Oddný gleymir aldrei símtali Bjarna Ben Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2024 16:11 Oddný hefur marga fjöruna sopið í pólitíkinni en nú er komið að leiðarlokum. Vísir/vilhelm Oddný Harðardóttir minnist símtals frá Bjarna Benediktssyni eftir að Samfylkingin beið afhroð í þingkosningunum árið 2016. Brynjar Níelsson segist alls ekki hafa gefist upp á Jóni Gunnarssyni. Þetta var meðal þess sem fram kom í Kosningapallborði á Vísi þar sem gestir fóru um víðan völl. Kosningapallborðið var í beinni útsendingu á Vísi og þar töluðu þátttakendur frjálslega, enda kanónur að kveðja Alþingi. Nema einn, Brynjar Níelsson, ekki er vitað hvað verður um hann. Brynjar lét það þó ekki trufla sig heldur segir hann að ef svo fari þá verði hann kjörinn stjórnarandstöðuþingmaður ársins. Brynjar sagðist meðal annars nú vera að vinna að því að koma Jóni Gunnarssyni í fimmta sætið í kraganum, baráttusætið að sögn Brynjars.vísir/vilhelm Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður stýrði umræðum sem voru léttar, skemmtilegar og upplýsandi: Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmann Vinstri grænna, Oddný Harðardóttir, þingmann Samfylkingarinnar og Arndís Anna Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmann Pírata voru mættar til leiks ásamt Brynjari. Miðflokksmenn með grasið í skónum á eftir Brynjari Margrét Helga beindi fyrst orðum sínum að Brynjari og spurði út í sviptingarnar sem nú væru í pólitíkinni, mikil endurnýjun væri að eiga sér stað. Og óvissa um hann sjálfan; sem sagði af sér varaþingmennsku í síðasta mánuði? „Það hefur alltaf verið mikil óvissa í kringum mig, alla mína ævi. Ég hef sagt nokkuð skýrt að mínu mati að ég væri tilbúinn að íhuga alvarlega, ef það væri sæmileg sátt við að hafa mig á lista, en ég er ekki kominn á lista ennþá,“ sagði Brynjar. Hann upplýsti að það væru aðallega aðrir flokkar sem hefðu mestan áhuga á sér og var þar að vísa til Miðflokksins. Margrét Helga stýrði umræðum og þar var í mörg horn að líta.vísir/vilhelm „Þetta eru miklar breytingar og ég óttast að það þrengi flokkinn að þetta fólk sé horfið á braut,“ sagði Brynjar og var þar meðal annars að vísa til fréttar um Sigríði Á. Andersen sem gengið hefur til liðs við Miðflokkinn. Það kitli sig hins vegar ekki, en ánægjulegt sé að fleiri flokkar tali fyrir Sjálfstæðisstefnunni, bara að allir gerðu það, en hann sé enn í móðurskipinu. Ekki skyndiákvörðun að hætta núna Steinunn Þóra upplýsti að hún hafi verið búin að taka ákvörðun um að fara ekki fram fyrir margt löngu, áður en stjórnarslit urðu. „Áður en Bjarni [Benediktsson] sleit ríkisstjórninni, þá var ég búin að taka ákvörðun um að fara ekki fram. Ég lét minn formann vita áður en ég sagði frá því í fjölmiðlum.“ Steinunn Þóra sagðist meðal annars hafa verið búin að taka þá ákvörðun fyrir alllöngu að segja gott komið með þingstörfin.vísir/vilhelm Steinunn Þóra vildi meina að fjölmargir öflugir einstaklingar væru að koma upp í gegnum grasrótina og þetta væri blanda sem hlyti að höfða til fólks: Gamlir jaxlar í bland við nýtt blóð. „Við vitum að það er á brattann að sækja og við þurfum að sanna okkur. Það er enn mikið af öflugu fólki sem gefur kost á sér í forystusveitina,“ sagði Steinunn Þóra. Hún rifjaði upp að hafa komið fyrst á þing 2008, sem varaþingmaður. „Þetta er langur tími og mér fannst kominn tími á að segja þetta gott. Þetta var ekki skyndiákvörðun og ég var komin á þá ákvörðun þegar þessu starfi myndi ljúka sem ég gerði frekar ráð fyrir að yrði í vor, síðasta lagi í haust.“ Innanhússátök Pírata óheppileg Arndís Anna sagðist taka undir að það væri skrítið að fylgi Pírata væri eins lágt og raun ber vitni í skoðanakönnunum að teknu tilliti til þess að þeir eru í stjórnarandstöðu og við stjórn hafi verið óvinsælasta ríkisstjórn síðan mælingar hófust. „Ég hefði búist við því að við fengjum meira fylgi. En við erum að fá nýtt fólk inn í starfið. Fylgið, maður getur bara reynt að fabúlera um það, en þetta snýst um ákveðna ímynd, fólk sækir í stöðugleika þegar óstöðugleiki hefur ríkt. Píratar eru róttækur flokkur,“ sagði Arndís Anna og taldi Pírata eiga talsvert inni. Arndís Anna ætlar að snúa sér að lögmennsku og segir þingið hafa samþykkt ýmis lög sem þyrfti að taka til höndunum í sem varða mannréttindi. En hún bjóst ekki við því að það yrði til að gera sig ríka.vísir/vilhelm Prófkjörum sé ekki lokið, benti hún á þegar hún var spurð hvort þetta gæti tengst því að nú væru þingmenn og borgarfulltrúar sem voru áður en hún kom til skjalanna í framboði. Þá sagði Arndís Anna það tvímælalaust svo að innanhúsátök sem fréttir hafa verið fluttar um ekki til að hjálpa upp á sakirnar. Ber þar hæst brottvísun Atla Þórs Fanndal sem samskiptastjóra en samskipti hans við flokkinn mætti líkja við jójó enda áður yfirgefið flokkinn í ósátt. „Það vekur ákveðna tilfinningu hjá fólki en ég held að það vari ekki lengi. Þetta er komið í ágætis farveg og við erum ein eining sem sækir fram. En það er hluti af því að vera í pólitík, við erum sammála um markmið en kannski ekki hver er leiðin að markinu.“ Arndís Anna sagðist ekki hafa þungar áhyggjur af fylgi Pírata í skoðankönnunum en mikilvægt væri að þeir dyttu ekki út af þinginu. Oddný skoraði á Víði að taka oddvitasætið Oddný er reynslumikill þingmaður sem nú kveður sviðið. Oddný segir langt síðan hún tók þá ákvörðun. „Ég íhugaði þetta fyrir síðustu kosningar en þá var covid og ég í efnahags og viðskiptanefnd. Ég fann hvað reynslan skipti miklu máli. Ég held að þjóðin þurfi á mér að halda.“ Oddný kom inn í landsmálapólitíkina 2009. Og hún rak upp stór augu þegar hún sá reikningana sem útistandandi voru. Hún sagðist stolt af því að vera fyrsta konan sem gengdi stöðu formanns fjárlaganefndar, fyrsta konan sem var fjármálaráðherra og þegar Jóhanna Sigurðardóttir tilkynnti það á fundi sem hún stýrði varð hún dofin.vísir/vilhelm Og Oddný upplýsti að hún hafi sjálf sett sig í samband við Víði Reynisson, fyrir síðustu kosningar, og sagst myndi styðja hann ef hann vildi oddvitasætið. „Hann var ekki til þá en ég var mjög glöð að sjá að hann væri til í að taka oddvitaembættið,“ sagði Oddný. En hún væri nú orðin 67 ára, verið 16 ár á þingi og þetta sé komið gott. „Ég var búin að lofa fólkinu mínu því.“ Miðflokkurinn skrítinn skrúfa að mati Brynjars Oddný sagðist þekkja flokksmenn vel og grasrótina og það hvernig flokkurinn virki. Hún sé ánægð með margt í því sem kynnt hefur verið sem áherslubreytingar. Og hún sagðist skilja vel sjónarmið nýs formanns, flokkurinn væri enn Evrópusinnaður þó það mál hafi verið sett inn í skáp að sinni. Ég þekki flokksmenn og grasrótina og hvernig flokkurinn virkar .það eru ákveðnar áherslubreytingar með nýrri forystu, ég er ánægður með margt í því. Augljóslega Evrópumálin, flokkurinn er ekki búinn að segja að hann sé ekki lengur Evrópusinnaður. Eftir nokkurt þras um Evrópumálin upplýsti Brynjar að hann væri í enn í sorgarferli eftir að Sigríður Á. Andersen hefði skilið við flokkinn. „Það verður til Miðflokkur sem var angi gamla Framsóknarflokknum. Sem hafa tekið upp einhverja anga Sjálfstæðisflokksins, sem hefur verið að reyna að halda saman ríkisstjórn. Og þeir tala frjálslega.“ Vinnur að því að fá Jón í baráttusætið Brynjar sagði hinum megin svokallaður frjálslyndur armur hægrimanna sem er Viðreisn og flokkurinn leiki því fylgi. „Það sem þýðir að menn þurfa að bretta upp ermar. Ég segi við Sjálfstæðismenn, þetta er flokkurinn okkar. Okkur hafa verið mislagðar hendur, miðla málum og allt þetta en samt er árangurinn þetta góður, en svona eru hlutirnir. Ég kann engin betri svör.“ Brynjar telur að það myndi fara sér vel að vera stjórnarandstöðuþingmaður. Hann þekkir ekkert annað en að sitja í þingi og Sjálfstæðisflokkurinn við völd. Hann gerir fastlega ráð fyrir því, komi til þess, að hann verði stjórnarandstöðuþingmaður ársins.vísir/vilhelm Brynjar var þá spurður út í fóstbróður sinn í pólitíkinni, sem yfirgaf Valhöll í skyndi þegar ljóst var að Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð hafði haft betur gegn honum. „Jón Gunnarsson? Já, ég heyrði í honum í hádeginu. Ég held að vont sé fyrir flokkinn að hann sé ekki í flokknum. Ég er að vinna í því að hann taki fimmta sætið, baráttusætið.“ Pallborðið var skemmtilegt og upplýsandi. Til að mynda segir Oddný dramatíska sögu af því þegar hún kom fyrst í landsmálin 2009 en hún hafði þá verið bæjarstjóri í Garðinum. Það var handleggur að taka við því búi. Oddný hefur marga fjöruna sopið í pólitíkinni en nú er komið að leiðarlokum.Vísir/vilhelm Þá sagði hún frá því að hún hafi í fyrstu verið viðkvæm fyrir gagnrýni, en eftir eina slíka rimmu hafi Bjarni Benediktsson hringt í sig, talað fallega við sig og hughreyst. Að lonum kosningunum 2016 þegar flokkurinn undir leiðsögn Oddnýjar var nálægt því að þurrkast út. „Hann talaði svo fallega við mig og ég hef alltaf kunnað að meta það við hann. Hann talaði við mig sem formaður sem hafði reynt ýmislegt í sínum flokki. Það var fallegt. Svo héldum við áfram að rífast daginn eftir.“ Pallborðið í heild sinni má sjá að neðan. Pallborðið Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Píratar Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Kosningapallborðið var í beinni útsendingu á Vísi og þar töluðu þátttakendur frjálslega, enda kanónur að kveðja Alþingi. Nema einn, Brynjar Níelsson, ekki er vitað hvað verður um hann. Brynjar lét það þó ekki trufla sig heldur segir hann að ef svo fari þá verði hann kjörinn stjórnarandstöðuþingmaður ársins. Brynjar sagðist meðal annars nú vera að vinna að því að koma Jóni Gunnarssyni í fimmta sætið í kraganum, baráttusætið að sögn Brynjars.vísir/vilhelm Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður stýrði umræðum sem voru léttar, skemmtilegar og upplýsandi: Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmann Vinstri grænna, Oddný Harðardóttir, þingmann Samfylkingarinnar og Arndís Anna Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmann Pírata voru mættar til leiks ásamt Brynjari. Miðflokksmenn með grasið í skónum á eftir Brynjari Margrét Helga beindi fyrst orðum sínum að Brynjari og spurði út í sviptingarnar sem nú væru í pólitíkinni, mikil endurnýjun væri að eiga sér stað. Og óvissa um hann sjálfan; sem sagði af sér varaþingmennsku í síðasta mánuði? „Það hefur alltaf verið mikil óvissa í kringum mig, alla mína ævi. Ég hef sagt nokkuð skýrt að mínu mati að ég væri tilbúinn að íhuga alvarlega, ef það væri sæmileg sátt við að hafa mig á lista, en ég er ekki kominn á lista ennþá,“ sagði Brynjar. Hann upplýsti að það væru aðallega aðrir flokkar sem hefðu mestan áhuga á sér og var þar að vísa til Miðflokksins. Margrét Helga stýrði umræðum og þar var í mörg horn að líta.vísir/vilhelm „Þetta eru miklar breytingar og ég óttast að það þrengi flokkinn að þetta fólk sé horfið á braut,“ sagði Brynjar og var þar meðal annars að vísa til fréttar um Sigríði Á. Andersen sem gengið hefur til liðs við Miðflokkinn. Það kitli sig hins vegar ekki, en ánægjulegt sé að fleiri flokkar tali fyrir Sjálfstæðisstefnunni, bara að allir gerðu það, en hann sé enn í móðurskipinu. Ekki skyndiákvörðun að hætta núna Steinunn Þóra upplýsti að hún hafi verið búin að taka ákvörðun um að fara ekki fram fyrir margt löngu, áður en stjórnarslit urðu. „Áður en Bjarni [Benediktsson] sleit ríkisstjórninni, þá var ég búin að taka ákvörðun um að fara ekki fram. Ég lét minn formann vita áður en ég sagði frá því í fjölmiðlum.“ Steinunn Þóra sagðist meðal annars hafa verið búin að taka þá ákvörðun fyrir alllöngu að segja gott komið með þingstörfin.vísir/vilhelm Steinunn Þóra vildi meina að fjölmargir öflugir einstaklingar væru að koma upp í gegnum grasrótina og þetta væri blanda sem hlyti að höfða til fólks: Gamlir jaxlar í bland við nýtt blóð. „Við vitum að það er á brattann að sækja og við þurfum að sanna okkur. Það er enn mikið af öflugu fólki sem gefur kost á sér í forystusveitina,“ sagði Steinunn Þóra. Hún rifjaði upp að hafa komið fyrst á þing 2008, sem varaþingmaður. „Þetta er langur tími og mér fannst kominn tími á að segja þetta gott. Þetta var ekki skyndiákvörðun og ég var komin á þá ákvörðun þegar þessu starfi myndi ljúka sem ég gerði frekar ráð fyrir að yrði í vor, síðasta lagi í haust.“ Innanhússátök Pírata óheppileg Arndís Anna sagðist taka undir að það væri skrítið að fylgi Pírata væri eins lágt og raun ber vitni í skoðanakönnunum að teknu tilliti til þess að þeir eru í stjórnarandstöðu og við stjórn hafi verið óvinsælasta ríkisstjórn síðan mælingar hófust. „Ég hefði búist við því að við fengjum meira fylgi. En við erum að fá nýtt fólk inn í starfið. Fylgið, maður getur bara reynt að fabúlera um það, en þetta snýst um ákveðna ímynd, fólk sækir í stöðugleika þegar óstöðugleiki hefur ríkt. Píratar eru róttækur flokkur,“ sagði Arndís Anna og taldi Pírata eiga talsvert inni. Arndís Anna ætlar að snúa sér að lögmennsku og segir þingið hafa samþykkt ýmis lög sem þyrfti að taka til höndunum í sem varða mannréttindi. En hún bjóst ekki við því að það yrði til að gera sig ríka.vísir/vilhelm Prófkjörum sé ekki lokið, benti hún á þegar hún var spurð hvort þetta gæti tengst því að nú væru þingmenn og borgarfulltrúar sem voru áður en hún kom til skjalanna í framboði. Þá sagði Arndís Anna það tvímælalaust svo að innanhúsátök sem fréttir hafa verið fluttar um ekki til að hjálpa upp á sakirnar. Ber þar hæst brottvísun Atla Þórs Fanndal sem samskiptastjóra en samskipti hans við flokkinn mætti líkja við jójó enda áður yfirgefið flokkinn í ósátt. „Það vekur ákveðna tilfinningu hjá fólki en ég held að það vari ekki lengi. Þetta er komið í ágætis farveg og við erum ein eining sem sækir fram. En það er hluti af því að vera í pólitík, við erum sammála um markmið en kannski ekki hver er leiðin að markinu.“ Arndís Anna sagðist ekki hafa þungar áhyggjur af fylgi Pírata í skoðankönnunum en mikilvægt væri að þeir dyttu ekki út af þinginu. Oddný skoraði á Víði að taka oddvitasætið Oddný er reynslumikill þingmaður sem nú kveður sviðið. Oddný segir langt síðan hún tók þá ákvörðun. „Ég íhugaði þetta fyrir síðustu kosningar en þá var covid og ég í efnahags og viðskiptanefnd. Ég fann hvað reynslan skipti miklu máli. Ég held að þjóðin þurfi á mér að halda.“ Oddný kom inn í landsmálapólitíkina 2009. Og hún rak upp stór augu þegar hún sá reikningana sem útistandandi voru. Hún sagðist stolt af því að vera fyrsta konan sem gengdi stöðu formanns fjárlaganefndar, fyrsta konan sem var fjármálaráðherra og þegar Jóhanna Sigurðardóttir tilkynnti það á fundi sem hún stýrði varð hún dofin.vísir/vilhelm Og Oddný upplýsti að hún hafi sjálf sett sig í samband við Víði Reynisson, fyrir síðustu kosningar, og sagst myndi styðja hann ef hann vildi oddvitasætið. „Hann var ekki til þá en ég var mjög glöð að sjá að hann væri til í að taka oddvitaembættið,“ sagði Oddný. En hún væri nú orðin 67 ára, verið 16 ár á þingi og þetta sé komið gott. „Ég var búin að lofa fólkinu mínu því.“ Miðflokkurinn skrítinn skrúfa að mati Brynjars Oddný sagðist þekkja flokksmenn vel og grasrótina og það hvernig flokkurinn virki. Hún sé ánægð með margt í því sem kynnt hefur verið sem áherslubreytingar. Og hún sagðist skilja vel sjónarmið nýs formanns, flokkurinn væri enn Evrópusinnaður þó það mál hafi verið sett inn í skáp að sinni. Ég þekki flokksmenn og grasrótina og hvernig flokkurinn virkar .það eru ákveðnar áherslubreytingar með nýrri forystu, ég er ánægður með margt í því. Augljóslega Evrópumálin, flokkurinn er ekki búinn að segja að hann sé ekki lengur Evrópusinnaður. Eftir nokkurt þras um Evrópumálin upplýsti Brynjar að hann væri í enn í sorgarferli eftir að Sigríður Á. Andersen hefði skilið við flokkinn. „Það verður til Miðflokkur sem var angi gamla Framsóknarflokknum. Sem hafa tekið upp einhverja anga Sjálfstæðisflokksins, sem hefur verið að reyna að halda saman ríkisstjórn. Og þeir tala frjálslega.“ Vinnur að því að fá Jón í baráttusætið Brynjar sagði hinum megin svokallaður frjálslyndur armur hægrimanna sem er Viðreisn og flokkurinn leiki því fylgi. „Það sem þýðir að menn þurfa að bretta upp ermar. Ég segi við Sjálfstæðismenn, þetta er flokkurinn okkar. Okkur hafa verið mislagðar hendur, miðla málum og allt þetta en samt er árangurinn þetta góður, en svona eru hlutirnir. Ég kann engin betri svör.“ Brynjar telur að það myndi fara sér vel að vera stjórnarandstöðuþingmaður. Hann þekkir ekkert annað en að sitja í þingi og Sjálfstæðisflokkurinn við völd. Hann gerir fastlega ráð fyrir því, komi til þess, að hann verði stjórnarandstöðuþingmaður ársins.vísir/vilhelm Brynjar var þá spurður út í fóstbróður sinn í pólitíkinni, sem yfirgaf Valhöll í skyndi þegar ljóst var að Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð hafði haft betur gegn honum. „Jón Gunnarsson? Já, ég heyrði í honum í hádeginu. Ég held að vont sé fyrir flokkinn að hann sé ekki í flokknum. Ég er að vinna í því að hann taki fimmta sætið, baráttusætið.“ Pallborðið var skemmtilegt og upplýsandi. Til að mynda segir Oddný dramatíska sögu af því þegar hún kom fyrst í landsmálin 2009 en hún hafði þá verið bæjarstjóri í Garðinum. Það var handleggur að taka við því búi. Oddný hefur marga fjöruna sopið í pólitíkinni en nú er komið að leiðarlokum.Vísir/vilhelm Þá sagði hún frá því að hún hafi í fyrstu verið viðkvæm fyrir gagnrýni, en eftir eina slíka rimmu hafi Bjarni Benediktsson hringt í sig, talað fallega við sig og hughreyst. Að lonum kosningunum 2016 þegar flokkurinn undir leiðsögn Oddnýjar var nálægt því að þurrkast út. „Hann talaði svo fallega við mig og ég hef alltaf kunnað að meta það við hann. Hann talaði við mig sem formaður sem hafði reynt ýmislegt í sínum flokki. Það var fallegt. Svo héldum við áfram að rífast daginn eftir.“ Pallborðið í heild sinni má sjá að neðan.
Pallborðið Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Píratar Miðflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira