Jamil um fjarveru Finns: „Við styðjum Finn og vonandi kemur hann aftur sem fyrst“ Andri Már Eggertsson skrifar 17. október 2024 22:22 Jamil Abiad stýrði Val í fjarveru Finns Freys Stefánssonar Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valur vann ótrúlegan endurkomusigur gegn Álftanesi 100-103. Heimamenn voru sex stigum yfir þegar átján sekúndur voru eftir en köstuðu sigrinum frá sér. Jamil Abiad, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn. „Það var frábært að vinna þennan leik sérstaklega í framlengingu geng vel þjálfuðu liði. Strákarnir hafa lagt hart að sér og miðað við hvernig tímabilið hefur farið af stað var þetta stór sigur fyrir okkur,“ sagði Jamil ánægður eftir sigur kvöldsins. Eftir þriðja leikhluta voru heimamenn ellefu stigum yfir 67-56 en að mati Jamil breyttust hlutirnir þegar vörn Vals datt í gang. „Þetta gerðist allt eftir að vörnin datt í gang. Við höfum lagt mikið upp úr varnarleik síðustu ár og við höfum haldið liðum niðri á varnarleik og það er það sem hefur unnið titla fyrir okkur. Við fórum aftur í ræturnar og náðum að stöðva þá og það var það sem kom okkur inn í leikinn aftur.“ Taiwo Badmus, leikmaður Vals, var stigahæstur með 35 stig. Eftir því sem leið á leikinn fór hann að taka meira til sín og Jamil var ánægður með hann. „Við reynum að koma okkar leikmönnum í þær stöður sem þeim líður vel í. Taiwo er einn besti leikmaður deildarinnar á opnum velli og hann gerði vel.“ Finnur Freyr Stefánsson hefur ekki verið á hliðarlínunni í síðustu tveimur leikjum þar sem hann er í veikindaleyfi og Jamil vildi lítið tjá sig hvenær Finnur myndi snúa aftur. „Þetta er ekki eitthvað sem ég vil ræða í augnablikinu. Hann er að glíma við annað núna og við styðjum hann í því og vonandi kemur hann aftur sem fyrst.“ Í fjarveru Finns er Jamil aðalþjálfari meistaraflokks karla og kvenna hjá Val. Aðspurður hvort það væri erfitt sagðist Jamil vera þakklátur fyrir tækifærið. „Ég er að nýta tækifærið. Það er klárlega mikil vinna en ég er með fólk í kringum mig sem hjálpar til sem er það eina sem ég bið um.“ Að lokum var Jamil spurður út í leikmannamál og hver væri að taka ákvarðanir í fjarveru Finns varðandi hvort það ætti að senda Sherif Ali Kenny, Bandaríkjamann Vals, heim eða bæta við leikmönnum. „Við höldum öllum leikmönnum sem eru hjá okkur og við treystum þeim. Við munum gera breytingar ef þörf er á þegar að rétti tíminn gefst,“ sagði Jamil Abiad að lokum. Valur Bónus-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira
„Það var frábært að vinna þennan leik sérstaklega í framlengingu geng vel þjálfuðu liði. Strákarnir hafa lagt hart að sér og miðað við hvernig tímabilið hefur farið af stað var þetta stór sigur fyrir okkur,“ sagði Jamil ánægður eftir sigur kvöldsins. Eftir þriðja leikhluta voru heimamenn ellefu stigum yfir 67-56 en að mati Jamil breyttust hlutirnir þegar vörn Vals datt í gang. „Þetta gerðist allt eftir að vörnin datt í gang. Við höfum lagt mikið upp úr varnarleik síðustu ár og við höfum haldið liðum niðri á varnarleik og það er það sem hefur unnið titla fyrir okkur. Við fórum aftur í ræturnar og náðum að stöðva þá og það var það sem kom okkur inn í leikinn aftur.“ Taiwo Badmus, leikmaður Vals, var stigahæstur með 35 stig. Eftir því sem leið á leikinn fór hann að taka meira til sín og Jamil var ánægður með hann. „Við reynum að koma okkar leikmönnum í þær stöður sem þeim líður vel í. Taiwo er einn besti leikmaður deildarinnar á opnum velli og hann gerði vel.“ Finnur Freyr Stefánsson hefur ekki verið á hliðarlínunni í síðustu tveimur leikjum þar sem hann er í veikindaleyfi og Jamil vildi lítið tjá sig hvenær Finnur myndi snúa aftur. „Þetta er ekki eitthvað sem ég vil ræða í augnablikinu. Hann er að glíma við annað núna og við styðjum hann í því og vonandi kemur hann aftur sem fyrst.“ Í fjarveru Finns er Jamil aðalþjálfari meistaraflokks karla og kvenna hjá Val. Aðspurður hvort það væri erfitt sagðist Jamil vera þakklátur fyrir tækifærið. „Ég er að nýta tækifærið. Það er klárlega mikil vinna en ég er með fólk í kringum mig sem hjálpar til sem er það eina sem ég bið um.“ Að lokum var Jamil spurður út í leikmannamál og hver væri að taka ákvarðanir í fjarveru Finns varðandi hvort það ætti að senda Sherif Ali Kenny, Bandaríkjamann Vals, heim eða bæta við leikmönnum. „Við höldum öllum leikmönnum sem eru hjá okkur og við treystum þeim. Við munum gera breytingar ef þörf er á þegar að rétti tíminn gefst,“ sagði Jamil Abiad að lokum.
Valur Bónus-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur „Gríðarlega mikilvægur sigur“ Viggó markahæstur í eins marks tapi „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Sjá meira