Nú á lýðræðið næsta leik Sigurður Páll Jónsson skrifar 18. október 2024 07:45 Ég hef skrifað fjölda greina og flutt margar ræður um þá lýðræðislegu misþyrmingu sem átti sér stað haustið 2017 þegar sett var á fót ríkisstjórn sem spannar yfir hinn pólitíska öxul frá hægri yfir miðju til vinstri. Allflestum kosningaloforðum hvers flokks var sópað undir teppið. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Vinstri grænir komu sér saman um að setja saman ríkisstjórn um ekkert af því sem hver og einn lofaði í kosningabaráttunni á undan. Þetta eitt og sér er vanvirðing við lýðræðið. Almenningur sem trúir á lýðræðið og hlustar á frambjóðendur missir trúnna á lýðræðinu þegar þjóðinni er boðið uppá ríkisstjórn eins og hefur verið við völd síðan 2017. Með braki og brestum er þessi ríkissjórn loksins sprungin og framundan eru kosningar 30. nóvember. Verkefnin framundan eru ærin og af nógu að taka. Ríkisfjármálin og staða ríkissjóðs er verkefni sem taka þarf á með festu. Orkumálin eru búin að vera í gíslingu undanfarin ár og við blasir orkuskortur sem bitna mun á öllum framfaramálum og uppbyggingu atvinnutækifæra, svo eitthvað sé nefnt. Afhendingaröryggi raforku er á brauðfótum og hefur sú uppbygging verið á hraða snigilsins. Samgöngur og uppbygging þeirra bæði á vegum landsins og í lofti eru mörgum árum á eftir þörfum nútímans. Heilbrigðisþjónusta, þá ekki síst á landsbyggðinni, er alls ekki í neinu samræmi við þá þörf sem er fyrir hendi. Aldraðir hafa lengi beðið eftir úrbótum sinna mála og hafa stjórnvöld lítið sem ekkert gert í þeim málum undanfarin ár. Lesskilningur barna og ungmenna fer versnandi og hafa rannsóknir sýnt að þau lönd sem bestum árangri ná í því sambandi hafa byggt undir stuðning við kennarastéttina á myndarlegan hátt. Hérlendis er álaginu bætt á þá kennara sem fyrir eru og eru jafnvel ávíttir fyrir aukningu veikindadaga, eins og fréttir síðustu daga hafa dregið fram. Virðing mín fyrir landi og þjóð er gríðarleg og ekki er hún minni fyrir náttúruöflunum til lands og sjávar. Auðlindirnar og þau verðmæti sem af þeim hlýst úr sjó, frá fallvötnum í heitu og köldu vatni, með vindinum, jafnvel norðurljósunum og svo mætti áfram telja, verðum við sem fullvalda þjóð að verja og þar er lýðræði okkar Íslendinga mikilvægt. Ég hef verið viðloðandi í stjórnmálum síðan vorið 2013. Fyrst sem varaþingmaður til ársins 2017 þá þingmaður til 2021 og aftur varaþingmaður síðan 2021 og hef hug á að bjóða mig fram aftur í komandi kosningum. Eftir að ég kynntist Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem forsætisráðherra 2013-2016 áttaði ég mig á að öflugir, kjarkmiklir og einbeittir stjórnmálamenn eru til, sem láta verkin tala. Þar má nefna t.d stöðuleikasamning við kröfuhafa föllnu bankanna í hans ráðherratíð að núvirði rúmir eitt þúsund miljarðar króna sem runnu í ríkissjóð og komu íslensku efnahagslífi á flot eftir hrunið 2008. Verkin sýna merkin og kjósum Miðflokkinn á kjördag. Þannig eru hagsmunir íslensku þjóðarinnar best tryggir. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef skrifað fjölda greina og flutt margar ræður um þá lýðræðislegu misþyrmingu sem átti sér stað haustið 2017 þegar sett var á fót ríkisstjórn sem spannar yfir hinn pólitíska öxul frá hægri yfir miðju til vinstri. Allflestum kosningaloforðum hvers flokks var sópað undir teppið. Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Vinstri grænir komu sér saman um að setja saman ríkisstjórn um ekkert af því sem hver og einn lofaði í kosningabaráttunni á undan. Þetta eitt og sér er vanvirðing við lýðræðið. Almenningur sem trúir á lýðræðið og hlustar á frambjóðendur missir trúnna á lýðræðinu þegar þjóðinni er boðið uppá ríkisstjórn eins og hefur verið við völd síðan 2017. Með braki og brestum er þessi ríkissjórn loksins sprungin og framundan eru kosningar 30. nóvember. Verkefnin framundan eru ærin og af nógu að taka. Ríkisfjármálin og staða ríkissjóðs er verkefni sem taka þarf á með festu. Orkumálin eru búin að vera í gíslingu undanfarin ár og við blasir orkuskortur sem bitna mun á öllum framfaramálum og uppbyggingu atvinnutækifæra, svo eitthvað sé nefnt. Afhendingaröryggi raforku er á brauðfótum og hefur sú uppbygging verið á hraða snigilsins. Samgöngur og uppbygging þeirra bæði á vegum landsins og í lofti eru mörgum árum á eftir þörfum nútímans. Heilbrigðisþjónusta, þá ekki síst á landsbyggðinni, er alls ekki í neinu samræmi við þá þörf sem er fyrir hendi. Aldraðir hafa lengi beðið eftir úrbótum sinna mála og hafa stjórnvöld lítið sem ekkert gert í þeim málum undanfarin ár. Lesskilningur barna og ungmenna fer versnandi og hafa rannsóknir sýnt að þau lönd sem bestum árangri ná í því sambandi hafa byggt undir stuðning við kennarastéttina á myndarlegan hátt. Hérlendis er álaginu bætt á þá kennara sem fyrir eru og eru jafnvel ávíttir fyrir aukningu veikindadaga, eins og fréttir síðustu daga hafa dregið fram. Virðing mín fyrir landi og þjóð er gríðarleg og ekki er hún minni fyrir náttúruöflunum til lands og sjávar. Auðlindirnar og þau verðmæti sem af þeim hlýst úr sjó, frá fallvötnum í heitu og köldu vatni, með vindinum, jafnvel norðurljósunum og svo mætti áfram telja, verðum við sem fullvalda þjóð að verja og þar er lýðræði okkar Íslendinga mikilvægt. Ég hef verið viðloðandi í stjórnmálum síðan vorið 2013. Fyrst sem varaþingmaður til ársins 2017 þá þingmaður til 2021 og aftur varaþingmaður síðan 2021 og hef hug á að bjóða mig fram aftur í komandi kosningum. Eftir að ég kynntist Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem forsætisráðherra 2013-2016 áttaði ég mig á að öflugir, kjarkmiklir og einbeittir stjórnmálamenn eru til, sem láta verkin tala. Þar má nefna t.d stöðuleikasamning við kröfuhafa föllnu bankanna í hans ráðherratíð að núvirði rúmir eitt þúsund miljarðar króna sem runnu í ríkissjóð og komu íslensku efnahagslífi á flot eftir hrunið 2008. Verkin sýna merkin og kjósum Miðflokkinn á kjördag. Þannig eru hagsmunir íslensku þjóðarinnar best tryggir. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun