Telja árásir sænskra unglinga runnar undan rifjum Írana Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2024 09:35 Mikill viðbúnaður var þegar skotum var hleypt af við ísraelskt fyrirtæki í Gautaborg í síðustu viku. Skotmaðurinn reyndist þrettán ára piltur. Vísir/EPA Sænska öryggislögreglan telur að írönsk stjórnvöld hafi fengið þarlend glæpagengi til þess að ráðast á ísraels fyrirtæki og sendiskrifstofur á Norðurlöndum undanfarnar vikur. Gengin hafa notað unglinga sem handbendi sín í þeim árásum. Skotum var hleypt af við hergagnaverksmiðju dótturfélags ísraelsks fyrirtækis í Gautaborg í síðustu viku. Skotmaðurinn var þrettán ára gamall piltur. Lögreglan rannsakar málið sem tilraun til manndráps. Árásin var ekki einsdæmi. Fyrr í þessum mánuði voru sænskir unglingar handteknir eftir sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Talið er að þeir hafi sprengt tvær handsprengjur nærri sendiráðinu. Daginn áður hafði skotum verið hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Sænska öryggislögreglan Säpo sagði strax að Íranir gætu hafa komið nálægt árásunum. Hún hafði raunar sakar írönsk yfirvöld um að fá sænska glæpamenn til þess að fremja árásir stofnanir sem tengdust Ísrael eða gyðingum nokkrum mánuðum fyrr en stjórnvöld í Teheran brugðust ókvæða við. Írönsk stjónvöld styðja Hezbollah-samtökin í Líbanon sem hafa skotið eldflaugum á Ísrael sem hefur svarað fyrir sig með meiriháttar hernaðaraðgerð í sunnanverðu landinu á síðustu vikum. Höfuðpaur talinn vinna fyrir írönsk stjórnvöld Skipulögð glæpastarfsemi er vaxandi vandamál í Svíþjóð. Ofbeldisfull gengi hafa í mörgum tilfellum fengið unglinga til þess að sjá um skítverk fyrir sig, þar á meðal skotárásir, sprengjuárásir og jafnvel leigumorð. Ofbeldisalda vegna gengjanna stigmagnaðist í fyrra þegar móðir höfuðpaurs eins þeirra var myrt á heimili sínu í Uppsölum. Morðið tengdist hatrömmum deilum höfuðpaursins við Rawa Majid, leiðtoga Foxtrot, alræmdasta gengis Svíþjóðar. Morðingjarnir voru fimmtán og nítján ára gamlir. Majid flúði land og er eftirlýstur. Hann fæddist í Íran en flutti til Svíþjóðar með foreldrum sínum sem voru írakskir kúrdar þegar hann var barn að aldri. Majid er talinn hafa flutt til Írans í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC sem fjallar ítarlega um málið. Ísraelska leyniþjónustan Mossad sakaði Majid um að vinna með írönskum stjórnvöldum og Säpo sagði síðar að hún hefði staðfest að Íranir notuðu sænsk glæpagengi sem leppa sína. Eru bara að vinna verk Unglingarnir sem fremja voðaverk fyrir glæpin eru sagðir málaliðar sem fá greitt fyrir viðvik eins og þeir væru pítsusendlar. „Þeir eru ekkert sérstaklega færir í því, þeir eru ekki knúnir áfram af innra hatri eða átökum þannig lagað. Þeir eru bara að vinna verk,“ hefur BBC eftir David Sausdal, afbrotafræðingi við háskólann í Lundi. Þessi verktakamenning í undirheiminum er sögð torvelda lögreglu að fylgjast með starfsemi gengjanna. Hún virðist einnig teygja anga sína út fyrir Svíþjóð eins og sprengingarnar við sendiráðið í Kaupmannahöfn benda til. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, sagði sænskum fjölmiðlum nýlega að sænsk glæpagengi hefðu sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. Nú er talið að um fjórtán þúsund manns tilheyri glæpagengjum í Svíþjóð og allt að 48.000 til viðbótar hafi tengsl við þau. Hlutfallslega margir gengjafélagar hafa verið karlmenn af innflytjendaættum. Í seinni tíð hefur „innfæddum“ Svíum, bæði unglingum og fullorðnum, í röðum gengjanna. Svíþjóð Ísrael Erlend sakamál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Skotum var hleypt af við hergagnaverksmiðju dótturfélags ísraelsks fyrirtækis í Gautaborg í síðustu viku. Skotmaðurinn var þrettán ára gamall piltur. Lögreglan rannsakar málið sem tilraun til manndráps. Árásin var ekki einsdæmi. Fyrr í þessum mánuði voru sænskir unglingar handteknir eftir sprengingar við ísraelska sendiráðið í Kaupmannahöfn. Talið er að þeir hafi sprengt tvær handsprengjur nærri sendiráðinu. Daginn áður hafði skotum verið hleypt af við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi. Sænska öryggislögreglan Säpo sagði strax að Íranir gætu hafa komið nálægt árásunum. Hún hafði raunar sakar írönsk yfirvöld um að fá sænska glæpamenn til þess að fremja árásir stofnanir sem tengdust Ísrael eða gyðingum nokkrum mánuðum fyrr en stjórnvöld í Teheran brugðust ókvæða við. Írönsk stjónvöld styðja Hezbollah-samtökin í Líbanon sem hafa skotið eldflaugum á Ísrael sem hefur svarað fyrir sig með meiriháttar hernaðaraðgerð í sunnanverðu landinu á síðustu vikum. Höfuðpaur talinn vinna fyrir írönsk stjórnvöld Skipulögð glæpastarfsemi er vaxandi vandamál í Svíþjóð. Ofbeldisfull gengi hafa í mörgum tilfellum fengið unglinga til þess að sjá um skítverk fyrir sig, þar á meðal skotárásir, sprengjuárásir og jafnvel leigumorð. Ofbeldisalda vegna gengjanna stigmagnaðist í fyrra þegar móðir höfuðpaurs eins þeirra var myrt á heimili sínu í Uppsölum. Morðið tengdist hatrömmum deilum höfuðpaursins við Rawa Majid, leiðtoga Foxtrot, alræmdasta gengis Svíþjóðar. Morðingjarnir voru fimmtán og nítján ára gamlir. Majid flúði land og er eftirlýstur. Hann fæddist í Íran en flutti til Svíþjóðar með foreldrum sínum sem voru írakskir kúrdar þegar hann var barn að aldri. Majid er talinn hafa flutt til Írans í fyrra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC sem fjallar ítarlega um málið. Ísraelska leyniþjónustan Mossad sakaði Majid um að vinna með írönskum stjórnvöldum og Säpo sagði síðar að hún hefði staðfest að Íranir notuðu sænsk glæpagengi sem leppa sína. Eru bara að vinna verk Unglingarnir sem fremja voðaverk fyrir glæpin eru sagðir málaliðar sem fá greitt fyrir viðvik eins og þeir væru pítsusendlar. „Þeir eru ekkert sérstaklega færir í því, þeir eru ekki knúnir áfram af innra hatri eða átökum þannig lagað. Þeir eru bara að vinna verk,“ hefur BBC eftir David Sausdal, afbrotafræðingi við háskólann í Lundi. Þessi verktakamenning í undirheiminum er sögð torvelda lögreglu að fylgjast með starfsemi gengjanna. Hún virðist einnig teygja anga sína út fyrir Svíþjóð eins og sprengingarnar við sendiráðið í Kaupmannahöfn benda til. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, sagði sænskum fjölmiðlum nýlega að sænsk glæpagengi hefðu sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. Nú er talið að um fjórtán þúsund manns tilheyri glæpagengjum í Svíþjóð og allt að 48.000 til viðbótar hafi tengsl við þau. Hlutfallslega margir gengjafélagar hafa verið karlmenn af innflytjendaættum. Í seinni tíð hefur „innfæddum“ Svíum, bæði unglingum og fullorðnum, í röðum gengjanna.
Svíþjóð Ísrael Erlend sakamál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira