„Þetta er nákvæmlega það sem ég á að vera að gera“ Lovísa Arnardóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. október 2024 14:51 Snorri Másson stefnir á fyrsta sætið hjá Miðflokknum og á þing. Vísir/Vilhelm Snorri Másson fjölmiðlamaður tilkynnti fyrr í dag að hann stefni á forystusæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir Miðflokkinn. Hann segist ekki hafa fastmótaða skoðun á því hvort kjördæmanna það verður. „Ég einfaldlega býð mig fram til að leiða í Reykjavíkurkjördæmi fyrir Miðflokkinn og legg þetta þannig í dóm viðeigandi aðila innan flokksins.“ Snorri segir ekkert gefið í þessu. Þetta sé hans tillaga og hans ósk en svo sé það útfærsluatriði innan flokksins hvaða kjördæmi hann gæti endað í. „Þessar kosningar bera mjög brátt að og það myndaðist, eins og allir sáu, mikill skjálfti í stjórnmálum. Þvert á alla flokka. Allir flokkar eru í sinni áhugaverðu stöðu á sinn hátt,“ segir Snorri spurður hvort að fleiri flokkar hafi haft samband. Hann hafi rætt við allskonar fólk í mörgum flokkum. „Ég hef átt ýmis samtöl en það hefur ekkert annað komið til greina en Miðflokkurinn.“ Samkvæmt nýjustu könnunum mælist flokkurinn með 12 þingmenn inni á þingi og um 17,7 prósenta fylgi. Hans helstu áherslumál eru að standa vörð um ákveðin grundvallaratriði í íslensku samfélagi sem honum þykja, á þessu stigi, geta riðlast nokkur hratt. Sem dæmi sé það tungumálið og þróun þess. „Íslenskan er á mörgum stöðum þjóðlífsins að missa sína stöðu,“ segir Snorri sem er menntaður málfræðingur. Hann hafi kynnt sér það vel hvernig tungumál deyi út. Það gerist hægt og bítandi og svo það hratt að illa sé hægt að bregðast við. Hann segir marga möguleika til að bregðast við en að í brúnni þurfi að vera fólk sem taki verkefninu alvarlega. Hann segist vera með fleiri áherslumál sem hann muni kynna á næstu dögum. Hann hafi skýra sýn í stórum málum. Flokkur sem talar ekki undir rós Snorri segist telja sín sjónarmið falla vel að stefnu Miðflokksins. Það sem heilli hann mest við flokkinn er að hann hafi talað sem beinskeyttast um þau úrlausnarefni sem blasi við í stjórnmálum. „Hann er ekki að tala undir rós og ég er mjög ánægður með slíka nálgun,“ segir Snorri. Hann sé meðvitaður um að það hafi ekki alltaf farið vel ofan í fólk. „Það sem helst heillar mig er að í þessum flokki segir fólk hug sinn.“ Hvort Snorri sé búinn að segja skilið við fjölmiðlun segir hann það í raun standa öllum til boða að stunda fjölmiðlun. Það sé samt skýrt að frá og með þessari tilkynningu verði hann ekki hlutlaus blaðamaður eða fréttamaður í sama skilningi og áður. Hann muni, eins og áður, halda áfram að dæla út sínum skoðunum. Slæðingur af efasemdum stoppar ekki „Þetta er ákvörðun sem ég tek eftir mikla umhugsun og miklar áskoranir, að fara þessa leið. Ég var mjög hugsi yfir því hvort þetta væri rétta skrefið. En ég finn, eftir að ég tók þessa ákvörðun og eftir að ég tilkynnti þetta, séð viðbrögðin og fundið hvernig mér líður sjálfur, að þetta er nákvæmlega það sem ég á að vera að gera.“ Hann segir viðbrögðin að mestu leyti hafa verið góð. „Það er slæðingur af efasemdum.“ Miðflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Íslensk tunga Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Snorri vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík Snorri Másson fjölmiðlamaður sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík í komandi Alþingiskosningum. 19. október 2024 09:58 „Þannig að við erum ekki gift“ Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play og Snorri Másson fjölmiðlamaður eru ekki gift líkt og þau héldu. Ástæðan er sú að Þjóðskrá og Sýslumaður samþykkja ekki annað en að fá í hendurnar frumrit af fæðingarvottorði Nadine sem staðsett er í Katar. 8. ágúst 2024 11:02 Mundi ekki afmælisdag eiginkonunnar Snorri Másson fjölmiðlamaður lenti í því að gleyma afmælisdegi eiginkonu sinnar Nadine Guðrúnar Yaghi. Hann sagði fullum hálsi í hlaðvarpsþætti sínum þar sem stjörnumerki og -speki voru til umræðu að eiginkona hans ætti afmæli fjórtánda mars og væri því hrútur en hvorugar þessara staðhæfinga eru réttar. 12. júlí 2024 10:39 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Ég einfaldlega býð mig fram til að leiða í Reykjavíkurkjördæmi fyrir Miðflokkinn og legg þetta þannig í dóm viðeigandi aðila innan flokksins.“ Snorri segir ekkert gefið í þessu. Þetta sé hans tillaga og hans ósk en svo sé það útfærsluatriði innan flokksins hvaða kjördæmi hann gæti endað í. „Þessar kosningar bera mjög brátt að og það myndaðist, eins og allir sáu, mikill skjálfti í stjórnmálum. Þvert á alla flokka. Allir flokkar eru í sinni áhugaverðu stöðu á sinn hátt,“ segir Snorri spurður hvort að fleiri flokkar hafi haft samband. Hann hafi rætt við allskonar fólk í mörgum flokkum. „Ég hef átt ýmis samtöl en það hefur ekkert annað komið til greina en Miðflokkurinn.“ Samkvæmt nýjustu könnunum mælist flokkurinn með 12 þingmenn inni á þingi og um 17,7 prósenta fylgi. Hans helstu áherslumál eru að standa vörð um ákveðin grundvallaratriði í íslensku samfélagi sem honum þykja, á þessu stigi, geta riðlast nokkur hratt. Sem dæmi sé það tungumálið og þróun þess. „Íslenskan er á mörgum stöðum þjóðlífsins að missa sína stöðu,“ segir Snorri sem er menntaður málfræðingur. Hann hafi kynnt sér það vel hvernig tungumál deyi út. Það gerist hægt og bítandi og svo það hratt að illa sé hægt að bregðast við. Hann segir marga möguleika til að bregðast við en að í brúnni þurfi að vera fólk sem taki verkefninu alvarlega. Hann segist vera með fleiri áherslumál sem hann muni kynna á næstu dögum. Hann hafi skýra sýn í stórum málum. Flokkur sem talar ekki undir rós Snorri segist telja sín sjónarmið falla vel að stefnu Miðflokksins. Það sem heilli hann mest við flokkinn er að hann hafi talað sem beinskeyttast um þau úrlausnarefni sem blasi við í stjórnmálum. „Hann er ekki að tala undir rós og ég er mjög ánægður með slíka nálgun,“ segir Snorri. Hann sé meðvitaður um að það hafi ekki alltaf farið vel ofan í fólk. „Það sem helst heillar mig er að í þessum flokki segir fólk hug sinn.“ Hvort Snorri sé búinn að segja skilið við fjölmiðlun segir hann það í raun standa öllum til boða að stunda fjölmiðlun. Það sé samt skýrt að frá og með þessari tilkynningu verði hann ekki hlutlaus blaðamaður eða fréttamaður í sama skilningi og áður. Hann muni, eins og áður, halda áfram að dæla út sínum skoðunum. Slæðingur af efasemdum stoppar ekki „Þetta er ákvörðun sem ég tek eftir mikla umhugsun og miklar áskoranir, að fara þessa leið. Ég var mjög hugsi yfir því hvort þetta væri rétta skrefið. En ég finn, eftir að ég tók þessa ákvörðun og eftir að ég tilkynnti þetta, séð viðbrögðin og fundið hvernig mér líður sjálfur, að þetta er nákvæmlega það sem ég á að vera að gera.“ Hann segir viðbrögðin að mestu leyti hafa verið góð. „Það er slæðingur af efasemdum.“
Miðflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Íslensk tunga Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Snorri vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík Snorri Másson fjölmiðlamaður sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík í komandi Alþingiskosningum. 19. október 2024 09:58 „Þannig að við erum ekki gift“ Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play og Snorri Másson fjölmiðlamaður eru ekki gift líkt og þau héldu. Ástæðan er sú að Þjóðskrá og Sýslumaður samþykkja ekki annað en að fá í hendurnar frumrit af fæðingarvottorði Nadine sem staðsett er í Katar. 8. ágúst 2024 11:02 Mundi ekki afmælisdag eiginkonunnar Snorri Másson fjölmiðlamaður lenti í því að gleyma afmælisdegi eiginkonu sinnar Nadine Guðrúnar Yaghi. Hann sagði fullum hálsi í hlaðvarpsþætti sínum þar sem stjörnumerki og -speki voru til umræðu að eiginkona hans ætti afmæli fjórtánda mars og væri því hrútur en hvorugar þessara staðhæfinga eru réttar. 12. júlí 2024 10:39 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Snorri vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík Snorri Másson fjölmiðlamaður sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík í komandi Alþingiskosningum. 19. október 2024 09:58
„Þannig að við erum ekki gift“ Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play og Snorri Másson fjölmiðlamaður eru ekki gift líkt og þau héldu. Ástæðan er sú að Þjóðskrá og Sýslumaður samþykkja ekki annað en að fá í hendurnar frumrit af fæðingarvottorði Nadine sem staðsett er í Katar. 8. ágúst 2024 11:02
Mundi ekki afmælisdag eiginkonunnar Snorri Másson fjölmiðlamaður lenti í því að gleyma afmælisdegi eiginkonu sinnar Nadine Guðrúnar Yaghi. Hann sagði fullum hálsi í hlaðvarpsþætti sínum þar sem stjörnumerki og -speki voru til umræðu að eiginkona hans ætti afmæli fjórtánda mars og væri því hrútur en hvorugar þessara staðhæfinga eru réttar. 12. júlí 2024 10:39