Morðrannsókn hafin í dularfullu máli átta ára drengs Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. október 2024 22:43 Ekkert hefur spurst til hans frá því um vorið 2022 en aðeins var tilkynnt um hvarf hans í ágúst á þessu ári. Lögreglan á Írlandi Forsætisráðherra Írlands tjáir sig um dularfullt mál átta ára drengs sem gæti hafa verið týndur í allt að tvö ár þrátt fyrir að aðeins hafi verið tilkynnt um hvarf hans í lok ágúst. Hann veltir því fyrir sér hvernig slíkt geti gerst en gert er ráð fyrir því að drengurinn hafi verið myrtur. Lögreglan í Dundalk hefur tekið þá ákvörðun að hefja morðrannsókn þrátt fyrir að lík hins átta ára Kyran Durnin hafi aldrei fundist. Tilkynnt var um hvarf hans og móður hans 30. ágúst á þessu ári. Guardian hefur það eftir rannsóknarlögreglumönnum hjá lögreglunni í Dundalk að þeim hafi verið sagt að sést hafi til Kyrans og móður hans tveimur dögum áður. Móðir drengsins hefur síðan komið í leitirnar en ekkert hefur fundist af Kyrani sem gert er þó ráð fyrir að sé látinn. „Þrátt fyrir umfangsmikla eftirgrennslan hefur Garda Síochána (lögreglan á Írlandi) ekki tekist að finna Kyran, afla sér neinna upplýsinga um það hvar hann er niðurkominn eða nokkra vísbendingu um það að hann sé á lífi,“ sagði Alan McGovern, yfirlögreglustjóri í héruðunum Louth, Cavan og Monaghan, á blaðamannafundi sem embættið hélt fyrr í dag. Lögreglan telur að hann hafi horfið fyrir allt að tveimur árum síðan en það er vitað að hann var nemandi við grunnskólann á svæðinu þangað til um vorið 2022. Hún hefur engar upplýsingar um afdrif hans síðan. Á fundinum biðlaði hann til þeirra sem hefðu upplýsingar sem tengdust málinu að hafa samband við lögreglu umsvifalaust. Þar kom einnig fram að lögreglan hefði hafið húsleit á heimili Kyrans og væri að grannskoða nærliggjandi svæði í leit að einhverjum vísbendingum um örlög hans. Málið hefur vakinn mikinn ugg á Írlandi og nú síðast í dag tjáði Simon Harris forsætisráðherra landsins sig um málið. Hann sagði mál drengsins vekja sér mikinn óhug. „Að hugsa sér, sem manneskja, sem foreldri, að barn geti bara horfið sporlaust er gjörsamlega hörmulegt og það hefur greinilega eitthvað farið algjörlega úrskeiðis hérna. Barninu var brugðist og því var brugðist illa,“ segir Harris. „Hvernig getur lítill átta ára drengur horfið án þess að nokkur taki eftir honum?“ spyr hann sig þá. Á blaðamannafundinum segir Ian að núverandi íbúar hússins sem Kyran átti heima í séu ekki tengdir hvarfinu en húsið var í eigu fjölskyldu drengsins þangað til í maímánuði þessa árs. Helen McEntee dómsmálaráðherra landsins hefur einnig tjáð sig um málið. Hún sagði það fá mikið á sig. „Því miður er talið að hann sé líklega látinn en við verðum að komast til botns í því sem átti sér stað. Við þurfum að vita hvort einhvers staðar hafi eitthvað farið úrskeiðis, hvar það hafi verið en einnig hver beri ábyrgð á því.“ Írland Erlend sakamál Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Lögreglan í Dundalk hefur tekið þá ákvörðun að hefja morðrannsókn þrátt fyrir að lík hins átta ára Kyran Durnin hafi aldrei fundist. Tilkynnt var um hvarf hans og móður hans 30. ágúst á þessu ári. Guardian hefur það eftir rannsóknarlögreglumönnum hjá lögreglunni í Dundalk að þeim hafi verið sagt að sést hafi til Kyrans og móður hans tveimur dögum áður. Móðir drengsins hefur síðan komið í leitirnar en ekkert hefur fundist af Kyrani sem gert er þó ráð fyrir að sé látinn. „Þrátt fyrir umfangsmikla eftirgrennslan hefur Garda Síochána (lögreglan á Írlandi) ekki tekist að finna Kyran, afla sér neinna upplýsinga um það hvar hann er niðurkominn eða nokkra vísbendingu um það að hann sé á lífi,“ sagði Alan McGovern, yfirlögreglustjóri í héruðunum Louth, Cavan og Monaghan, á blaðamannafundi sem embættið hélt fyrr í dag. Lögreglan telur að hann hafi horfið fyrir allt að tveimur árum síðan en það er vitað að hann var nemandi við grunnskólann á svæðinu þangað til um vorið 2022. Hún hefur engar upplýsingar um afdrif hans síðan. Á fundinum biðlaði hann til þeirra sem hefðu upplýsingar sem tengdust málinu að hafa samband við lögreglu umsvifalaust. Þar kom einnig fram að lögreglan hefði hafið húsleit á heimili Kyrans og væri að grannskoða nærliggjandi svæði í leit að einhverjum vísbendingum um örlög hans. Málið hefur vakinn mikinn ugg á Írlandi og nú síðast í dag tjáði Simon Harris forsætisráðherra landsins sig um málið. Hann sagði mál drengsins vekja sér mikinn óhug. „Að hugsa sér, sem manneskja, sem foreldri, að barn geti bara horfið sporlaust er gjörsamlega hörmulegt og það hefur greinilega eitthvað farið algjörlega úrskeiðis hérna. Barninu var brugðist og því var brugðist illa,“ segir Harris. „Hvernig getur lítill átta ára drengur horfið án þess að nokkur taki eftir honum?“ spyr hann sig þá. Á blaðamannafundinum segir Ian að núverandi íbúar hússins sem Kyran átti heima í séu ekki tengdir hvarfinu en húsið var í eigu fjölskyldu drengsins þangað til í maímánuði þessa árs. Helen McEntee dómsmálaráðherra landsins hefur einnig tjáð sig um málið. Hún sagði það fá mikið á sig. „Því miður er talið að hann sé líklega látinn en við verðum að komast til botns í því sem átti sér stað. Við þurfum að vita hvort einhvers staðar hafi eitthvað farið úrskeiðis, hvar það hafi verið en einnig hver beri ábyrgð á því.“
Írland Erlend sakamál Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira