Vill annað sætið í öðru Reykjavíkurkjördæmanna Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2024 07:44 Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir. Steingrímur Árnason Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, sækist eftir öðru sætinu á lista Viðreisnar í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. Katrín Sigríður greindi frá þessu á Facebook í gærkvöldi og segir að Viðreisnarfólk í Reykjavík muni í dag taka ákvörðun um hvernig raðað skuli í efstu sæti á lista fyrir komandi kosningar. „Sama hvaða leið verður fyrir valinu þá ætla ég að gefa kost á mér í 2. sæti á lista Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu,“ segir Katrín Sigríður sem er nú varaþingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og tók um tíma sæti á þingi í mars síðastliðinn. Hún skipaði þriðja sætið á lista flokksins í kosningunum 2021. „Frá síðustu kosningum hef ég gegnt embætti varaþingmanns Viðreisnar í Reykjavík norður og á þeim tíma sem ég sat þingi tókst mér að koma okkar málum í alla helstu fjölmiðla landsins þegar ég lagði fram frumvarp um dánaraðstoð. Almenningur í landinu kallar eftir afdráttarlausri afstöðu, skýrri sýn á málefnin og raunverulegum lausnum sem hægt er að ráðast í strax. Þingmenn eru í þjónustu við almenning og þurfa að hlusta á það sem raunverulega er sagt og kallað eftir. Sérhagsmunir og pólitískir leikir verða að víkja. Mín grunngildi eru frjálslyndi, mannúð, heiðarleiki og ekkert kjaftæði. Frjálslynt vald byggir á þeirri forsendu að almenningi sé treystandi fyrir sjálfum sér og að einstaklingar og fyrirtæki geti tekið eigin ákvarðanir. Alþingismenn eiga að móta þá framtíð sem þeim er treyst fyrir með löggjafarvaldinu en sú framtíðarsýn á ekki að byggjast á boðum og bönnum heldur tækifærum. Stjórnsýsla á ekki að vera íþyngjandi og tímafrekt bákn sem býður upp á fáar og takmarkaðar hreyfingar heldur á hún að vera það sem gerir fólki og fyrirtækjum kleift að vaxa á eigin forsendum. Þau atriði sem ég set í forgrunn og tel mest aðkallandi eru: Efnahagsmál Málefni barna og fjölskyldna Geðheilbrigðismál Hér duga engin vettlingatök. Listar þurfa að liggja fyrir Landskjörstjórn fyrir lok mánaðar og við þurfum að vera tilbúin. Við þurfum fólk á lista sem þorir að taka afdráttarlausa afstöðu í málefnum sem brenna á almenningi í landinu. Við þurfum fólk með skýr markmið, sem getur unnið hratt og vel og náð árangri. Ég er tilbúin,“ segir Katrín Sigríður í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Sjá meira
Katrín Sigríður greindi frá þessu á Facebook í gærkvöldi og segir að Viðreisnarfólk í Reykjavík muni í dag taka ákvörðun um hvernig raðað skuli í efstu sæti á lista fyrir komandi kosningar. „Sama hvaða leið verður fyrir valinu þá ætla ég að gefa kost á mér í 2. sæti á lista Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu,“ segir Katrín Sigríður sem er nú varaþingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og tók um tíma sæti á þingi í mars síðastliðinn. Hún skipaði þriðja sætið á lista flokksins í kosningunum 2021. „Frá síðustu kosningum hef ég gegnt embætti varaþingmanns Viðreisnar í Reykjavík norður og á þeim tíma sem ég sat þingi tókst mér að koma okkar málum í alla helstu fjölmiðla landsins þegar ég lagði fram frumvarp um dánaraðstoð. Almenningur í landinu kallar eftir afdráttarlausri afstöðu, skýrri sýn á málefnin og raunverulegum lausnum sem hægt er að ráðast í strax. Þingmenn eru í þjónustu við almenning og þurfa að hlusta á það sem raunverulega er sagt og kallað eftir. Sérhagsmunir og pólitískir leikir verða að víkja. Mín grunngildi eru frjálslyndi, mannúð, heiðarleiki og ekkert kjaftæði. Frjálslynt vald byggir á þeirri forsendu að almenningi sé treystandi fyrir sjálfum sér og að einstaklingar og fyrirtæki geti tekið eigin ákvarðanir. Alþingismenn eiga að móta þá framtíð sem þeim er treyst fyrir með löggjafarvaldinu en sú framtíðarsýn á ekki að byggjast á boðum og bönnum heldur tækifærum. Stjórnsýsla á ekki að vera íþyngjandi og tímafrekt bákn sem býður upp á fáar og takmarkaðar hreyfingar heldur á hún að vera það sem gerir fólki og fyrirtækjum kleift að vaxa á eigin forsendum. Þau atriði sem ég set í forgrunn og tel mest aðkallandi eru: Efnahagsmál Málefni barna og fjölskyldna Geðheilbrigðismál Hér duga engin vettlingatök. Listar þurfa að liggja fyrir Landskjörstjórn fyrir lok mánaðar og við þurfum að vera tilbúin. Við þurfum fólk á lista sem þorir að taka afdráttarlausa afstöðu í málefnum sem brenna á almenningi í landinu. Við þurfum fólk með skýr markmið, sem getur unnið hratt og vel og náð árangri. Ég er tilbúin,“ segir Katrín Sigríður í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Sjá meira