Fótbolti

Sara öflug og komst á­fram í bikarnum

Sindri Sverrisson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar einu markanna í dag með liðsfélögum sínum.
Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar einu markanna í dag með liðsfélögum sínum. Al Qadsiah

Sara Björk Gunnarsdóttir átti ríkan þátt í 4-1 sigri Al Qadsiah gegn Al Amal í sádiarabísku bikarkeppninni í fótbolta í dag.

Sara er eitt stærsta, ef ekki stærsta, nafnið í sádiarabíska kvennafótboltanum eftir komuna til Al Qadsiah í sumar og hún er farin að láta til sín taka með liðinu.

Í dag lagði hún upp tvö mörk í öruggum bikarsigri sem skilaði Al Qadsiah í átta liða úrslitin. Í þessari bikarkeppni taka þátt öll tíu liðin í sádiarabísku deildinni, líkt og Al Qadsiah og Al Amal, og sex lið til viðbótar.

Sulaf Asiri kom Al Qadsiah yfir á 8. mínútu í dag og Sara lagði svo upp mark fyrir hina brasilísku Rayanne Machado skömmu síðar. Sara lagði svo upp mark fyrir hina frönsku Léa Le Garrec í seinni hálfleik áður en hin kamerúnska Ajara Nchout skoraði fjórða markið undir lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×