Slátur og stuð í félagsheimilinu á Blönduósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. október 2024 14:06 Viðburðurinn fer fram í félagsheimilinu á Blönduósi sunnudaginn 20. október frá klukkan 13:00 til 16:00. Allir eru velkomnir að taka þátt. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til á Blönduósi á morgun sunnudag því þá ætla íbúar staðarins og í sveitunum þar í kring að koma saman í félagsheimilinu og taka slátur. Búist er við góðri mætingu þar sem allir hjálpast að og njóta samverunnar í leiðinni. Viðburðurinn heitir „Sláturgerð og samvera“ og er á vegum Húnabyggðar. Þetta er í fyrsta skipti sem sérstakur sláturgerðadagur er haldinn á Blönduósi í félagsheimilinu og því mikil tilhlökkun fyrir deginum. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir er menningar- og tómstundafulltrúi hjá Húnabyggð. „Við fengum þessa hugmynd síðasta vor að nýta að við erum hér með flott landbúnaðarhérað og akkúrat þegar sláturtíðin er í gangi eða er að klárast að gera eitthvað í kringum það.Þetta verður þannig að við ætlum að vera með opið hús í félagsheimilinu á Blönduósi á milli klukkan 13:00 og 16:00 þar sem ég er búin að fá til liðs við mig vanar sláturgerðarkonur og þær ætla að taka á móti fólki, fólk getur komið og hrært í sína blöndu og tekið svo með sér heim í soðið,“ segir Kristín. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, sem er menningar- og tómstundafulltrúi hjá Húnabyggð og er allt í öllu varðandi sláturgerðadaginn.Aðsend Kristín lofar góðri stemmingu og ekki síður góðri samverustund í sláturgerðinni. Allir eru velkomnir að taka þátt í deginum. „Já allir velkomnir þannig að ég hvet fólk til að gera sér ferð hér í Húnabyggð um helgina,“ segir Kristín Ingibjörg, sem er allt í öllu varðandi sláturgerðadaginn á morgun og svo í næsta mánuði verður ekki síður spennandi viðburður í Húnabyggð, sem kallast „Hlátur í Húnabyggð“. Reiknað er með fjölmenni í félagsheimilið sunnudaginn 20. október.Aðsend Húnabyggð Landbúnaður Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira
Viðburðurinn heitir „Sláturgerð og samvera“ og er á vegum Húnabyggðar. Þetta er í fyrsta skipti sem sérstakur sláturgerðadagur er haldinn á Blönduósi í félagsheimilinu og því mikil tilhlökkun fyrir deginum. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir er menningar- og tómstundafulltrúi hjá Húnabyggð. „Við fengum þessa hugmynd síðasta vor að nýta að við erum hér með flott landbúnaðarhérað og akkúrat þegar sláturtíðin er í gangi eða er að klárast að gera eitthvað í kringum það.Þetta verður þannig að við ætlum að vera með opið hús í félagsheimilinu á Blönduósi á milli klukkan 13:00 og 16:00 þar sem ég er búin að fá til liðs við mig vanar sláturgerðarkonur og þær ætla að taka á móti fólki, fólk getur komið og hrært í sína blöndu og tekið svo með sér heim í soðið,“ segir Kristín. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, sem er menningar- og tómstundafulltrúi hjá Húnabyggð og er allt í öllu varðandi sláturgerðadaginn.Aðsend Kristín lofar góðri stemmingu og ekki síður góðri samverustund í sláturgerðinni. Allir eru velkomnir að taka þátt í deginum. „Já allir velkomnir þannig að ég hvet fólk til að gera sér ferð hér í Húnabyggð um helgina,“ segir Kristín Ingibjörg, sem er allt í öllu varðandi sláturgerðadaginn á morgun og svo í næsta mánuði verður ekki síður spennandi viðburður í Húnabyggð, sem kallast „Hlátur í Húnabyggð“. Reiknað er með fjölmenni í félagsheimilið sunnudaginn 20. október.Aðsend
Húnabyggð Landbúnaður Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sjá meira