Þetta kemur fram í viðtali við Þórólf á mbl.is.
Vísir greindi frá því í kvöld að Víðir yrði oddviti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og hafði Alma Möller fyrr í vikunni boðið fram krafta sína í Suðvesturkjördæmi.
Þórólfur sagði við mbl að hann ekki hafa áhuga að fara á þing en það væri styrkur fyrir Samfylkinguna að fá hina tvo meðlimi þríeykisins til liðs við flokkinn. Það er því ljóst að þríeykið úr Covid-faraldrinum býður sig ekki fram til Alþingis í heild sinni í næstu kosningum.
Þá sagðist Þórólfur enn eiga eftir að ákveða hvað hann muni kjósa en hann kýs í Suðvesturkjördæmi þar sem Alma fer fram.