Spilaði í NFL fimmtíu dögum eftir að hann var skotinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2024 12:03 Ricky Pearsall í fyrsta leik sínum í NFL. getty/Ezra Shaw Nýliðinn Ricky Pearsall lék sinn fyrsta leik í NFL á sunnudaginn, aðeins fimmtíu dögum eftir að hann var skotinn í brjóstkassann þegar unglingur reyndi að ræna hann. Atvikið átti sér stað 31. ágúst síðastliðinn. Sautján ára strákur reyndi þá að ræna Pearsall úti á götu í Union Square. Þeir tókust á, skot hljóp úr byssu stráksins og .eir urðu báðir fyrir því. Kúlan fór í bringu Pearsall og út um bakið á honum. Pearsall slapp ótrúlega vel eftir skotárásina en engin líffæri sködduðust. Hann var útskrifaður af spítala degi eftir árásina og var mættur í lyftingasalinn tveimur dögum síðar. Eðlilega varð þó bið á því að Pearsall þreytti frumraun sína með San Francisco 49ers en stundin rann loks upp á sunnudaginn þegar Niners mætti meisturum Kansas City Chiefs. Niners töpuðu leiknum, 28-18, en Pearsall var sáttur eftir leikinn, þann fyrsta á ferlinum í NFL. „Þetta skipti öllu máli,“ sagði Pearsall sem Niners valdi í fyrstu umferð nýliðavalsins. „Í ljósi alls þess sem ég hef gengið í gegnum síðustu mánuði var gott að spila aftur með strákunum. Strax eftir árásina hugsaði ég til strákanna, þjálfaranna og alls starfsliðsins. Allir studdu við bakið á mér og fyrir það er ég þakklátur.“ Eftir leikinn sagðist Pearsall vera fullur af orku og leið eins og hann gæti spilað annan leik strax aftur. NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Atvikið átti sér stað 31. ágúst síðastliðinn. Sautján ára strákur reyndi þá að ræna Pearsall úti á götu í Union Square. Þeir tókust á, skot hljóp úr byssu stráksins og .eir urðu báðir fyrir því. Kúlan fór í bringu Pearsall og út um bakið á honum. Pearsall slapp ótrúlega vel eftir skotárásina en engin líffæri sködduðust. Hann var útskrifaður af spítala degi eftir árásina og var mættur í lyftingasalinn tveimur dögum síðar. Eðlilega varð þó bið á því að Pearsall þreytti frumraun sína með San Francisco 49ers en stundin rann loks upp á sunnudaginn þegar Niners mætti meisturum Kansas City Chiefs. Niners töpuðu leiknum, 28-18, en Pearsall var sáttur eftir leikinn, þann fyrsta á ferlinum í NFL. „Þetta skipti öllu máli,“ sagði Pearsall sem Niners valdi í fyrstu umferð nýliðavalsins. „Í ljósi alls þess sem ég hef gengið í gegnum síðustu mánuði var gott að spila aftur með strákunum. Strax eftir árásina hugsaði ég til strákanna, þjálfaranna og alls starfsliðsins. Allir studdu við bakið á mér og fyrir það er ég þakklátur.“ Eftir leikinn sagðist Pearsall vera fullur af orku og leið eins og hann gæti spilað annan leik strax aftur.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn