Gerðu allt klárt fyrir Stuðlahópinn á örfáum klukkustundum Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. október 2024 13:34 Frá Vogi. Vísir/vilhelm Enginn hefur verið handtekinn í tengslum við bruna á meðferðarheimilinu Stuðlum, þar sem sautján ára piltur lést. Senda þurfti börn frá Stuðlum á Vog vegna brunans, þar sem starfsfólk undirbjó móttöku þeirra á aðeins fáeinum klukkustundum. Tilkynnt var um eldsvoða á Stuðlum klukkan tuttugu mínútur í sjö í gærmorgun. Klukkan sex í gær barst svo yfirlýsing, þar sem greint var frá því að barn hefði látist í eldsvoðanum. Funi Sigurðsson framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu baðst undan viðtali þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. Í dag verði reynt að taka utan um starfshópinn og fundið út úr því hvar eigi að hýsa börn. Gert hefur verið samkomulag við SÁÁ um tímabundin afnot af húsnæði á Vogi til að bregðast við stöðunni. Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir er forstjóri SÁÁ. „Okkar aðkoma er sú að við veitum húsaskjól, þannig að nú eru starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu með álmu á Vogi sem hægt er að aðskilja frá annarri starfsemi, þannig að þau flytja inn með sína starfsemi tímabundið,“ segir Ragnheiður. Ekki þurfti að senda neinn heim af Vogi til að taka á móti Stuðlahópnum; hann fékk ungmennagang Vogs og ungmennin voru færð annað. Báðir hópar eru aðskildir öðrum á Vogi. Stuðlahópurinn gisti á Vogi í nótt. „Um leið og við fengum fregnir af þessu, þá fórum við strax í það og vorum með aðstöðu klára innan nokkurra klukkutíma,“ segir Ragnheiður. Og það var væntanlega aldrei spurning um að rétta þarna fram hjálparhönd? „Nei, þegar um er að ræða börn í svona stöðu þá bregst maður við um leið og maður getur.“ Meðferðarheimili Lögreglumál Málefni Stuðla SÁÁ Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Tilkynnt var um eldsvoða á Stuðlum klukkan tuttugu mínútur í sjö í gærmorgun. Klukkan sex í gær barst svo yfirlýsing, þar sem greint var frá því að barn hefði látist í eldsvoðanum. Funi Sigurðsson framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu baðst undan viðtali þegar fréttastofa náði tali af honum í morgun. Í dag verði reynt að taka utan um starfshópinn og fundið út úr því hvar eigi að hýsa börn. Gert hefur verið samkomulag við SÁÁ um tímabundin afnot af húsnæði á Vogi til að bregðast við stöðunni. Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir er forstjóri SÁÁ. „Okkar aðkoma er sú að við veitum húsaskjól, þannig að nú eru starfsmenn Barna- og fjölskyldustofu með álmu á Vogi sem hægt er að aðskilja frá annarri starfsemi, þannig að þau flytja inn með sína starfsemi tímabundið,“ segir Ragnheiður. Ekki þurfti að senda neinn heim af Vogi til að taka á móti Stuðlahópnum; hann fékk ungmennagang Vogs og ungmennin voru færð annað. Báðir hópar eru aðskildir öðrum á Vogi. Stuðlahópurinn gisti á Vogi í nótt. „Um leið og við fengum fregnir af þessu, þá fórum við strax í það og vorum með aðstöðu klára innan nokkurra klukkutíma,“ segir Ragnheiður. Og það var væntanlega aldrei spurning um að rétta þarna fram hjálparhönd? „Nei, þegar um er að ræða börn í svona stöðu þá bregst maður við um leið og maður getur.“
Meðferðarheimili Lögreglumál Málefni Stuðla SÁÁ Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira