Hættir að elska Jürgen Klopp: „Hefur þú gleymt öllu?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2024 11:02 Jürgen Klopp sést hér stýra Liverpool liðinu í síðasta sinn í leik á móti Wolverhampton Wanderers á Anfield í maí síðastliðnum. Getty/Nick Taylor Jürgen Klopp var elskaður og dáður hjá liðunum sínum í Þýskalandi eftir að hafa gert frábæra hluti með bæði Borussia Dortmund og Mainz á sínum tíma. Sú ást hefur dofnað mikið eftir að hann réði sig í starf hjá Red Bull. Klopp fór til Englands árið 2015 en hann var atvinnulaus eftir að hann hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í vor. Klopp réði sig sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu á dögunum en það á mörg fótboltafélög út um allan heim. Stuðningsmenn beggja félaga hafa látið óánægju sína í ljós og nú síðast sendi stuðningsfólk Mainz Klopp skilaboð á leik liðsins í gær. Hann hefur verið sakaður um hræsni enda hefur Klopp í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Fyrst heyrðist af gagnrýni frá stuðningsmönnum Dortmund en nú hefur stuðningsfólk Mainz einnig ákveðið að skjóta fast á eina stærstu hetju félagsins. Klopp spilaði yfir þrjú hundruð leiki og í ellefu ár hjá Mainz og gerði síðan frábæra hluti með liðið sem þjálfari þess frá 2001 til 2008. Það gerast varla stærri goðsagnir hjá félagi og þess vegna hefur þessi gagnrýni Mainz fólks auðvitað vakið athygli. Meðal liðanna sem Klopp á nú að aðstoða er Red Bull Leipzig sem var mótherji Mainz um helgina. „Hefur þú gleymt öllu sem við gáfum þér?“ stóð á einum borðanum á bak við annað markið. Þar var vísað í tilfinningaræðu Klopp þegar hann kvaddi Mainz eftir átján ár sem leikmaður og þjálfari. „Ertu alveg klikkaður?“ stóð á öðrum þar sem notað var þýska orðið „bekloppt“ fyrir að vera klikkaður með vísun í nafn Klopp. Á öðrum stóð síðan: „Ég kann að meta fólk þar til að það veldur mér vonbrigðum.“ View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Þýski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira
Klopp fór til Englands árið 2015 en hann var atvinnulaus eftir að hann hætti sem knattspyrnustjóri Liverpool í vor. Klopp réði sig sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu á dögunum en það á mörg fótboltafélög út um allan heim. Stuðningsmenn beggja félaga hafa látið óánægju sína í ljós og nú síðast sendi stuðningsfólk Mainz Klopp skilaboð á leik liðsins í gær. Hann hefur verið sakaður um hræsni enda hefur Klopp í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Fyrst heyrðist af gagnrýni frá stuðningsmönnum Dortmund en nú hefur stuðningsfólk Mainz einnig ákveðið að skjóta fast á eina stærstu hetju félagsins. Klopp spilaði yfir þrjú hundruð leiki og í ellefu ár hjá Mainz og gerði síðan frábæra hluti með liðið sem þjálfari þess frá 2001 til 2008. Það gerast varla stærri goðsagnir hjá félagi og þess vegna hefur þessi gagnrýni Mainz fólks auðvitað vakið athygli. Meðal liðanna sem Klopp á nú að aðstoða er Red Bull Leipzig sem var mótherji Mainz um helgina. „Hefur þú gleymt öllu sem við gáfum þér?“ stóð á einum borðanum á bak við annað markið. Þar var vísað í tilfinningaræðu Klopp þegar hann kvaddi Mainz eftir átján ár sem leikmaður og þjálfari. „Ertu alveg klikkaður?“ stóð á öðrum þar sem notað var þýska orðið „bekloppt“ fyrir að vera klikkaður með vísun í nafn Klopp. Á öðrum stóð síðan: „Ég kann að meta fólk þar til að það veldur mér vonbrigðum.“ View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport)
Þýski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira