Börkur hló spurður um framboð: „Talandi um að fara úr öskunni í eldinn“ Sindri Sverrisson skrifar 17. október 2024 23:17 Börkur Edvardsson er ekki á leiðinni á þing, eða að minnsta kosti ekki í bili. Vísir Börkur Edvardsson, fráfarandi formaður knattspyrnudeildar Vals, útilokar ekki að snúa sér að stjórnmálum einhvern tímann í framtíðinni. Hann ætlar þó ekki í framboð fyrir komandi alþingiskosningar. Börkur settist niður með Aroni Guðmundssyni íþróttafréttamanni í dag og afrakstur þess viðtals má sjá á Vísi næstu daga. Börkur hefur starfað ötullega fyrir Val í yfir tvo áratugi en mun nú snúa sér að öðru, og ein hugmyndin er að snúa sér að skriftum til að gera upp þennan viðburðaríka tíma. En kæmi til greina að snúa sér að stjórnmálum? „Talandi um að fara úr öskunni í eldinn…“ sagði Börkur hlæjandi en bætti svo við: „Nei, ekki eins og staðan er núna, en enginn veit ævi sína fyrr en öll er. En ég reyni nú að forðast að ræða þess konar pólitík. Ég er með mínar skoðanir og fylgi mínum hugsjónum þar, en ég segi aldrei nei við neinu. En ég er ekki að fara að bjóða mig fram núna,“ sagði Börkur en brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Börkur ekki á leið í framboð Hvað svo sem Börkur tekur sér fyrir hendur þá er ljóst að hann mun heimsækja Hlíðarenda reglulega, og styðja lið félagsins sem öll leika í efstu deildum karla og kvenna, í fótbolta, handbolta og körfubolta. Hann ætlar þó ekki aftur í sjálfboðaliðastarfið sem var upphafið að stjórnunarstörfum hans hjá félaginu. „Núna ætla ég ekki að gefa mig að neinu sjálfboðastarfi í kringum Val. Ég ætla að hvíla það. Ég ætla hins vegar að mæta á völlinn og styðja við mitt fólk, og mína stjórn og minn nýja formann. Hvetja þau áfram til góðra verka. En ég er ekki viss um að ég mæti á alla leiki. Ég hugsa að ég verði frelsinu feginn og velji mér leiki. Njóti núna þeirra forréttinda. En ég mun mæta áfram á handbolta, körfubolta og fótbolta, hjá stelpum og strákum, og öskra „áfram Valur!“ Það breytist ekki neitt hjá mér.“ Valur Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira
Börkur settist niður með Aroni Guðmundssyni íþróttafréttamanni í dag og afrakstur þess viðtals má sjá á Vísi næstu daga. Börkur hefur starfað ötullega fyrir Val í yfir tvo áratugi en mun nú snúa sér að öðru, og ein hugmyndin er að snúa sér að skriftum til að gera upp þennan viðburðaríka tíma. En kæmi til greina að snúa sér að stjórnmálum? „Talandi um að fara úr öskunni í eldinn…“ sagði Börkur hlæjandi en bætti svo við: „Nei, ekki eins og staðan er núna, en enginn veit ævi sína fyrr en öll er. En ég reyni nú að forðast að ræða þess konar pólitík. Ég er með mínar skoðanir og fylgi mínum hugsjónum þar, en ég segi aldrei nei við neinu. En ég er ekki að fara að bjóða mig fram núna,“ sagði Börkur en brot úr viðtalinu má sjá hér að neðan. Klippa: Börkur ekki á leið í framboð Hvað svo sem Börkur tekur sér fyrir hendur þá er ljóst að hann mun heimsækja Hlíðarenda reglulega, og styðja lið félagsins sem öll leika í efstu deildum karla og kvenna, í fótbolta, handbolta og körfubolta. Hann ætlar þó ekki aftur í sjálfboðaliðastarfið sem var upphafið að stjórnunarstörfum hans hjá félaginu. „Núna ætla ég ekki að gefa mig að neinu sjálfboðastarfi í kringum Val. Ég ætla að hvíla það. Ég ætla hins vegar að mæta á völlinn og styðja við mitt fólk, og mína stjórn og minn nýja formann. Hvetja þau áfram til góðra verka. En ég er ekki viss um að ég mæti á alla leiki. Ég hugsa að ég verði frelsinu feginn og velji mér leiki. Njóti núna þeirra forréttinda. En ég mun mæta áfram á handbolta, körfubolta og fótbolta, hjá stelpum og strákum, og öskra „áfram Valur!“ Það breytist ekki neitt hjá mér.“
Valur Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira