Aston Villa á toppinn á meðan Juventus tapaði óvænt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2024 21:46 John McGinn fagnar marki sínu í kvöld. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Aston Villa lagði Bologna 2-0 í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Á sama tíma tapaði Juventus gríðarlega óvænt 0-1 á heimavelli fyrir Stuttgart og þá gerðu PSG og PSV 1-1 jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik á Villa Park var það hinn stórskemmtilegi John McGinn sem braut ísinn á 55. mínútu. Það var svo inn sterkbyggði Jhon Durán sem tvöfaldaði forystuna eftir undirbúning Morgan Rogers ekki löngu síðar. Lokatölur í Birmingham-borg 2-0 Villa í vil og Villa er sem stendur eina liðið sem hefur unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni. Það sem meira er þá á liðið eftir að fá á sig mark í leikjunum þremur. Bologna er á sama tíma í 28. sæti með eitt stig. Five Spanish managers have now won 25+ games in the Champions League:◎ Pep Guardiola ◎ Rafael Benitez ◎ Vicente del Bosque ◎ Luis Enrique ◉ Unai Emery 🆕 Unai joins an elite group. 🇪🇸 pic.twitter.com/FeaD1yRKyY— Squawka (@Squawka) October 22, 2024 Í Torínó var Stuttgart í heimsókn en staðan var markalaus í hálfleik. Gestirnir komust yfir snemma í síðari hálfleik en markið dæmt af þar sem Deniz Undav handlék knöttinn í aðdraganda marksins. Á 84. mínútu fékk Danilo sitt annað gula spjald á aðeins þremur mínútum og þar með rautt. Ekki nóg með að Juventus væri manni færri það sem eftir lifði leiks þá fengu gestirnir vítaspyrnu. Enzo Millot fór á punktinn en Mattia Perin varði spyrnu hans frábærlega. Því miður fyrir Mattia má segja að það hafi verið til einskis þar sem Millot gaf boltann á El Bilal Toure sem tryggði gestunum stigin þrjú þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Juventus er í 11. sæti með sex stig á meðan Stuttgart er í 16. sæti með fjögur stig. Leikmenn Stuttgart fagna.EPA-EFE/Alessandro Di Marco Í París var PSV í heimsókn og voru það gestirnir frá Hollandi sem komust yfir á 34. mínútu þegar Noa Lang skoraði góðu skoti. Staðan 0-1 í hálfleik en hægri bakvörðurinn Achraf Hakimi skoraði á einhvern hátt með skoti af löngu færi sem fór á milli fóta Walter Benitez í marki PSV. Í uppbótartíma fékk PSG vítaspyrnu en dómari leiksins dró spyrnuna til baka eftir að skoða atvikið betur í skjánum hliðarlínunni, lokatölur 1-1. PSG er í 17. sæti með fjögur stig á meðan PSV er í 27. sæti með tvö stig. Dapur Luis Enrique, þjálfari PSG, að leik loknum.EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Önnur úrslit Girona 2-0 Slovan Bratislava Sturm Graz 0-2 Sporting Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir AC Milan komið á blað og Mónakó skoraði fimm Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. AC Milan vann 3-1 sigur á Club Brugge og Mónakó fór létt með Rauðu Stjörnuna. 22. október 2024 19:16 Naumt hjá Skyttunum Arsenal vann 1-0 heimasigur á Shakhtar Donetsk í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eina mark leiksins var sjálfsmark Dmytro Riznyk, markvarðar gestanna, á 29. mínútu. 22. október 2024 21:20 Ótrúleg endurkoma Vinícius og heimamanna á Bernabéu Evrópumeistarar Real Madríd lagði Borussia Dortmund 5-2 þegar liðin mættust í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Þýskalandi leiddu með tveimur mörkum í hálfleik en heimamenn sýndu mátt sinn og megin í síðari hálfleik. 22. október 2024 18:31 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Sjá meira
Eftir markalausan fyrri hálfleik á Villa Park var það hinn stórskemmtilegi John McGinn sem braut ísinn á 55. mínútu. Það var svo inn sterkbyggði Jhon Durán sem tvöfaldaði forystuna eftir undirbúning Morgan Rogers ekki löngu síðar. Lokatölur í Birmingham-borg 2-0 Villa í vil og Villa er sem stendur eina liðið sem hefur unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni. Það sem meira er þá á liðið eftir að fá á sig mark í leikjunum þremur. Bologna er á sama tíma í 28. sæti með eitt stig. Five Spanish managers have now won 25+ games in the Champions League:◎ Pep Guardiola ◎ Rafael Benitez ◎ Vicente del Bosque ◎ Luis Enrique ◉ Unai Emery 🆕 Unai joins an elite group. 🇪🇸 pic.twitter.com/FeaD1yRKyY— Squawka (@Squawka) October 22, 2024 Í Torínó var Stuttgart í heimsókn en staðan var markalaus í hálfleik. Gestirnir komust yfir snemma í síðari hálfleik en markið dæmt af þar sem Deniz Undav handlék knöttinn í aðdraganda marksins. Á 84. mínútu fékk Danilo sitt annað gula spjald á aðeins þremur mínútum og þar með rautt. Ekki nóg með að Juventus væri manni færri það sem eftir lifði leiks þá fengu gestirnir vítaspyrnu. Enzo Millot fór á punktinn en Mattia Perin varði spyrnu hans frábærlega. Því miður fyrir Mattia má segja að það hafi verið til einskis þar sem Millot gaf boltann á El Bilal Toure sem tryggði gestunum stigin þrjú þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Juventus er í 11. sæti með sex stig á meðan Stuttgart er í 16. sæti með fjögur stig. Leikmenn Stuttgart fagna.EPA-EFE/Alessandro Di Marco Í París var PSV í heimsókn og voru það gestirnir frá Hollandi sem komust yfir á 34. mínútu þegar Noa Lang skoraði góðu skoti. Staðan 0-1 í hálfleik en hægri bakvörðurinn Achraf Hakimi skoraði á einhvern hátt með skoti af löngu færi sem fór á milli fóta Walter Benitez í marki PSV. Í uppbótartíma fékk PSG vítaspyrnu en dómari leiksins dró spyrnuna til baka eftir að skoða atvikið betur í skjánum hliðarlínunni, lokatölur 1-1. PSG er í 17. sæti með fjögur stig á meðan PSV er í 27. sæti með tvö stig. Dapur Luis Enrique, þjálfari PSG, að leik loknum.EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Önnur úrslit Girona 2-0 Slovan Bratislava Sturm Graz 0-2 Sporting
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir AC Milan komið á blað og Mónakó skoraði fimm Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. AC Milan vann 3-1 sigur á Club Brugge og Mónakó fór létt með Rauðu Stjörnuna. 22. október 2024 19:16 Naumt hjá Skyttunum Arsenal vann 1-0 heimasigur á Shakhtar Donetsk í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eina mark leiksins var sjálfsmark Dmytro Riznyk, markvarðar gestanna, á 29. mínútu. 22. október 2024 21:20 Ótrúleg endurkoma Vinícius og heimamanna á Bernabéu Evrópumeistarar Real Madríd lagði Borussia Dortmund 5-2 þegar liðin mættust í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Þýskalandi leiddu með tveimur mörkum í hálfleik en heimamenn sýndu mátt sinn og megin í síðari hálfleik. 22. október 2024 18:31 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Sjá meira
AC Milan komið á blað og Mónakó skoraði fimm Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. AC Milan vann 3-1 sigur á Club Brugge og Mónakó fór létt með Rauðu Stjörnuna. 22. október 2024 19:16
Naumt hjá Skyttunum Arsenal vann 1-0 heimasigur á Shakhtar Donetsk í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu. Eina mark leiksins var sjálfsmark Dmytro Riznyk, markvarðar gestanna, á 29. mínútu. 22. október 2024 21:20
Ótrúleg endurkoma Vinícius og heimamanna á Bernabéu Evrópumeistarar Real Madríd lagði Borussia Dortmund 5-2 þegar liðin mættust í 3. umferð Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta í kvöld. Gestirnir frá Þýskalandi leiddu með tveimur mörkum í hálfleik en heimamenn sýndu mátt sinn og megin í síðari hálfleik. 22. október 2024 18:31