Dagur í grunnskóla Hulda María Magnúsdóttir skrifar 17. október 2024 15:33 Ég kenni í fremur stórum grunnskóla í Reykjavík. Ég hef reyndar verið með marga hatta í þessum skóla gegnum árin, byrjaði þar sem nemandi, vann í frístundaheimilinu, gerðist kennari, varð deildarstýra, leysti af aðstoðarskólastjóra og er núna aftur komin með þann hatt sem mér finnst fara mér best, sem kennslukona. Í ljósi orða borgarstjóra um daginn (nei, þau gleymast ekki svo glatt) fór ég að hugsa um öll þau hlutverk sem ég gegni núna í mínu daglega starfi. Á sama deginum fór ég til dæmis frá því að leiðbeina nemendum við ritunarverkefni yfir í að leika Gísla Súrsson í lokabardaganum og þaðan í að ræða þrælasölu og nýlendustefnu Evrópubúa. Ef þetta var bara minn dagur hvað var þá í gangi í þessum stóra skóla á einum degi? Svo ég gerði það sem Einar Þorsteinsson hefði mögulega átt að gera áður en hann tjáði sig, ég spurði fólkið í kringum mig hvað það hefði verið að gera í vinnunni undanfarið. Í íþróttatíma þar sem var þrek og dans komu nokkrir nemendur kennaranum á óvart með fimi í dansinum. Stærðfræðikennari reiknaði sama dæmið fimmtán sinnum á fimm mismunandi vegu til að mæta þörfum ólíkra nemenda. Kennari á unglingastigi aðstoðaði samkennara við yfirsetu í prófi svo nemendur hefðu aðgang að fagkennara í prófinu. Kennari á yngsta stigi kenndi nemendum gildi þess að standa með sjálfum sér. Íslenskukennari leiðbeindi nemanda sem vildi fyrna mál sitt í verkefni og sýndi honum hvar best væri að leita að samheitum fyrir slíkt. Annar kennari sat við að útbúa námsefni í upplýsingatækni fyrir unglinga þar sem slíkt efni er nánast ekki til á íslensku og kennarinn þarf því að útbúa allt sjálf. Heimilisfræðikennari sinnti nemanda sem hafði brennt sig en þurfti á sama tíma að aðstoða allan hópinn sem var inni í kennslustofunni. Nokkrir kennarar mættu með bakkelsi fyrir þá nemendur sem mögulega hafði gleymst sparinesti fyrir þann daginn. Þarna eru ótalin hin daglegu verk sem mörgum finnst svo sjálfsögð að það tekur því ekki að telja þau upp eins og að setja plástra á sár, þerra tár, hugga og hughreysta, aðstoða við að fæða og klæða. Eins og glöggir lesendur hafa líklega tekið eftir snúa öll þessi verkefni að því að verja tíma með nemendum, undirbúa kennslustundir fyrir nemendur eða vinna úr kennslustundum með nemendum. Vissulega fer tími kennara, og annars starfsfólks skólans, líka í ýmis verkefni þar sem nemendur eru ekki viðstaddir. En þau verkefni snúa þá að því að hringja símtöl, svara tölvupóstum, skrifa tölvupósta, skrá í Mentor, leita aðstoðar annarra sérfræðinga og svo framvegis, allt eftirfylgni við nemendur og kennslustundir með það markmið að bæta skólastarfið. “En er þetta fólk ekki bara í vinnunni sinni, að gera það sem það á að vera að gera?” Svarið er vissulega jú, það er bara að vinna vinnuna sína og svo yfirleitt aðeins meira en starfslýsingin segir. Það er hins vegar afskaplega þreytandi að þurfa stöðugt að standa frammi fyrir því að réttlæta, verja og/eða vera krafin um að sýna fram á að við vinnum vinnuna okkar, hvað þá að okkar æðsti yfirmaður efist um heilindi okkar á opinberum vettvangi. Slíkt er síst til þess fallið að hvetja samningslaust fólk til dáða. Höfundur er kennslukona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Grunnskólar Tengdar fréttir Orðum fylgir ábyrgð! Árið er 2004 - Grunnskólakennarar samþykkja verkfall. Á þessum tíma var ég starfsmaður í frístundaheimili í gamla skólanum mínum, þar sem ég kenni núna. Við virtum að sjálfsögðu verkfallið, læstum hurðum og neituðum að taka við börnum á skólatíma, einungis á þeim tíma sem frístundaheimilið mátti starfa. 16. október 2024 08:32 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég kenni í fremur stórum grunnskóla í Reykjavík. Ég hef reyndar verið með marga hatta í þessum skóla gegnum árin, byrjaði þar sem nemandi, vann í frístundaheimilinu, gerðist kennari, varð deildarstýra, leysti af aðstoðarskólastjóra og er núna aftur komin með þann hatt sem mér finnst fara mér best, sem kennslukona. Í ljósi orða borgarstjóra um daginn (nei, þau gleymast ekki svo glatt) fór ég að hugsa um öll þau hlutverk sem ég gegni núna í mínu daglega starfi. Á sama deginum fór ég til dæmis frá því að leiðbeina nemendum við ritunarverkefni yfir í að leika Gísla Súrsson í lokabardaganum og þaðan í að ræða þrælasölu og nýlendustefnu Evrópubúa. Ef þetta var bara minn dagur hvað var þá í gangi í þessum stóra skóla á einum degi? Svo ég gerði það sem Einar Þorsteinsson hefði mögulega átt að gera áður en hann tjáði sig, ég spurði fólkið í kringum mig hvað það hefði verið að gera í vinnunni undanfarið. Í íþróttatíma þar sem var þrek og dans komu nokkrir nemendur kennaranum á óvart með fimi í dansinum. Stærðfræðikennari reiknaði sama dæmið fimmtán sinnum á fimm mismunandi vegu til að mæta þörfum ólíkra nemenda. Kennari á unglingastigi aðstoðaði samkennara við yfirsetu í prófi svo nemendur hefðu aðgang að fagkennara í prófinu. Kennari á yngsta stigi kenndi nemendum gildi þess að standa með sjálfum sér. Íslenskukennari leiðbeindi nemanda sem vildi fyrna mál sitt í verkefni og sýndi honum hvar best væri að leita að samheitum fyrir slíkt. Annar kennari sat við að útbúa námsefni í upplýsingatækni fyrir unglinga þar sem slíkt efni er nánast ekki til á íslensku og kennarinn þarf því að útbúa allt sjálf. Heimilisfræðikennari sinnti nemanda sem hafði brennt sig en þurfti á sama tíma að aðstoða allan hópinn sem var inni í kennslustofunni. Nokkrir kennarar mættu með bakkelsi fyrir þá nemendur sem mögulega hafði gleymst sparinesti fyrir þann daginn. Þarna eru ótalin hin daglegu verk sem mörgum finnst svo sjálfsögð að það tekur því ekki að telja þau upp eins og að setja plástra á sár, þerra tár, hugga og hughreysta, aðstoða við að fæða og klæða. Eins og glöggir lesendur hafa líklega tekið eftir snúa öll þessi verkefni að því að verja tíma með nemendum, undirbúa kennslustundir fyrir nemendur eða vinna úr kennslustundum með nemendum. Vissulega fer tími kennara, og annars starfsfólks skólans, líka í ýmis verkefni þar sem nemendur eru ekki viðstaddir. En þau verkefni snúa þá að því að hringja símtöl, svara tölvupóstum, skrifa tölvupósta, skrá í Mentor, leita aðstoðar annarra sérfræðinga og svo framvegis, allt eftirfylgni við nemendur og kennslustundir með það markmið að bæta skólastarfið. “En er þetta fólk ekki bara í vinnunni sinni, að gera það sem það á að vera að gera?” Svarið er vissulega jú, það er bara að vinna vinnuna sína og svo yfirleitt aðeins meira en starfslýsingin segir. Það er hins vegar afskaplega þreytandi að þurfa stöðugt að standa frammi fyrir því að réttlæta, verja og/eða vera krafin um að sýna fram á að við vinnum vinnuna okkar, hvað þá að okkar æðsti yfirmaður efist um heilindi okkar á opinberum vettvangi. Slíkt er síst til þess fallið að hvetja samningslaust fólk til dáða. Höfundur er kennslukona.
Orðum fylgir ábyrgð! Árið er 2004 - Grunnskólakennarar samþykkja verkfall. Á þessum tíma var ég starfsmaður í frístundaheimili í gamla skólanum mínum, þar sem ég kenni núna. Við virtum að sjálfsögðu verkfallið, læstum hurðum og neituðum að taka við börnum á skólatíma, einungis á þeim tíma sem frístundaheimilið mátti starfa. 16. október 2024 08:32
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun