Skora á Alþingi að axla ábyrgð og greiða fyrir nýrri Ölfusárbrú Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. október 2024 07:07 Nefndin segir umferðartafir við gömlu brúna ógna öryggi. Vísir/Vilhelm Héraðsnefnd Árnesinga skorar á Alþingi að axla ábyrgð og leysa úr þeim hnökrum sem upp hafa komið vegna fjármögnunar nýrrar brúar yfir Ölfusá. Þetta kemur fram í ályktun nefndarinnar, sem hittist á haustfundi í vikunni. Héraðsnefnd Árnesinga er byggðasamlag allra sveitarfélaga Árnessýslu; Árborgar, Bláskógarbyggðar, Flóahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps, Hveragerðis, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ölfuss. Í ályktuninni segir að íbúar Suðurlands og aðrir sem leggja leið sína um Selfoss geti ekki öllu lengur búið við þær umferðartafir sem séu meira og minna orðna viðvarandi við gömlu brúna og þá sérstaklega á álagstímum. „Sérstaklega er bent á þá staðreynd að viðbragðstími viðbragðsaðila eins og sjúkraflutninga, slökkviliðs og lögreglu lengist umtalsvert við slíkar aðstæður sem er mjög alvarlegt þegar litið er til öryggis íbúa og vegfarenda þar sem hver mínúta getur skipt sköpum um hvort það tekst að bjarga mannslífum og verðmætum eða ekki,“ segir í ályktuninni. Tími áætlunargerða sé liðinn og tími framkvæmda runninn upp. Héraðsnefnd Árnesinga. Ályktunin í heild: „Héraðsnefnd Árnesinga skorar hér með á Alþingi Íslendinga að axla ábyrgð og leysa úr þeim hnökrum sem upp hafa komið vegna fjármögnunar við byggingu á nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss. Héraðsnefnd Árnesinga minnir á að framkvæmdin á að greiðast með gjaldtöku notenda en ekki af fjármunum samgönguáætlunar og því óháð þeirri fjármögnun og forgangsröðun. Íbúar Suðurlands ásamt öllum þeim sem leið sína leggja um Selfoss geta ekki öllu lengur búið við umferðatafir þær sem eru meira og minna orðnar viðvarandi um gömlu Ölfusárbrúnna við Selfoss og eru sérstaklega íþyngjandi á álagstímum. Sérstaklega er bent á þá staðreynd að viðbragðstími viðbragðsaðila eins og sjúkraflutninga, slökkviliðs og lögreglu lengist umtalsvert við slíkar aðstæður sem er mjög alvarlegt þegar litið er til öryggis íbúa og vegfarenda þar sem hver mínúta getur skipt sköpum um hvort það tekst að bjarga mannslífum og verðmætum eða ekki. Tími áætlunargerða, mati á mögulegum brúarstæðum og legu Hringvegarins er liðinn. Tími framkvæmda er runninn upp.“ Ný Ölfusárbrú Ölfus Árborg Samgöngur Alþingi Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun nefndarinnar, sem hittist á haustfundi í vikunni. Héraðsnefnd Árnesinga er byggðasamlag allra sveitarfélaga Árnessýslu; Árborgar, Bláskógarbyggðar, Flóahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps, Hveragerðis, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ölfuss. Í ályktuninni segir að íbúar Suðurlands og aðrir sem leggja leið sína um Selfoss geti ekki öllu lengur búið við þær umferðartafir sem séu meira og minna orðna viðvarandi við gömlu brúna og þá sérstaklega á álagstímum. „Sérstaklega er bent á þá staðreynd að viðbragðstími viðbragðsaðila eins og sjúkraflutninga, slökkviliðs og lögreglu lengist umtalsvert við slíkar aðstæður sem er mjög alvarlegt þegar litið er til öryggis íbúa og vegfarenda þar sem hver mínúta getur skipt sköpum um hvort það tekst að bjarga mannslífum og verðmætum eða ekki,“ segir í ályktuninni. Tími áætlunargerða sé liðinn og tími framkvæmda runninn upp. Héraðsnefnd Árnesinga. Ályktunin í heild: „Héraðsnefnd Árnesinga skorar hér með á Alþingi Íslendinga að axla ábyrgð og leysa úr þeim hnökrum sem upp hafa komið vegna fjármögnunar við byggingu á nýrri brú yfir Ölfusá við Selfoss. Héraðsnefnd Árnesinga minnir á að framkvæmdin á að greiðast með gjaldtöku notenda en ekki af fjármunum samgönguáætlunar og því óháð þeirri fjármögnun og forgangsröðun. Íbúar Suðurlands ásamt öllum þeim sem leið sína leggja um Selfoss geta ekki öllu lengur búið við umferðatafir þær sem eru meira og minna orðnar viðvarandi um gömlu Ölfusárbrúnna við Selfoss og eru sérstaklega íþyngjandi á álagstímum. Sérstaklega er bent á þá staðreynd að viðbragðstími viðbragðsaðila eins og sjúkraflutninga, slökkviliðs og lögreglu lengist umtalsvert við slíkar aðstæður sem er mjög alvarlegt þegar litið er til öryggis íbúa og vegfarenda þar sem hver mínúta getur skipt sköpum um hvort það tekst að bjarga mannslífum og verðmætum eða ekki. Tími áætlunargerða, mati á mögulegum brúarstæðum og legu Hringvegarins er liðinn. Tími framkvæmda er runninn upp.“
Ný Ölfusárbrú Ölfus Árborg Samgöngur Alþingi Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Sjá meira