Er öldrunarhjúkrun gefandi? Ólína Kristín Jónsdóttir skrifar 20. október 2024 22:01 Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga hélt vinnudag í september síðastliðnum þar sem þverfaglegur hópur kom saman og ræddi um tækifærin í öldrunarþjónustu. Eitt af því sem við gerðum var að upphugsa slagorð fyrir öldrun. Svona fyrir utan: „Er ekki bara best að vinna í öldrun“ komu upp hugtök eins og: „krefjandi,“ „skemmtileg“ og „fjölbreytt,“ sem öldrunarhjúkrun vissulega er og ég spurði hvort að við ættum ekki að segja “gefandi” líka. Einn sessunautur minn andmælti því kröftuglega, ef starfið væri gefandi værum við að segja að við þyrftum ekki að fá borgað almennilega fyrir það. Þetta hefur ekki liðið mér úr minni síðan, því mér finnst svo sannarlega gefandi að sinna starfi mínu. Það þýðir ekki að ég vilji ekki fá borgað fyrir menntun, ábyrgð og reynslu. En ég held að það geri mig að betri fagmanneskju og það er eitthvað sem ég vil að fólk viti af. Að vera í gefandi starfi hvetur mann áfram og maður vill gera enn betur. Það eru margar hliðar á starfinu fyrir utan að uppfylla grunnþarfir. Sem dæmi má nefna að hjálpa fólki að komast yfir erfið einkenni heilabilunar, að styðja við fólk sem er að takast á við nýtt umhverfi og aðstæður og hjálpa því að blómstra. Að veita fjölskyldum ráðgjöf og stuðning við hvernig best er að takast á við veikindi og breyttan veruleika. Að fylgja skjólstæðingum okkar síðustu metrana í lífinu og gera þá fallega í stað kvíðvænlega. En svo er það umræðan á samfélagsmiðlum og jafnvel fjölmiðlum. Það skrifar enginn smá pistil á Facebook um að mamma sé nýflutt á hjúkrunarheimili, það hafi verið tekið vel á móti henni og hún sé ótrúlega sátt þó að auðvitað hefði hún viljað vera lengur heima. Hún sitji við borð með fólki sem hún kannast við úr Breiðholtinu og sé allt í einu farin að syngja og spila bingó, sem hún var löngu hætt að gera eða gerði jafnvel aldrei áður. Að hún sé ekki lengur kvíðin yfir því að vera ein heima heldur sé umkringd fólki í sömu stöðu og góðhjörtuðu starfsfólki. Sem er líklega algengasti raunveruleikinn. Það er engin skömm falin í því að þurfa að flytjast á hjúkrunarheimili eða vera aðstandandi einhverns sem þarf að flytja á hjúkrunarheimili. Að flytjast á hjúkrunarheimili eru réttindi fólks sem ekki getur lengur búið heima vegna ýmissa ástæðna. Raunveruleikinn er sá að það er yfirleitt það neikvæða sem að ratar í umræðuna, hratt og örugglega. Nú er ég ekki að segja að umönnun á hjúkrunarheimilum sé fullkomin. Starfsfólk og stjórnendur eru mannlegir og geta gert mistök eða yfirsést hlutir og mögulega er pottur brotinn einhversstaðar. En þá er mikilvægt að hlutirnir fari í réttan farveg, að ræða við deildarstjóra, framkvæmdastjóra og ef það dugar ekki, þá Landlæknisembættið. Það vinnast engar baráttur á samfélagsmiðlum og umræðan dregur kjarkinn úr almennu starfsfólki sem ekki má segja sína hlið. Í grunninn hef ég þá trú að allir séu að gera sitt besta, og oftast er það nógu gott. Það mætti svo gjarnan heyrast líka. Og vissulega heyrist það, þó að það sé ekki á opinberum vettvangi. Eftir spjall um daginn sagði skjólstæðingur: ”Það er svo gott að tala við þig, það er eins og að fá volgt sjal yfir axlirnar”. Á alþjóða Alzheimerdeginum gekk til mín kona og faðmaði mig, sagði að pabbi hennar hefði verið hjá mér fyrir mörgum árum og vildi þakka fyrir allt. Aðstandendur á deildinni minni vildu gleðja starfsfólkið og keyptu pizzu og ís og mættu með gítar og skemmtilegheit seinni part dags. Svona hlutir eru valdeflandi í krefjandi starfi. Kannski er ég mjúka týpan en ég bara verð að segja að öldrunarhjúkrun er jafn gefandi og hún er fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg. Ég vil samt fá sanngjörn laun. Höfundur er öldrunarhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á hjúkrunarheimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga hélt vinnudag í september síðastliðnum þar sem þverfaglegur hópur kom saman og ræddi um tækifærin í öldrunarþjónustu. Eitt af því sem við gerðum var að upphugsa slagorð fyrir öldrun. Svona fyrir utan: „Er ekki bara best að vinna í öldrun“ komu upp hugtök eins og: „krefjandi,“ „skemmtileg“ og „fjölbreytt,“ sem öldrunarhjúkrun vissulega er og ég spurði hvort að við ættum ekki að segja “gefandi” líka. Einn sessunautur minn andmælti því kröftuglega, ef starfið væri gefandi værum við að segja að við þyrftum ekki að fá borgað almennilega fyrir það. Þetta hefur ekki liðið mér úr minni síðan, því mér finnst svo sannarlega gefandi að sinna starfi mínu. Það þýðir ekki að ég vilji ekki fá borgað fyrir menntun, ábyrgð og reynslu. En ég held að það geri mig að betri fagmanneskju og það er eitthvað sem ég vil að fólk viti af. Að vera í gefandi starfi hvetur mann áfram og maður vill gera enn betur. Það eru margar hliðar á starfinu fyrir utan að uppfylla grunnþarfir. Sem dæmi má nefna að hjálpa fólki að komast yfir erfið einkenni heilabilunar, að styðja við fólk sem er að takast á við nýtt umhverfi og aðstæður og hjálpa því að blómstra. Að veita fjölskyldum ráðgjöf og stuðning við hvernig best er að takast á við veikindi og breyttan veruleika. Að fylgja skjólstæðingum okkar síðustu metrana í lífinu og gera þá fallega í stað kvíðvænlega. En svo er það umræðan á samfélagsmiðlum og jafnvel fjölmiðlum. Það skrifar enginn smá pistil á Facebook um að mamma sé nýflutt á hjúkrunarheimili, það hafi verið tekið vel á móti henni og hún sé ótrúlega sátt þó að auðvitað hefði hún viljað vera lengur heima. Hún sitji við borð með fólki sem hún kannast við úr Breiðholtinu og sé allt í einu farin að syngja og spila bingó, sem hún var löngu hætt að gera eða gerði jafnvel aldrei áður. Að hún sé ekki lengur kvíðin yfir því að vera ein heima heldur sé umkringd fólki í sömu stöðu og góðhjörtuðu starfsfólki. Sem er líklega algengasti raunveruleikinn. Það er engin skömm falin í því að þurfa að flytjast á hjúkrunarheimili eða vera aðstandandi einhverns sem þarf að flytja á hjúkrunarheimili. Að flytjast á hjúkrunarheimili eru réttindi fólks sem ekki getur lengur búið heima vegna ýmissa ástæðna. Raunveruleikinn er sá að það er yfirleitt það neikvæða sem að ratar í umræðuna, hratt og örugglega. Nú er ég ekki að segja að umönnun á hjúkrunarheimilum sé fullkomin. Starfsfólk og stjórnendur eru mannlegir og geta gert mistök eða yfirsést hlutir og mögulega er pottur brotinn einhversstaðar. En þá er mikilvægt að hlutirnir fari í réttan farveg, að ræða við deildarstjóra, framkvæmdastjóra og ef það dugar ekki, þá Landlæknisembættið. Það vinnast engar baráttur á samfélagsmiðlum og umræðan dregur kjarkinn úr almennu starfsfólki sem ekki má segja sína hlið. Í grunninn hef ég þá trú að allir séu að gera sitt besta, og oftast er það nógu gott. Það mætti svo gjarnan heyrast líka. Og vissulega heyrist það, þó að það sé ekki á opinberum vettvangi. Eftir spjall um daginn sagði skjólstæðingur: ”Það er svo gott að tala við þig, það er eins og að fá volgt sjal yfir axlirnar”. Á alþjóða Alzheimerdeginum gekk til mín kona og faðmaði mig, sagði að pabbi hennar hefði verið hjá mér fyrir mörgum árum og vildi þakka fyrir allt. Aðstandendur á deildinni minni vildu gleðja starfsfólkið og keyptu pizzu og ís og mættu með gítar og skemmtilegheit seinni part dags. Svona hlutir eru valdeflandi í krefjandi starfi. Kannski er ég mjúka týpan en ég bara verð að segja að öldrunarhjúkrun er jafn gefandi og hún er fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg. Ég vil samt fá sanngjörn laun. Höfundur er öldrunarhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri á hjúkrunarheimili.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun