Starfsstjórn tekin við stjórnartaumunum Jón Þór Stefánsson skrifar 17. október 2024 19:17 Bjarni Benediktsson áður en hann gekk á ríkissráðfundinn. Vísir/Vilhelm Starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar er tekin við völdum. Þetta var tilkynnt að loknum ríkisráðsfundi á Bessastöðum í kvöld. Þar með lauk ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna, sem hafði varað frá því í nóvember 2017, fyrst undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur og síðan undir Bjarna Benediktssyni. Stjórnin sem tók við í kvöld mun sitja fram að kosningum sem munu fara fram þann 30. nóvember næstkomandi. Þessi starfsstjórn hefur tekið við völdum og mun vera þar fram að kosningum. Vísir/Vilhelm Ráðherraskipan er að mestu sú sama og í fyrra ríkisstjórnarsamstarfi, nema að formenn flokkanna tveggja taka við ráðuneytum Vinstri grænna sem stíga úr samstarfinu. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mun taka við innviðaráðuneytinu og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun taka við félags- og vinnumarkaðráðuneytinu sem og matvælaráðuneytinu. Bjarni sagði að fundinum loknum að ekki hafi verið um sára stund að ræða, frekar hafi þetta verið formleg kveðjustund. „Nú eru öll sætin í starfsstjórninni fullskipuð og nú tekur við að halda ríkisstjórnarfundi vegna þeirra mála sem stjórnarráðið telur mikilvægt að þingið fjalli um. Það er ekki langur málalisti. Þetta eru aðallega fjárlögin og fjárlagatengd mál,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagði að fundinum loknum að hann hafi ekki móðgast eða orðið sár út í nokkurn mann vegna orða meðlima samstarfsflokkanna. Hann minntist þó á að hjá bæði Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum hefðu flokksmenn lýst yfir óánægju sinni með ríkisstjórnarsamstarfið. Reyndi forsetinn að lægja öldur í ykkar samskiptum? „Það voru engar öldur þarna inni.“ Fráfarandi ríkisstjórn sat saman í síðasta skipti á fundi Höllu Tómasdóttur forseta.Vísir/Vilhelm Áður en ríkisráðsfundi lauk fóru fráfarandi ráðherrar VG af fundinum. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, gaf sig þá á tal við fjölmiðla. Hún sagðist ekki viss um að hún myndi styðja fjárlög ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki svo einfalt því fjárlög er samsett úr mjög mörgum og flóknum þáttum. Það eru ýmis atriði sem lúta til að mynda að samgöngumálum sem þarf að taka til skoðunar.“ Sérðu eftir því að hafa ekki verið fyrri til og slitið þessu sjálf? „Þetta snýst ekki um neitt slíkt kapphlaup. Ég er ennþá mjög hugsi yfir þessum tímapunkti. Ég held að hann hafi verið snúinn og flókinn, en hins vegar er komið að næsta kafla í okkar pólitíska lífi.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Þar með lauk ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Vinstri grænna, sem hafði varað frá því í nóvember 2017, fyrst undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur og síðan undir Bjarna Benediktssyni. Stjórnin sem tók við í kvöld mun sitja fram að kosningum sem munu fara fram þann 30. nóvember næstkomandi. Þessi starfsstjórn hefur tekið við völdum og mun vera þar fram að kosningum. Vísir/Vilhelm Ráðherraskipan er að mestu sú sama og í fyrra ríkisstjórnarsamstarfi, nema að formenn flokkanna tveggja taka við ráðuneytum Vinstri grænna sem stíga úr samstarfinu. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mun taka við innviðaráðuneytinu og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mun taka við félags- og vinnumarkaðráðuneytinu sem og matvælaráðuneytinu. Bjarni sagði að fundinum loknum að ekki hafi verið um sára stund að ræða, frekar hafi þetta verið formleg kveðjustund. „Nú eru öll sætin í starfsstjórninni fullskipuð og nú tekur við að halda ríkisstjórnarfundi vegna þeirra mála sem stjórnarráðið telur mikilvægt að þingið fjalli um. Það er ekki langur málalisti. Þetta eru aðallega fjárlögin og fjárlagatengd mál,“ sagði hann. Sigurður Ingi sagði að fundinum loknum að hann hafi ekki móðgast eða orðið sár út í nokkurn mann vegna orða meðlima samstarfsflokkanna. Hann minntist þó á að hjá bæði Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum hefðu flokksmenn lýst yfir óánægju sinni með ríkisstjórnarsamstarfið. Reyndi forsetinn að lægja öldur í ykkar samskiptum? „Það voru engar öldur þarna inni.“ Fráfarandi ríkisstjórn sat saman í síðasta skipti á fundi Höllu Tómasdóttur forseta.Vísir/Vilhelm Áður en ríkisráðsfundi lauk fóru fráfarandi ráðherrar VG af fundinum. Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, gaf sig þá á tal við fjölmiðla. Hún sagðist ekki viss um að hún myndi styðja fjárlög ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki svo einfalt því fjárlög er samsett úr mjög mörgum og flóknum þáttum. Það eru ýmis atriði sem lúta til að mynda að samgöngumálum sem þarf að taka til skoðunar.“ Sérðu eftir því að hafa ekki verið fyrri til og slitið þessu sjálf? „Þetta snýst ekki um neitt slíkt kapphlaup. Ég er ennþá mjög hugsi yfir þessum tímapunkti. Ég held að hann hafi verið snúinn og flókinn, en hins vegar er komið að næsta kafla í okkar pólitíska lífi.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira