Áfall fyrir stórleikinn við Liverpool: „Ekki frábærar fréttir“ Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 08:32 Riccardo Calafiori á vellinum í gær eftir að hafa meiðst. Getty/David Price Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir það vissulega „ekki frábærar fréttir“ að ítalski varnarmaðurinn Riccardo Calafiori hafi meiðst í hné í leiknum við Shaktar Donetsk í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Arsenal vann leikinn 1-0 en meiðsli Calafiori, sem varð að fara af velli í seinni hálfleik, vörpuðu skugga á leikinn. Þar með bætist enn á meiðslalistann hjá Arsenal en liðið á fyrir höndum algjöran stórleik við Liverpool á sunnudaginn, í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Táningurinn Myles Lewis-Skelly kom inn á fyrir Calafiori í gærkvöld en óvíst er hve alvarleg meiðsli Ítalans eru. „Hann varð að koma af velli því hann fann fyrir einhverju. Ég veit ekki hve alvarlegt það er svo það má segja að þetta séu ekki frábærar fréttir,“ sagði Arteta. 🔴⚪️⚠️ Arsenal staff already assessing Riccardo Calafiori after being subbed off with possible knee injury.Get well soon 🤍🤞🏻 pic.twitter.com/LvnY97uDLc— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 22, 2024 Arteta er í ákveðinni varnarkrísu því Arsenal verður einnig án William Saliba, vegna leikbanns, og Jurrien Timber hefur ekki spilað síðan í byrjun mánaðarins vegna meiðsla. Þá eru Takehiro Tomiyasu og Kieran Tierney enn frá vegna meiðsla. Segir ólíklegt að Saka spili Norski miðjumaðurinn Martin Ödegaard er einnig frá vegna meiðsla og Bukayo Saka hefur misst af síðustu tveimur leikjum Arsenal eftir að hafa meiðst í læri í landsleikjatörninni með Englandi. Arteta virtist ekki sérlega vongóður um að geta teflt Saka fram á sunnudaginn: „Ég veit það ekki. Hann hefur ekki enn getað æft svo það er ólíklegt.“ Ben White var tekinn af velli eftir fyrri hálfleikinn gegn Shaktar en Arteta útskýrði eftir leik að það hefði ekkert með meiðsli að gera. „Hann var kominn með gult spjald og við höfum spilað nógu marga leiki manni færri undanfarið. Þeir voru fjölmennir á hans kanti og ég vildi ekki taka neina sénsa,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Arsenal vann leikinn 1-0 en meiðsli Calafiori, sem varð að fara af velli í seinni hálfleik, vörpuðu skugga á leikinn. Þar með bætist enn á meiðslalistann hjá Arsenal en liðið á fyrir höndum algjöran stórleik við Liverpool á sunnudaginn, í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Táningurinn Myles Lewis-Skelly kom inn á fyrir Calafiori í gærkvöld en óvíst er hve alvarleg meiðsli Ítalans eru. „Hann varð að koma af velli því hann fann fyrir einhverju. Ég veit ekki hve alvarlegt það er svo það má segja að þetta séu ekki frábærar fréttir,“ sagði Arteta. 🔴⚪️⚠️ Arsenal staff already assessing Riccardo Calafiori after being subbed off with possible knee injury.Get well soon 🤍🤞🏻 pic.twitter.com/LvnY97uDLc— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 22, 2024 Arteta er í ákveðinni varnarkrísu því Arsenal verður einnig án William Saliba, vegna leikbanns, og Jurrien Timber hefur ekki spilað síðan í byrjun mánaðarins vegna meiðsla. Þá eru Takehiro Tomiyasu og Kieran Tierney enn frá vegna meiðsla. Segir ólíklegt að Saka spili Norski miðjumaðurinn Martin Ödegaard er einnig frá vegna meiðsla og Bukayo Saka hefur misst af síðustu tveimur leikjum Arsenal eftir að hafa meiðst í læri í landsleikjatörninni með Englandi. Arteta virtist ekki sérlega vongóður um að geta teflt Saka fram á sunnudaginn: „Ég veit það ekki. Hann hefur ekki enn getað æft svo það er ólíklegt.“ Ben White var tekinn af velli eftir fyrri hálfleikinn gegn Shaktar en Arteta útskýrði eftir leik að það hefði ekkert með meiðsli að gera. „Hann var kominn með gult spjald og við höfum spilað nógu marga leiki manni færri undanfarið. Þeir voru fjölmennir á hans kanti og ég vildi ekki taka neina sénsa,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira