Sautján daga fyrirburi tekinn af sjúkrahúsi í París Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2024 11:07 Umfangsmikil leit stendur nú yfir í París. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Carl Recine Lögreglan í París hefur lýst eftir sautján daga gömlum fyrirbura sem tekinn var frá sjúkrahúsi í borginni í gær. Foreldrar drengsins liggja undir grun og eru þau talin hafa tekið barnið af sjúkrahúsinu seint í gærkvöldi. LeParisien segir tilkynningu hafa borist til lögreglunnar skömmu eftir miðnætti í gærkvöldi. Sökum þess að drengurinn, sem heitir Santiago, fæddist nokkuð löngu fyrir settan dag þarfnast það mikillar umönnunar og er áætlað að það geti ekki lifað af utan sjúkrahúss í meira en tólf tíma. Miðillinn hefur einnig eftir forsvarsmönnum sjúkrahússins þar sem barnið var að starfsfólk hafi rætt við foreldra Santiago seint í gærkvöldi. Þá voru þau á leið út af sjúkrahúsinu og voru þau spurð hvort þau kæmu aftur þegar drengurinn fengi pela um miðnætti. Þau svöruðu játandi. Foreldrarnir voru með litla tösku, sem vakti ekki athygli starfsfólksins, en skömmu síðar tók hjúkrunarfræðingur eftir því að barnið var horfið. Foreldrarnir sneru ekki aftur á sjúkrahúsið og er talið að drengurinn hafi verið í töskunni. Foreldrar Santiago eru 23 ára maður og 25 ára kona og hefur lögreglan birt myndir af þeim og beðið fólk um að hafa augun opin. Fólk sem sér þau er beðið um að hafa samband við lögreglu og ekki reyna sjálft að koma barninu til bjargar. 🔴 Alerte Enlèvement en cours : si vous localisez l’enfant, n’intervenez pas vous-même, appelez immédiatement le 197 ou envoyez un courriel à pppj-enlevement@interieur.gouv.frInformations >> https://t.co/2I4aZM0WxH pic.twitter.com/sJGdL58Hkh— Ministère de la Justice (@justice_gouv) October 22, 2024 Búið er að leita á heimili fólksins og fundust þau ekki þar. AFP fréttaveitan hefur þó eftir lögreglunni að nokkrar handtökur hafi verið framkvæmdar við rannsókn lögreglunnar. Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
LeParisien segir tilkynningu hafa borist til lögreglunnar skömmu eftir miðnætti í gærkvöldi. Sökum þess að drengurinn, sem heitir Santiago, fæddist nokkuð löngu fyrir settan dag þarfnast það mikillar umönnunar og er áætlað að það geti ekki lifað af utan sjúkrahúss í meira en tólf tíma. Miðillinn hefur einnig eftir forsvarsmönnum sjúkrahússins þar sem barnið var að starfsfólk hafi rætt við foreldra Santiago seint í gærkvöldi. Þá voru þau á leið út af sjúkrahúsinu og voru þau spurð hvort þau kæmu aftur þegar drengurinn fengi pela um miðnætti. Þau svöruðu játandi. Foreldrarnir voru með litla tösku, sem vakti ekki athygli starfsfólksins, en skömmu síðar tók hjúkrunarfræðingur eftir því að barnið var horfið. Foreldrarnir sneru ekki aftur á sjúkrahúsið og er talið að drengurinn hafi verið í töskunni. Foreldrar Santiago eru 23 ára maður og 25 ára kona og hefur lögreglan birt myndir af þeim og beðið fólk um að hafa augun opin. Fólk sem sér þau er beðið um að hafa samband við lögreglu og ekki reyna sjálft að koma barninu til bjargar. 🔴 Alerte Enlèvement en cours : si vous localisez l’enfant, n’intervenez pas vous-même, appelez immédiatement le 197 ou envoyez un courriel à pppj-enlevement@interieur.gouv.frInformations >> https://t.co/2I4aZM0WxH pic.twitter.com/sJGdL58Hkh— Ministère de la Justice (@justice_gouv) October 22, 2024 Búið er að leita á heimili fólksins og fundust þau ekki þar. AFP fréttaveitan hefur þó eftir lögreglunni að nokkrar handtökur hafi verið framkvæmdar við rannsókn lögreglunnar.
Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira