Alma og Guðmundur Ari leiða í Kraganum Árni Sæberg skrifar 21. október 2024 17:12 Alma og Guðmundur Ari leiða Samfylkinguna í Kraganum. Vísir Guðmundur Ari Sigurjónsson, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, mun skipa annað sætið á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Alma Möller verður í því fyrsta og Þórunn Sveinbjarnardóttir í því þriðja. Markmið Guðmundar er að ná sama árangri á landsvísu og hann náði í sveitarstjórnarkosningunum árið 2022 á Seltjarnarnesi, fjörutíu prósent atkvæða. Þetta staðfestir Guðmundur Ari í samtali við Vísi. Hann segir að sátt hafi skapast milli þeirra sem sóttust eftir sætum ofarlega á lista Samfylkingarinnar í Kraganum en Þórunn hafði þegar tilkynnt að hún myndi eftirláta Ölmu fyrsta sætið. Þá verði Árni Rúnar Þorvaldsson, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, í fjórða sætinu. Þessi listi sé háður endanlegu samþykki kjördæmisráðs flokksins í Kraganum. Hefur unnið náið með formanninum Guðmundur Ari segist mjög spenntur fyrir verkefninu framundan í korningabaráttunni. „Ég hef verið formaður framkvæmdastjórnar síðustu tíu ár, búinn að taka þátt í þessari vegferð með Kristrúnu [Frostadóttur], þar sem við höfum verið að kjarna málflutning Samfylkingarinnar utan um þessi mál sem sameina þjóðina. Nú er kominnn tími á að fara með okkar málflutning, okkar helstu áhersluatriði fyrir þjóðina.“ Þar vísar Guðmundur Ari meðal annars til þegar kynntra útspila Samfylkingarinnar í hinum ýmsu málaflokkum. Markmiðið fjörutíu prósent og Kristrún í forystu ríkisstjórnar Guðmundur Ari segir markmiðið að sameina þjóðina um áherslumálin, efnahagsmál, heilbrigðismál og húsnæðismál og að koma Kristrúnu í forystu nýrrar ríkisstjórnar. Ætlar þú að koma Samfylkingunni í fjörutíu prósent í Kraganum eins og á Seltjarnarnesi? „Það er bara markmiðið. Ég hef alveg sagt það reglulega að ég sé mikinn samhljóm með þessu verkefni Samfylkingarinnar á landsvísu síðustu tvö ár og þess verkefnis sem ég hef verið að vinna síðustu tvö ár á Seltjarnarnesi. Það var þetta, að hætta að rífast um málin á ystu jöðrunum og sameinast um mál sem eru mikilvæg fyrir samfélagið, heillamál, hvernig við getum byggt upp grunnkerfin okkar. Fólk er orðið þreytt á því að það sé endalaust verið að tala um pólitík á pólunum en sjá engar lausnir. Ég vona að við náum svipuðum árangri í kraganum og á landsvísu, að sameina fólk um þessi kjarnamál.“ Samfylkingin Alþingi Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þetta staðfestir Guðmundur Ari í samtali við Vísi. Hann segir að sátt hafi skapast milli þeirra sem sóttust eftir sætum ofarlega á lista Samfylkingarinnar í Kraganum en Þórunn hafði þegar tilkynnt að hún myndi eftirláta Ölmu fyrsta sætið. Þá verði Árni Rúnar Þorvaldsson, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, í fjórða sætinu. Þessi listi sé háður endanlegu samþykki kjördæmisráðs flokksins í Kraganum. Hefur unnið náið með formanninum Guðmundur Ari segist mjög spenntur fyrir verkefninu framundan í korningabaráttunni. „Ég hef verið formaður framkvæmdastjórnar síðustu tíu ár, búinn að taka þátt í þessari vegferð með Kristrúnu [Frostadóttur], þar sem við höfum verið að kjarna málflutning Samfylkingarinnar utan um þessi mál sem sameina þjóðina. Nú er kominnn tími á að fara með okkar málflutning, okkar helstu áhersluatriði fyrir þjóðina.“ Þar vísar Guðmundur Ari meðal annars til þegar kynntra útspila Samfylkingarinnar í hinum ýmsu málaflokkum. Markmiðið fjörutíu prósent og Kristrún í forystu ríkisstjórnar Guðmundur Ari segir markmiðið að sameina þjóðina um áherslumálin, efnahagsmál, heilbrigðismál og húsnæðismál og að koma Kristrúnu í forystu nýrrar ríkisstjórnar. Ætlar þú að koma Samfylkingunni í fjörutíu prósent í Kraganum eins og á Seltjarnarnesi? „Það er bara markmiðið. Ég hef alveg sagt það reglulega að ég sé mikinn samhljóm með þessu verkefni Samfylkingarinnar á landsvísu síðustu tvö ár og þess verkefnis sem ég hef verið að vinna síðustu tvö ár á Seltjarnarnesi. Það var þetta, að hætta að rífast um málin á ystu jöðrunum og sameinast um mál sem eru mikilvæg fyrir samfélagið, heillamál, hvernig við getum byggt upp grunnkerfin okkar. Fólk er orðið þreytt á því að það sé endalaust verið að tala um pólitík á pólunum en sjá engar lausnir. Ég vona að við náum svipuðum árangri í kraganum og á landsvísu, að sameina fólk um þessi kjarnamál.“
Samfylkingin Alþingi Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira