Óvíst um endanleg úrslit varðandi Evrópustefnu Moldóvu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. október 2024 07:48 Sandu þegar hún greiddi atkvæði í gær. AP/Vadim Ghirda Um helmingur kjósenda í Moldóvu vill ganga í Evrópusambandið, ef marka má niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengið var til í gær, þegar 97,66 prósent atkvæða hafa verið talin. Enn er óvíst um endanleg úrslit þar sem enn á eftir að telja utankjörfundaratkvæði. Gengið var til atkvæðagreiðslunnar samhliða fyrri umferð forsetakosninga, þar sem Maia Sandu, sitjandi forseti, hlaut um 38 prósent atkvæða. Úrslit bæði atkvæðagreiðslunnar og forsetakosninganna eru nokkur vonbrigði fyrir Sandu, sem er Evrópusinni og hefur barist fyrir aðild að ESB. Skoðanakannanir höfðu gefið til kynna að um það bil 60 prósent þjóðarinnar væri fylgjandi aðild og vildi gera nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar. Þá bentu þær til þess að Sandu hefði öruggt forskot á helsta keppninaut sinn, Alexandr Stoianoglo, sem er hliðhollur Rússum. Úrslitin þýða hins vegar að Sandu þarf að mæta Stoianoglu í annarri umferð. Stjórnvöld í Moldóvu hafa sveiflast á milli nánara samstarfs við Evrópu annars vegar og hollustu við Rússland hins vegar frá því að Sovétríkin liðu undir lok. Sandu, sem var kjörinn forseti 2020, hefur talað fyrir Evrópusambandsaðild, ekki síst eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Sandu, og aðrir ráðamenn í Moldóvu, hafa fordæmt meint inngrip Rússa í kosningarnar í landinu og sakað glæpahópa um að reyna að grafa undan hinu lýðæðislega ferli. Stjórnvöld í Moskvu eru sögð hafa fjármagnað stjórnarandstöðuhópa og „keypt“ atkvæði, svo eitthvað sé nefnt. Moldóva hóf aðildarviðræður í júní síðastliðnum en miklar efasemdir eru um getu landsins til að uppfylla aðildarskilyrðin. Moldóva Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Enn er óvíst um endanleg úrslit þar sem enn á eftir að telja utankjörfundaratkvæði. Gengið var til atkvæðagreiðslunnar samhliða fyrri umferð forsetakosninga, þar sem Maia Sandu, sitjandi forseti, hlaut um 38 prósent atkvæða. Úrslit bæði atkvæðagreiðslunnar og forsetakosninganna eru nokkur vonbrigði fyrir Sandu, sem er Evrópusinni og hefur barist fyrir aðild að ESB. Skoðanakannanir höfðu gefið til kynna að um það bil 60 prósent þjóðarinnar væri fylgjandi aðild og vildi gera nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar. Þá bentu þær til þess að Sandu hefði öruggt forskot á helsta keppninaut sinn, Alexandr Stoianoglo, sem er hliðhollur Rússum. Úrslitin þýða hins vegar að Sandu þarf að mæta Stoianoglu í annarri umferð. Stjórnvöld í Moldóvu hafa sveiflast á milli nánara samstarfs við Evrópu annars vegar og hollustu við Rússland hins vegar frá því að Sovétríkin liðu undir lok. Sandu, sem var kjörinn forseti 2020, hefur talað fyrir Evrópusambandsaðild, ekki síst eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Sandu, og aðrir ráðamenn í Moldóvu, hafa fordæmt meint inngrip Rússa í kosningarnar í landinu og sakað glæpahópa um að reyna að grafa undan hinu lýðæðislega ferli. Stjórnvöld í Moskvu eru sögð hafa fjármagnað stjórnarandstöðuhópa og „keypt“ atkvæði, svo eitthvað sé nefnt. Moldóva hóf aðildarviðræður í júní síðastliðnum en miklar efasemdir eru um getu landsins til að uppfylla aðildarskilyrðin.
Moldóva Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira