forræði yfir honum. Kona sem sótti um að verða fósturforeldri sextán ára pilts sem vísað var úr landi í dag segir að brösuglega hafi gengið að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra fyrir brottför piltsins. Hún óttast að ekkert bíði hans í Kólumbíu. Oscar Bocanegra, sextán ára pilti frá Kólumbíu, var vísað úr landi ásamt föður sínum í dag. Faðir piltsins afsalaði sér forsjá hans til barnaverndar Hafnarfjarðar fyrr í þessum mánuði. Faðirinn hefur auk þess verið kærður til lögreglu fyrir ofbeldi gegn piltinum. Engin svör við fósturforeldrisumsókn Guðrún Árný Karlsdóttir og Sonja Magnúsdóttir ræddu atburði síðasta sólarhrings í Reykjavík Síðdegis en þær eru báðar tengdar Oscari. Sonur Guðrúnar er vinur Oscars, en Oscar hefur dvalið hjá Sonju síðustu mánuði. „Svo er hann búin að vera hjá okkur frá því í maí þegar faðir hans gekk í skrokk á honum,“ segir Sonja. Í júní hafi hún sótt um leyfi til að gerast fósturforeldri Oscars en ekki fengið svör í tæka tíð. Sjá einnig: Vísað úr landi með föður sem hafi afsalað sér forsjá Óeinkennisklæddir lögreglumenn sóttu Oscar inn á salerni Flensborgarskólans í gær og fluttu hann inn í úrræði ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði þar sem hann var þar til hann var keyrður upp á flugvöll. „Það eru krakkar sem verða vitni af þessu í skólanum að vinur þeirra er sóttur. Við gerum okkur enga grein fyrir því hvað þetta atvik gerir fyrir krakkana, í kring um þennan dreng líka. Þau eru öll svo hrædd. Við erum ekki að útskýra neitt nógu vel fyrir unga fólkinu okkar. Það verður einhvern veginn að gera þetta öðruvísi,“ segir Guðrún. Sonja segir vilja Oscars og fjölskyldu hennar að hún tæki hann að sér, burt séð frá því hvort fjölskyldu hans yrði vísað úr landi að auki eða ekki. Oscar á tvær systur, önnur systir hans, 19 ára, fór aftur heim í sjálfviljugri brottför og gengur að sögn Sonju huldu höfði þar. Hin systir hans er tíu ára og var vísað ásamt Oscari og föður hans úr landi í dag. Í svari Ríkislögreglustjóra til fréttastofu í dag er því vísað á bug að Oscar sé ekki í forsjá föður síns. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans sagði föðurinn aftur á móti hafa afsalað sér forsjá fyrr í mánuðinum. Þá hafi faðir hans einnig verið kærður fyrir ofbeldi gegn Oscari. Talar um Sonju sem móður sína Guðrún segir að hræðilegt hafi verið að fylgjast með samskiptum sonar hennar og Oscars síðasta sólarhringinn. „Þarna er drengur, ekki í neinu sambandi við umheiminn, nema bara í gegn um símann sinn. Sendandi vini sínum vídeó hvað allt er lokað og enginn tali við hann. Hann talar og talar um mömmu sína, sem er Sonja í þeirra spjalli,“ segir Guðrún. Þær segja piltinn skelfingu lostinn, faðir hans sé illa liðinn í Kólumbíu og þar sem þeir séu með sama ættarnafn geti hann orðið fyrir barðinu á mönnum sem faðir hans hafi lent upp á kant við. Vegna þess glími hann við sjálfsvígshugsanir. Sonja segir Barnaverndarnefnd hafa spurt Oscar hvaða áætlanir hann hefði þegar hann færi aftur til Kólumbíu á síðasta fundi hans hjá nefndinni. „Þetta er sextán ára gamalt barn, sem pabbinn er búinn að segja að hann ætli ekki að hugsa um. Og hann var spurður hvaða plön hann hefði.“ Þar hafi verið fátt um svör því hann sé í raun á götunni. „Pabbinn er búinn að segja: ég vil ekkert með hann hafa, ég mun skilja hann eftir á flugvellinum. Og við erum að senda hann með þessum manni út,“ segir Guðrún. Vísað út er hún ætlaði að kveðja Sonja og Guðrún binda vonir við að kærunefnd útlendingamála taki upp mál Oscars á ný. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Oscars, hefur óskað þess að brottvísuninni verði frestað og að kærunefnd taki mál hans aftur fyrir og aðskilji umsókn hans um vernd frá umsókn föður hans. „Það er líka svo einkennilegt að ekkert af þessum batteríum tala saman. Það er alltaf bara eitthvað: við erum náttúrlega bara að fylgja því sem okkur ber að fylgja þar til við fáum aðrar upplýsingar. En við erum hérna með barn sem er í hættu, sem hefur verið með sjálfsvígshugsanir, sem hefur lent í ofbeldi. En samt er enginn til í að taka ábyrgð. Er þetta ekki fólkið sem á að vera að hjálpa þessum börnum?“ segir Sonja. Þá gagnrýnir Guðrún að til hafi staðið að leyfa Sonju ekki að kveðja Oscar áður en hann færi út. Sonja hafi falast eftir því að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í dag en það gengið illa og henni verið vísað út. Guðrún segir lögreglumann með hjartað á réttum stað síðar hafa komið á eftir henni út og leyft henni að kveðja. „Ég er rosalega þakklát þessum manni. Og ég sagði við hann, að sjálfsögðu er ég ekki að fara að koma honum [Oscari] í uppnám. Það er ekki gott fyrir hann. Ég er ekki að fara að stoppa það að hann fari. En ég vil fá að kveðja,“ segir Sonja. Hún segir málinu ekki lokið og að haldin verði veisla þegar hann snúi aftur til landsins. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttafólk á Íslandi Ofbeldi gegn börnum Kólumbía Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Oscar Bocanegra, sextán ára pilti frá Kólumbíu, var vísað úr landi ásamt föður sínum í dag. Faðir piltsins afsalaði sér forsjá hans til barnaverndar Hafnarfjarðar fyrr í þessum mánuði. Faðirinn hefur auk þess verið kærður til lögreglu fyrir ofbeldi gegn piltinum. Engin svör við fósturforeldrisumsókn Guðrún Árný Karlsdóttir og Sonja Magnúsdóttir ræddu atburði síðasta sólarhrings í Reykjavík Síðdegis en þær eru báðar tengdar Oscari. Sonur Guðrúnar er vinur Oscars, en Oscar hefur dvalið hjá Sonju síðustu mánuði. „Svo er hann búin að vera hjá okkur frá því í maí þegar faðir hans gekk í skrokk á honum,“ segir Sonja. Í júní hafi hún sótt um leyfi til að gerast fósturforeldri Oscars en ekki fengið svör í tæka tíð. Sjá einnig: Vísað úr landi með föður sem hafi afsalað sér forsjá Óeinkennisklæddir lögreglumenn sóttu Oscar inn á salerni Flensborgarskólans í gær og fluttu hann inn í úrræði ríkislögreglustjóra í Hafnarfirði þar sem hann var þar til hann var keyrður upp á flugvöll. „Það eru krakkar sem verða vitni af þessu í skólanum að vinur þeirra er sóttur. Við gerum okkur enga grein fyrir því hvað þetta atvik gerir fyrir krakkana, í kring um þennan dreng líka. Þau eru öll svo hrædd. Við erum ekki að útskýra neitt nógu vel fyrir unga fólkinu okkar. Það verður einhvern veginn að gera þetta öðruvísi,“ segir Guðrún. Sonja segir vilja Oscars og fjölskyldu hennar að hún tæki hann að sér, burt séð frá því hvort fjölskyldu hans yrði vísað úr landi að auki eða ekki. Oscar á tvær systur, önnur systir hans, 19 ára, fór aftur heim í sjálfviljugri brottför og gengur að sögn Sonju huldu höfði þar. Hin systir hans er tíu ára og var vísað ásamt Oscari og föður hans úr landi í dag. Í svari Ríkislögreglustjóra til fréttastofu í dag er því vísað á bug að Oscar sé ekki í forsjá föður síns. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans sagði föðurinn aftur á móti hafa afsalað sér forsjá fyrr í mánuðinum. Þá hafi faðir hans einnig verið kærður fyrir ofbeldi gegn Oscari. Talar um Sonju sem móður sína Guðrún segir að hræðilegt hafi verið að fylgjast með samskiptum sonar hennar og Oscars síðasta sólarhringinn. „Þarna er drengur, ekki í neinu sambandi við umheiminn, nema bara í gegn um símann sinn. Sendandi vini sínum vídeó hvað allt er lokað og enginn tali við hann. Hann talar og talar um mömmu sína, sem er Sonja í þeirra spjalli,“ segir Guðrún. Þær segja piltinn skelfingu lostinn, faðir hans sé illa liðinn í Kólumbíu og þar sem þeir séu með sama ættarnafn geti hann orðið fyrir barðinu á mönnum sem faðir hans hafi lent upp á kant við. Vegna þess glími hann við sjálfsvígshugsanir. Sonja segir Barnaverndarnefnd hafa spurt Oscar hvaða áætlanir hann hefði þegar hann færi aftur til Kólumbíu á síðasta fundi hans hjá nefndinni. „Þetta er sextán ára gamalt barn, sem pabbinn er búinn að segja að hann ætli ekki að hugsa um. Og hann var spurður hvaða plön hann hefði.“ Þar hafi verið fátt um svör því hann sé í raun á götunni. „Pabbinn er búinn að segja: ég vil ekkert með hann hafa, ég mun skilja hann eftir á flugvellinum. Og við erum að senda hann með þessum manni út,“ segir Guðrún. Vísað út er hún ætlaði að kveðja Sonja og Guðrún binda vonir við að kærunefnd útlendingamála taki upp mál Oscars á ný. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Oscars, hefur óskað þess að brottvísuninni verði frestað og að kærunefnd taki mál hans aftur fyrir og aðskilji umsókn hans um vernd frá umsókn föður hans. „Það er líka svo einkennilegt að ekkert af þessum batteríum tala saman. Það er alltaf bara eitthvað: við erum náttúrlega bara að fylgja því sem okkur ber að fylgja þar til við fáum aðrar upplýsingar. En við erum hérna með barn sem er í hættu, sem hefur verið með sjálfsvígshugsanir, sem hefur lent í ofbeldi. En samt er enginn til í að taka ábyrgð. Er þetta ekki fólkið sem á að vera að hjálpa þessum börnum?“ segir Sonja. Þá gagnrýnir Guðrún að til hafi staðið að leyfa Sonju ekki að kveðja Oscar áður en hann færi út. Sonja hafi falast eftir því að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í dag en það gengið illa og henni verið vísað út. Guðrún segir lögreglumann með hjartað á réttum stað síðar hafa komið á eftir henni út og leyft henni að kveðja. „Ég er rosalega þakklát þessum manni. Og ég sagði við hann, að sjálfsögðu er ég ekki að fara að koma honum [Oscari] í uppnám. Það er ekki gott fyrir hann. Ég er ekki að fara að stoppa það að hann fari. En ég vil fá að kveðja,“ segir Sonja. Hún segir málinu ekki lokið og að haldin verði veisla þegar hann snúi aftur til landsins. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Fréttin hefur verið uppfærð.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Flóttafólk á Íslandi Ofbeldi gegn börnum Kólumbía Hælisleitendur Mál Oscars frá Kólumbíu Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira