Opinberaði „siguráætlun“ sína á þingi Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2024 11:22 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, á úkraínska þinginu í morgun. AP/Forsetaembætti Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, kynnti á þingi landsins í morgun „siguráætlun“ sína. Í ávarpi á þinginu fór hann yfir helstu atriði áætlunarinnar og reyndi að stappa stálinu í þjóð sína. Áætlunin veltur að miklu leyti á bakhjörlum Úkraínu og skilyrðislausu boði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Í salnum voru úkraínskir þingmenn, embættismenn og leiðtogar úkraínska hersins og leyniþjónusta. „Saman með bandamönnum okkar, verðum við að breyta kringumstæðunum svo þetta stríð endi. Burtséð frá því hvað Pútín vill. Við verðum að breyta kringumstæðunum svo Rússland verði þvingað til friðar,“ sagði Selenskí, samkvæmt frétt Reuters. Gangi áætlun hans eftir og fái Úkraínumenn stuðning bakhjarla sinna, sagði Selenskí að hægt væri að koma á friði fyrir lok næsta árs. Áætlun Selenskís, sem hann hefur kynnt fyrir bakhjörlum Úkraínu á undanförnum vikum, snýst um fimm meginatriði. Einhverjir hlutar hennar eru þó leynilegir og ætlaði Selenskí að kynna þá frekar fyrir þingmönnum í einrúmi. Eitt þeirra snýr að skilyrðislausu boði um inngöngu í NATO, jafnvel áður en stríðinu við Rússa lýkur. Úkraínumenn lögðu fram beiðni um inngöngu í september 2022 en hafa ekki fengið skýr svör enn sem komið er. Selenskí sagði mögulega inngöngu í NATO vera framtíðarspurningu en að inngönguboð myndi sína Vladimír Pútín, forseta Rússlands, að hann hefði gert mistök með innrásinni í Úkraínu. „Við erum lýðræðisþjóð og höfum sýnt að við getum varið sameiginlegan lífstíl okkar,“ sagði Selenskí meðal annars. Our people, in Ukraine and abroad, never tire of saying “Glory to Ukraine,” and Ukraine never tires of answering, “Glory to the heroes.” But here, we hear less often the words “Ukraine must win.” For some, the word “victory” has become uncomfortable. Yet we understand—victory is…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) October 16, 2024 Aðrir þættir áætlunarinnar fjalla um nauðsyn Úkraínumanna á því að byggja her sinn upp og þá sérstaklega að koma upp vopnum til að gera árásir í Rússlandi, bæði með eigin vopnum og vopnum frá bakhjörlum Úkraínu. Þá vill Selenskí að Vesturlönd hjálpi til við að skjóta niður rússneskar eldflaugar og dróna yfir Úkraínu. Sjá einnig: Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Þá fjallar áætlunin einnig um enduruppbyggingu í Úkraínu og aðkomu Vesturlanda að vörnum auðlinda landsins gegn árásum frá Rússlandi, og nýtingu þeirra. Er þar um að ræða auðlindir eins og úran, títaníum og liþíum, sem Úkraínumenn telja að geti hjálpað þeim að bæta efnahag ríkisins eftir stríðið. Áætlunin snýr einnig að auknum viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi og auknu eftirliti með þeim þvingunum og refsiaðgerðum sem Rússar hafa þegar verið beittir. Selenskí ítrekaði í ávarpi sínu að ef Pútín muni ná „geðsjúkum“ markmiðum sínum sýni það stjórnendum annarra alræðisríkja í heiminum að hernaður geti borgað sig. Þá sagði forsetinn að Norður-Kórea hefði gengið til liðs við Rússa, ekki eingöngu með sendingu vopna og hergagna heldur einnig með fólki, fyrir verksmiðjur í Rússlandi og rússneska herinn. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lauk afplánun fyrir teikningu dóttur sinnar Rússneskur faðir sem var sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna myndar sem dóttir hans teiknaði er laus úr fangelsi eftir eins og hálfs árs vist. Skólastjóri stúlkunnar tilkynnti lögreglu um teikninguna á sínum tíma. 15. október 2024 15:49 Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00 Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. 8. október 2024 23:19 Skutu niður eigin dróna yfir Úkraínu Flugmaður rússneskrar herþotu skaut á laugardaginn niður sjaldgæfan rússneskan dróna yfir Úkraínu. Svo virðist sem að Rússar hafi verið að nota drónann, sem er búinn tækni svo hann sést verr á ratsjám, til að varpa svifsprengjum á Úkraínu þegar þeir misstu stjórn á honum. 7. október 2024 21:33 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Í salnum voru úkraínskir þingmenn, embættismenn og leiðtogar úkraínska hersins og leyniþjónusta. „Saman með bandamönnum okkar, verðum við að breyta kringumstæðunum svo þetta stríð endi. Burtséð frá því hvað Pútín vill. Við verðum að breyta kringumstæðunum svo Rússland verði þvingað til friðar,“ sagði Selenskí, samkvæmt frétt Reuters. Gangi áætlun hans eftir og fái Úkraínumenn stuðning bakhjarla sinna, sagði Selenskí að hægt væri að koma á friði fyrir lok næsta árs. Áætlun Selenskís, sem hann hefur kynnt fyrir bakhjörlum Úkraínu á undanförnum vikum, snýst um fimm meginatriði. Einhverjir hlutar hennar eru þó leynilegir og ætlaði Selenskí að kynna þá frekar fyrir þingmönnum í einrúmi. Eitt þeirra snýr að skilyrðislausu boði um inngöngu í NATO, jafnvel áður en stríðinu við Rússa lýkur. Úkraínumenn lögðu fram beiðni um inngöngu í september 2022 en hafa ekki fengið skýr svör enn sem komið er. Selenskí sagði mögulega inngöngu í NATO vera framtíðarspurningu en að inngönguboð myndi sína Vladimír Pútín, forseta Rússlands, að hann hefði gert mistök með innrásinni í Úkraínu. „Við erum lýðræðisþjóð og höfum sýnt að við getum varið sameiginlegan lífstíl okkar,“ sagði Selenskí meðal annars. Our people, in Ukraine and abroad, never tire of saying “Glory to Ukraine,” and Ukraine never tires of answering, “Glory to the heroes.” But here, we hear less often the words “Ukraine must win.” For some, the word “victory” has become uncomfortable. Yet we understand—victory is…— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) October 16, 2024 Aðrir þættir áætlunarinnar fjalla um nauðsyn Úkraínumanna á því að byggja her sinn upp og þá sérstaklega að koma upp vopnum til að gera árásir í Rússlandi, bæði með eigin vopnum og vopnum frá bakhjörlum Úkraínu. Þá vill Selenskí að Vesturlönd hjálpi til við að skjóta niður rússneskar eldflaugar og dróna yfir Úkraínu. Sjá einnig: Sprengdu upp vöruskemmu fulla af drónum Þá fjallar áætlunin einnig um enduruppbyggingu í Úkraínu og aðkomu Vesturlanda að vörnum auðlinda landsins gegn árásum frá Rússlandi, og nýtingu þeirra. Er þar um að ræða auðlindir eins og úran, títaníum og liþíum, sem Úkraínumenn telja að geti hjálpað þeim að bæta efnahag ríkisins eftir stríðið. Áætlunin snýr einnig að auknum viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi og auknu eftirliti með þeim þvingunum og refsiaðgerðum sem Rússar hafa þegar verið beittir. Selenskí ítrekaði í ávarpi sínu að ef Pútín muni ná „geðsjúkum“ markmiðum sínum sýni það stjórnendum annarra alræðisríkja í heiminum að hernaður geti borgað sig. Þá sagði forsetinn að Norður-Kórea hefði gengið til liðs við Rússa, ekki eingöngu með sendingu vopna og hergagna heldur einnig með fólki, fyrir verksmiðjur í Rússlandi og rússneska herinn.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Vladimír Pútín Tengdar fréttir Lauk afplánun fyrir teikningu dóttur sinnar Rússneskur faðir sem var sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna myndar sem dóttir hans teiknaði er laus úr fangelsi eftir eins og hálfs árs vist. Skólastjóri stúlkunnar tilkynnti lögreglu um teikninguna á sínum tíma. 15. október 2024 15:49 Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00 Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. 8. október 2024 23:19 Skutu niður eigin dróna yfir Úkraínu Flugmaður rússneskrar herþotu skaut á laugardaginn niður sjaldgæfan rússneskan dróna yfir Úkraínu. Svo virðist sem að Rússar hafi verið að nota drónann, sem er búinn tækni svo hann sést verr á ratsjám, til að varpa svifsprengjum á Úkraínu þegar þeir misstu stjórn á honum. 7. október 2024 21:33 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Lauk afplánun fyrir teikningu dóttur sinnar Rússneskur faðir sem var sakfelldur fyrir óhróður um herinn vegna myndar sem dóttir hans teiknaði er laus úr fangelsi eftir eins og hálfs árs vist. Skólastjóri stúlkunnar tilkynnti lögreglu um teikninguna á sínum tíma. 15. október 2024 15:49
Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur engar skýringar á dauða Viktoriiu Roshchynu, úkraínskrar blaðakonu, í rússnesku fangelsi. Blaðakonan, sem var 27 ára gömul, hvarf í hernumdri Austur-Úkraínu í ágúst í fyrra. 13. október 2024 10:00
Segir Rússa reyna að skapa usla á götum Evrópu Leyniþjónustur Rússlands vinna að því að valda miklum usla á götum Evrópu. Útsendarar GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, eru sértaklega kræfir og hafa staðið að sífellt fífldjarfari árásum og leyniaðgerðum. 8. október 2024 23:19
Skutu niður eigin dróna yfir Úkraínu Flugmaður rússneskrar herþotu skaut á laugardaginn niður sjaldgæfan rússneskan dróna yfir Úkraínu. Svo virðist sem að Rússar hafi verið að nota drónann, sem er búinn tækni svo hann sést verr á ratsjám, til að varpa svifsprengjum á Úkraínu þegar þeir misstu stjórn á honum. 7. október 2024 21:33