Er það ekki skrýtið? Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 16. október 2024 10:03 Ef þú lítur inn á við kæri lesandi og veltir fyrir þér hver séu þín allra verðmætustu auðæfi, hvað kemur í hugann? Svar mitt er líklega eins og flestra sem eiga börn að það eru börnin mín. Þau verðmæti sem felast í börnunum mínum verða aldrei metin til fjár og ég myndi fórna hverju veraldlegu sem er ef á þyrfti að halda vegna barnanna minna. Börn breyta öllum þekktum stærðum í lífi okkar ef við erum svo lánsöm að eignast þau. Ástin sem við berum til barnanna okkar er allt öðruvísi en önnur ást sem við upplifum. Ástin er skilyrðislaus. Verðmætin sem felast í börnunum okkar eru allt önnur en þau verðmæti sem við höfum áður þekkt. Áskorunin sem fylgir erfiðleikum barnanna okkar er allt önnur en það sem við glímum sjálf við. Börn setja hreinlega allt annað í veröldinni í nýtt samhengi. Fólkið sem fer með okkar allra dýrmætustu auðlind Er það ekki skrýtið að samfélag okkar sem er smíð okkar fólksins og þau kerfi sem við höfum byggt upp sem gangverk samfélagsins skuli með svo litlum hætti endurspegla þetta? Er það ekki skrýtið að við skulum hafa byggt samfélagið upp þannig að börn bíði vikum, mánuðum eða árum saman eftir viðeigandi þjónustu eða stuðningi? Er það ekki skrýtið að kennarar og annað starfsfólk menntakerfisins skuli ár eftir ár þurfa að berjast fyrir mannsæmandi vinnuaðstæðum og kjörum? Berjast fyrir því að sinna hugsjón sinni að kenna börnunum okkar, hlúa að og efla okkar allra dýrmætustu auðlind til vaxtar og þroska? Er það ekki skrýtið að fólkið sem fer með okkar arðbærustu auðlind skuli vera í þessum sporum á sama tíma og til dæmis starfsfólk fjármálakerfisins sem fer með fjármagnið starfi við margfalt betri vinnuaðstæður og kjör? Þarf að stokka spilin upp á nýtt? Getur verið að þar sem við stöndum á miklum samfélagslegum tímamótum að við þurfum að hugsa gangverk samfélagsins upp á nýtt svo hlutirnir gangi betur upp? Kannski hverfa að einhverju leyti aftur til fyrri tíma þar sem stéttir eins og kennarar sem sinntu hinu mannlega voru í hávegum hafðar. Getur verið að ef við gætum stokkað spilin upp á nýtt og búið virkilega vel að þessum stéttum í stað þess að býsnast yfir kostnaði vegna afleiðinga af ómanneskjulegum vinnuaðstæðum að við myndum virkilega fara að sjá sparnað í okkar sameiginlegu sjóðum. Ef kennarar gætu sinnt hugsjón sinni af krafti í fyrirmyndar vinnuumhverfi þar sem framlag þeirra væri metið í samræmi við þau verðmæti sem þeirra störf skapa og börn sem væru í vanda stödd fengju strax viðeigandi aðstoð og stuðning. Getur verið að ef við endursmíðum hluta af gangverki samfélagsins að okkur myndi ganga betur? Þakkir til kennara Að lokum vil ég þakka sérstaklega þeim mögnuðu og framúrskarandi kennurum sem ég hef persónulega kynnst á lífsleiðinni og verið svo lánsöm að sum þeirra hafa hugsað um, kennt og hlúð að mér og mínum börnum með þeim hætti að þau fá sífelld ný tækifæri til að vaxa, dafna og þrífast. Það framlag er ómetanlegt. Takk kennarar í landinu. Þið eruð mögnuð stétt og þið eigið minn stuðning vísan. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði, fyrrverandi nemandi og foreldri leik- og grunnskólabarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Ef þú lítur inn á við kæri lesandi og veltir fyrir þér hver séu þín allra verðmætustu auðæfi, hvað kemur í hugann? Svar mitt er líklega eins og flestra sem eiga börn að það eru börnin mín. Þau verðmæti sem felast í börnunum mínum verða aldrei metin til fjár og ég myndi fórna hverju veraldlegu sem er ef á þyrfti að halda vegna barnanna minna. Börn breyta öllum þekktum stærðum í lífi okkar ef við erum svo lánsöm að eignast þau. Ástin sem við berum til barnanna okkar er allt öðruvísi en önnur ást sem við upplifum. Ástin er skilyrðislaus. Verðmætin sem felast í börnunum okkar eru allt önnur en þau verðmæti sem við höfum áður þekkt. Áskorunin sem fylgir erfiðleikum barnanna okkar er allt önnur en það sem við glímum sjálf við. Börn setja hreinlega allt annað í veröldinni í nýtt samhengi. Fólkið sem fer með okkar allra dýrmætustu auðlind Er það ekki skrýtið að samfélag okkar sem er smíð okkar fólksins og þau kerfi sem við höfum byggt upp sem gangverk samfélagsins skuli með svo litlum hætti endurspegla þetta? Er það ekki skrýtið að við skulum hafa byggt samfélagið upp þannig að börn bíði vikum, mánuðum eða árum saman eftir viðeigandi þjónustu eða stuðningi? Er það ekki skrýtið að kennarar og annað starfsfólk menntakerfisins skuli ár eftir ár þurfa að berjast fyrir mannsæmandi vinnuaðstæðum og kjörum? Berjast fyrir því að sinna hugsjón sinni að kenna börnunum okkar, hlúa að og efla okkar allra dýrmætustu auðlind til vaxtar og þroska? Er það ekki skrýtið að fólkið sem fer með okkar arðbærustu auðlind skuli vera í þessum sporum á sama tíma og til dæmis starfsfólk fjármálakerfisins sem fer með fjármagnið starfi við margfalt betri vinnuaðstæður og kjör? Þarf að stokka spilin upp á nýtt? Getur verið að þar sem við stöndum á miklum samfélagslegum tímamótum að við þurfum að hugsa gangverk samfélagsins upp á nýtt svo hlutirnir gangi betur upp? Kannski hverfa að einhverju leyti aftur til fyrri tíma þar sem stéttir eins og kennarar sem sinntu hinu mannlega voru í hávegum hafðar. Getur verið að ef við gætum stokkað spilin upp á nýtt og búið virkilega vel að þessum stéttum í stað þess að býsnast yfir kostnaði vegna afleiðinga af ómanneskjulegum vinnuaðstæðum að við myndum virkilega fara að sjá sparnað í okkar sameiginlegu sjóðum. Ef kennarar gætu sinnt hugsjón sinni af krafti í fyrirmyndar vinnuumhverfi þar sem framlag þeirra væri metið í samræmi við þau verðmæti sem þeirra störf skapa og börn sem væru í vanda stödd fengju strax viðeigandi aðstoð og stuðning. Getur verið að ef við endursmíðum hluta af gangverki samfélagsins að okkur myndi ganga betur? Þakkir til kennara Að lokum vil ég þakka sérstaklega þeim mögnuðu og framúrskarandi kennurum sem ég hef persónulega kynnst á lífsleiðinni og verið svo lánsöm að sum þeirra hafa hugsað um, kennt og hlúð að mér og mínum börnum með þeim hætti að þau fá sífelld ný tækifæri til að vaxa, dafna og þrífast. Það framlag er ómetanlegt. Takk kennarar í landinu. Þið eruð mögnuð stétt og þið eigið minn stuðning vísan. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði, fyrrverandi nemandi og foreldri leik- og grunnskólabarna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar