Á þinginu verður sjónum beint að sölu- og markaðsmálum íslenskrar nýsköpunar á erlendum mörkuðum.
Hvað þarf til, til að ná árangri á alþjóðlegum mörkuðum? Er rétt fyrir íslensk fyrirtæki að flagga íslenskum uppruna? Leggja íslensk fyrirtæki næga áherslu á sölu- og markaðsmál og uppbyggingu vörumerkja? Til að svara þessum spurningum og fleirum munu aðilar úr íslensku og alþjóðlegu markaðs- og nýsköpunarumhverfi deila reynslu af sölu- og markaðsstarfi á erlendum mörkuðum.
Dagskrá:
14:00 Setning
Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, forstöðumaður útflutnings og fjárfestinga hjá Íslandsstofu.
14:10 Erindi
Fura Ösp Jóhannesdóttir, sjálfstæður ráðgjafi og stjórnarformaður Brandenburg
Bolli Thoroddsen, meðstofnandi Trip To Japan
Karl Birgir Björnsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Hefring Marine
María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Tónlistarmiðstöðvar
15:00 Pallborð með þátttöku fyrirlesara
15:15 Afhending Nýsköpunarverðlauna Íslands 2024
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
15:30 Léttar veitingar og spjall í miðrými Grósku