Mál umdeilda skákborðsins ætlar engan endi að taka Jón Þór Stefánsson skrifar 17. október 2024 22:11 Bobby Fischer og Boris Spasskí ganga frá sviði Laugardalshallar árið 1972. Til hliðar má sjá tvö skákborð. Það efra er nánast örugglega það borð sem þeir tefldu 3. skákina á og svo skákir 7-21. Hin myndin er af borði Siegels. Landsréttur hefur sent mál sem varðar eftirlíkingu af skákborði sem Bobby Fischer og Boris Spasskí notuðu þegar þeir tefldu í einvígi aldarinnar í Reykjavík 1972 aftur í hérað. Bandaríkjamaður að nafni Noah Siegel keypti taflborið af Páli G. Jónssyni í nóvember 2012. Þá taldi hann sig vera að kaupa borð sem var notað í einvígi aldarinnar, en í ljós kom að um eftirlíkingu var að ræða. Um er að ræða eitt skákborð, tvö hliðarborð, eitt sett af Staunton-skákmönnum, eina Garde-skákklukku og eitt áritað tréborð sem Siegel keypti á 185 þúsund Bandaríkjadali, sem þá hefur jafngilt um 24 milljónum króna. Fram hefur komið að borðið hafi verið selt vegna slæms fjárhags Skáksambands Íslands, en ágóðinn átti meðal annars að renna til þess. Hann krafðist þess að samningnum yrði rift og hann myndi fá endurgreiddar tæplega 190 þúsund dollara, en þá hafði flutningskostnaði hafi verið bætt við kaupverðið. Í góðri trú eða ekki Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að Siegel hefði ekki tekist að sýna fram á að Páll hefði ekki verið í góðri trú með að um væri að ræða borðið sem teflt var á í einvíginu þegar þeir sömdu um kaupin. Vísir fjallaði ítarlega um málið og dóm Héraðsdóms í júní á síðasta ári. Þá umfjöllun má finna hér. Hér má sjá borðið sem Noah Siegel keyptiVísir/Vilhelm Vék ekki að ákveðnum málsástæðum Málatilbúnaður Siegel gekk út á að hann hefði keypt borðið einmitt vegna þess að hann taldi að það hefði verið notað í einvígi Spasskí og Fischer, nánar tiltekið frá sjöundu skákinni upp í þá 21. Hann sagði Pál hafa, gegn betri vitund, veitt sér rangar upplýsingar. Þá vísaði Siegel til ógildingarreglna samningsréttar sem að hans mati leiða til þess að samningurinn teljist ógildur. Héraðsdómur vék ekkert að þessum málsástæðum. Í dómi Landsréttar segir að ekki verði ráðið af dómnum hvers vegna væri talið óþarft að leysa úr þeim og því sendi hann málið aftur í hérað. Dómsmál Einvígi aldarinnar Skák Bandaríkin Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Bandaríkjamaður að nafni Noah Siegel keypti taflborið af Páli G. Jónssyni í nóvember 2012. Þá taldi hann sig vera að kaupa borð sem var notað í einvígi aldarinnar, en í ljós kom að um eftirlíkingu var að ræða. Um er að ræða eitt skákborð, tvö hliðarborð, eitt sett af Staunton-skákmönnum, eina Garde-skákklukku og eitt áritað tréborð sem Siegel keypti á 185 þúsund Bandaríkjadali, sem þá hefur jafngilt um 24 milljónum króna. Fram hefur komið að borðið hafi verið selt vegna slæms fjárhags Skáksambands Íslands, en ágóðinn átti meðal annars að renna til þess. Hann krafðist þess að samningnum yrði rift og hann myndi fá endurgreiddar tæplega 190 þúsund dollara, en þá hafði flutningskostnaði hafi verið bætt við kaupverðið. Í góðri trú eða ekki Héraðsdómur Reykjaness komst að þeirri niðurstöðu að Siegel hefði ekki tekist að sýna fram á að Páll hefði ekki verið í góðri trú með að um væri að ræða borðið sem teflt var á í einvíginu þegar þeir sömdu um kaupin. Vísir fjallaði ítarlega um málið og dóm Héraðsdóms í júní á síðasta ári. Þá umfjöllun má finna hér. Hér má sjá borðið sem Noah Siegel keyptiVísir/Vilhelm Vék ekki að ákveðnum málsástæðum Málatilbúnaður Siegel gekk út á að hann hefði keypt borðið einmitt vegna þess að hann taldi að það hefði verið notað í einvígi Spasskí og Fischer, nánar tiltekið frá sjöundu skákinni upp í þá 21. Hann sagði Pál hafa, gegn betri vitund, veitt sér rangar upplýsingar. Þá vísaði Siegel til ógildingarreglna samningsréttar sem að hans mati leiða til þess að samningurinn teljist ógildur. Héraðsdómur vék ekkert að þessum málsástæðum. Í dómi Landsréttar segir að ekki verði ráðið af dómnum hvers vegna væri talið óþarft að leysa úr þeim og því sendi hann málið aftur í hérað.
Dómsmál Einvígi aldarinnar Skák Bandaríkin Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira