Er það ekki skrýtið? Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 16. október 2024 10:03 Ef þú lítur inn á við kæri lesandi og veltir fyrir þér hver séu þín allra verðmætustu auðæfi, hvað kemur í hugann? Svar mitt er líklega eins og flestra sem eiga börn að það eru börnin mín. Þau verðmæti sem felast í börnunum mínum verða aldrei metin til fjár og ég myndi fórna hverju veraldlegu sem er ef á þyrfti að halda vegna barnanna minna. Börn breyta öllum þekktum stærðum í lífi okkar ef við erum svo lánsöm að eignast þau. Ástin sem við berum til barnanna okkar er allt öðruvísi en önnur ást sem við upplifum. Ástin er skilyrðislaus. Verðmætin sem felast í börnunum okkar eru allt önnur en þau verðmæti sem við höfum áður þekkt. Áskorunin sem fylgir erfiðleikum barnanna okkar er allt önnur en það sem við glímum sjálf við. Börn setja hreinlega allt annað í veröldinni í nýtt samhengi. Fólkið sem fer með okkar allra dýrmætustu auðlind Er það ekki skrýtið að samfélag okkar sem er smíð okkar fólksins og þau kerfi sem við höfum byggt upp sem gangverk samfélagsins skuli með svo litlum hætti endurspegla þetta? Er það ekki skrýtið að við skulum hafa byggt samfélagið upp þannig að börn bíði vikum, mánuðum eða árum saman eftir viðeigandi þjónustu eða stuðningi? Er það ekki skrýtið að kennarar og annað starfsfólk menntakerfisins skuli ár eftir ár þurfa að berjast fyrir mannsæmandi vinnuaðstæðum og kjörum? Berjast fyrir því að sinna hugsjón sinni að kenna börnunum okkar, hlúa að og efla okkar allra dýrmætustu auðlind til vaxtar og þroska? Er það ekki skrýtið að fólkið sem fer með okkar arðbærustu auðlind skuli vera í þessum sporum á sama tíma og til dæmis starfsfólk fjármálakerfisins sem fer með fjármagnið starfi við margfalt betri vinnuaðstæður og kjör? Þarf að stokka spilin upp á nýtt? Getur verið að þar sem við stöndum á miklum samfélagslegum tímamótum að við þurfum að hugsa gangverk samfélagsins upp á nýtt svo hlutirnir gangi betur upp? Kannski hverfa að einhverju leyti aftur til fyrri tíma þar sem stéttir eins og kennarar sem sinntu hinu mannlega voru í hávegum hafðar. Getur verið að ef við gætum stokkað spilin upp á nýtt og búið virkilega vel að þessum stéttum í stað þess að býsnast yfir kostnaði vegna afleiðinga af ómanneskjulegum vinnuaðstæðum að við myndum virkilega fara að sjá sparnað í okkar sameiginlegu sjóðum. Ef kennarar gætu sinnt hugsjón sinni af krafti í fyrirmyndar vinnuumhverfi þar sem framlag þeirra væri metið í samræmi við þau verðmæti sem þeirra störf skapa og börn sem væru í vanda stödd fengju strax viðeigandi aðstoð og stuðning. Getur verið að ef við endursmíðum hluta af gangverki samfélagsins að okkur myndi ganga betur? Þakkir til kennara Að lokum vil ég þakka sérstaklega þeim mögnuðu og framúrskarandi kennurum sem ég hef persónulega kynnst á lífsleiðinni og verið svo lánsöm að sum þeirra hafa hugsað um, kennt og hlúð að mér og mínum börnum með þeim hætti að þau fá sífelld ný tækifæri til að vaxa, dafna og þrífast. Það framlag er ómetanlegt. Takk kennarar í landinu. Þið eruð mögnuð stétt og þið eigið minn stuðning vísan. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði, fyrrverandi nemandi og foreldri leik- og grunnskólabarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ef þú lítur inn á við kæri lesandi og veltir fyrir þér hver séu þín allra verðmætustu auðæfi, hvað kemur í hugann? Svar mitt er líklega eins og flestra sem eiga börn að það eru börnin mín. Þau verðmæti sem felast í börnunum mínum verða aldrei metin til fjár og ég myndi fórna hverju veraldlegu sem er ef á þyrfti að halda vegna barnanna minna. Börn breyta öllum þekktum stærðum í lífi okkar ef við erum svo lánsöm að eignast þau. Ástin sem við berum til barnanna okkar er allt öðruvísi en önnur ást sem við upplifum. Ástin er skilyrðislaus. Verðmætin sem felast í börnunum okkar eru allt önnur en þau verðmæti sem við höfum áður þekkt. Áskorunin sem fylgir erfiðleikum barnanna okkar er allt önnur en það sem við glímum sjálf við. Börn setja hreinlega allt annað í veröldinni í nýtt samhengi. Fólkið sem fer með okkar allra dýrmætustu auðlind Er það ekki skrýtið að samfélag okkar sem er smíð okkar fólksins og þau kerfi sem við höfum byggt upp sem gangverk samfélagsins skuli með svo litlum hætti endurspegla þetta? Er það ekki skrýtið að við skulum hafa byggt samfélagið upp þannig að börn bíði vikum, mánuðum eða árum saman eftir viðeigandi þjónustu eða stuðningi? Er það ekki skrýtið að kennarar og annað starfsfólk menntakerfisins skuli ár eftir ár þurfa að berjast fyrir mannsæmandi vinnuaðstæðum og kjörum? Berjast fyrir því að sinna hugsjón sinni að kenna börnunum okkar, hlúa að og efla okkar allra dýrmætustu auðlind til vaxtar og þroska? Er það ekki skrýtið að fólkið sem fer með okkar arðbærustu auðlind skuli vera í þessum sporum á sama tíma og til dæmis starfsfólk fjármálakerfisins sem fer með fjármagnið starfi við margfalt betri vinnuaðstæður og kjör? Þarf að stokka spilin upp á nýtt? Getur verið að þar sem við stöndum á miklum samfélagslegum tímamótum að við þurfum að hugsa gangverk samfélagsins upp á nýtt svo hlutirnir gangi betur upp? Kannski hverfa að einhverju leyti aftur til fyrri tíma þar sem stéttir eins og kennarar sem sinntu hinu mannlega voru í hávegum hafðar. Getur verið að ef við gætum stokkað spilin upp á nýtt og búið virkilega vel að þessum stéttum í stað þess að býsnast yfir kostnaði vegna afleiðinga af ómanneskjulegum vinnuaðstæðum að við myndum virkilega fara að sjá sparnað í okkar sameiginlegu sjóðum. Ef kennarar gætu sinnt hugsjón sinni af krafti í fyrirmyndar vinnuumhverfi þar sem framlag þeirra væri metið í samræmi við þau verðmæti sem þeirra störf skapa og börn sem væru í vanda stödd fengju strax viðeigandi aðstoð og stuðning. Getur verið að ef við endursmíðum hluta af gangverki samfélagsins að okkur myndi ganga betur? Þakkir til kennara Að lokum vil ég þakka sérstaklega þeim mögnuðu og framúrskarandi kennurum sem ég hef persónulega kynnst á lífsleiðinni og verið svo lánsöm að sum þeirra hafa hugsað um, kennt og hlúð að mér og mínum börnum með þeim hætti að þau fá sífelld ný tækifæri til að vaxa, dafna og þrífast. Það framlag er ómetanlegt. Takk kennarar í landinu. Þið eruð mögnuð stétt og þið eigið minn stuðning vísan. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði, fyrrverandi nemandi og foreldri leik- og grunnskólabarna.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun