„Gæti verið minn síðasti leikur á laugardaginn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 19. október 2024 16:41 Gylfi Þór Sigurðsson gæti spilað sinn síðasta leik á ferlinum næstu helgi. vísir / anton brink „Ég bara veit það ekki. Veit ekki hvað ég mun gera eftir tímabilið, þarf bara að setjast niður eftir næstu helgi og spá í því hvað mig langar að gera,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Vals og markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Lokaleikur tímabilsins gegn ÍA næstu helgi gæti orðið hans síðasti á ferlinum. Gylfi lék allan leikinn í 1-1 jafntefli Vals og FH. Hann fékk tækifæri til að skora sigurmarkið af vítapunktinum undir blálokin, en klikkaði. „Þetta var drullusvekkjandi, að fá á sig mark og klikka víti en kannski heilt yfir litið sanngjörn úrslit,“ sagði Gylfi eftir leik og viðurkenndi að hann vissi ekki hvenær hann klúðraði síðast víti, svo langt væri liðið. Íhugar starfslok Þá færðist talið að næsta leik gegn ÍA, sem gæti orðið síðasti leikur Gylfa. Er það eitthvað sem þú ert að íhuga, að leggja skóna á hilluna? „Já, það gæti alveg verið. Gæti verið minn síðasti leikur á laugardaginn.“ Er þetta eitthvað sem þú ert búinn að hugsa lengi? „Já alveg í smástund. Ég hef ekki pælt mikið í þessu, hvað ég mun gera eða langar að gera. Kannski breytist það yfir veturinn. En svona eins og er, þá er það alveg opið.“ Fjölskyldan skiptir mestu máli Gylfi eignaðist barn á dögunum og getur vel hugsað sér að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. „Auðvitað langar manni að eyða sem mestum tíma með krökkunum og fjölskyldunni, ég er í þannig stöðu að ég get eytt miklum tíma með þeim og það er það skemmtilegasta sem ég geri núna. Það breytist þegar maður eignast krakka, þá fellur fótboltinn niður töfluna. Þau skipta mig auðvitað mestu máli og ef ég skyldi hætta þá fæ ég meiri tíma með fjölskyldunni,“ sagði Gylfi þungt hugsi að lokum. Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira
Gylfi lék allan leikinn í 1-1 jafntefli Vals og FH. Hann fékk tækifæri til að skora sigurmarkið af vítapunktinum undir blálokin, en klikkaði. „Þetta var drullusvekkjandi, að fá á sig mark og klikka víti en kannski heilt yfir litið sanngjörn úrslit,“ sagði Gylfi eftir leik og viðurkenndi að hann vissi ekki hvenær hann klúðraði síðast víti, svo langt væri liðið. Íhugar starfslok Þá færðist talið að næsta leik gegn ÍA, sem gæti orðið síðasti leikur Gylfa. Er það eitthvað sem þú ert að íhuga, að leggja skóna á hilluna? „Já, það gæti alveg verið. Gæti verið minn síðasti leikur á laugardaginn.“ Er þetta eitthvað sem þú ert búinn að hugsa lengi? „Já alveg í smástund. Ég hef ekki pælt mikið í þessu, hvað ég mun gera eða langar að gera. Kannski breytist það yfir veturinn. En svona eins og er, þá er það alveg opið.“ Fjölskyldan skiptir mestu máli Gylfi eignaðist barn á dögunum og getur vel hugsað sér að eyða meiri tíma með fjölskyldunni. „Auðvitað langar manni að eyða sem mestum tíma með krökkunum og fjölskyldunni, ég er í þannig stöðu að ég get eytt miklum tíma með þeim og það er það skemmtilegasta sem ég geri núna. Það breytist þegar maður eignast krakka, þá fellur fótboltinn niður töfluna. Þau skipta mig auðvitað mestu máli og ef ég skyldi hætta þá fæ ég meiri tíma með fjölskyldunni,“ sagði Gylfi þungt hugsi að lokum.
Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss Sjá meira