Slot skýrir stöðu Chiesa: „Ég vorkenni honum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. október 2024 17:31 Chiesa hefur aðeins spilað í 78 mínútur fyrir Rauða herinn frá skiptum hans í sumar. Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images Arne Slot sat fyrir svörum á blaðamannafundi í aðdraganda leiks liðs hans Liverpool við RB Leipzig í Meistaradeild Evrópu í kvöld og skýrði út stöðu Ítalans Federico Chiesa hjá liðinu. Chiesa hefur verið inn og út úr hóp hjá enska liðinu frá skiptum hans til Bítlaborgarinnar í sumar. Chiesa hefur aðeins spilað þrjá leiki fyrir Liverpool frá því að félagið keypti hann frá Juventus á Ítalíu í sumar. Þar var hann úti í kuldanum hjá Thiago Motta, sem tók við Túrínarfélaginu í sumar, og æfði lítið með liðinu á undirbúningstímabilinu. Slot segir það skýra stöðu Ítalans, að mestu. „Hann missti af heilu undirbúningstímabili, ég sagði þetta margoft. Hann er að fara í deild þar sem hraðinn er jafnvel meiri en í ítölsku deildinni. Við erum búnir að mæta ítölsku liðunum tveimur svo ég get sagt þetta núna,“ sagði Slot á blaðamannafundi í aðdraganda leik Liverpool við Leipzig í kvöld. Slot stýrir sínum mönnum gegn Leipzig í kvöld. Óvíst er hvort Chiesa verði í leikmannahópnum en hann var utan hóps gegn Chelsea í deildinni um helgina.Carl Recine/Getty Images „Þannig að það gerir það erfitt fyrir hann að stíga skrefið í átt að því formi og hraða sem restin af liðinu er á í augnablikinu. Það hefur ekki svo mikið með ítölsku deildina eða ensku úrvalsdeildina að gera. Það hefur meira að gera með að hann missir af heilu undirbúningstímabili og það er svo erfitt fyrir alla leikmenn – þegar leikirnir eru svona reglulega – að byggja þá upp í átt að því stigi sem aðrir leikmenn eru á,“ segir Slot. Hann finnur til með Chiesa vegna þess eltingaleiks sem hann sé lentur í. Slot vonast þó til að hann komist á stig annarra leikmanna og þá sé tímabil eftir þetta. „Það eru mikil vonbrigði fyrir hann að hann sé að fara inn og út af æfingum ítrekað. Ég vorkenni honum,“ segir Slot og bætir við: „En hann skrifaði undir langtímasamning svo við munum sjá hvað hann færir okkur. Í augnablikinu, því miður fyrir hann, hefur hann aðeins verið einu sinni eða tvisvar í hópnum og ekki meira en það.“ Leikur Liverpool og Leipzig er klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Honum verður einnig fylgt eftir í beinni í Meistaradeildarmessunni, ásamt öllum öðrum leikjum kvöldsins, sem hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Sjá meira
Chiesa hefur aðeins spilað þrjá leiki fyrir Liverpool frá því að félagið keypti hann frá Juventus á Ítalíu í sumar. Þar var hann úti í kuldanum hjá Thiago Motta, sem tók við Túrínarfélaginu í sumar, og æfði lítið með liðinu á undirbúningstímabilinu. Slot segir það skýra stöðu Ítalans, að mestu. „Hann missti af heilu undirbúningstímabili, ég sagði þetta margoft. Hann er að fara í deild þar sem hraðinn er jafnvel meiri en í ítölsku deildinni. Við erum búnir að mæta ítölsku liðunum tveimur svo ég get sagt þetta núna,“ sagði Slot á blaðamannafundi í aðdraganda leik Liverpool við Leipzig í kvöld. Slot stýrir sínum mönnum gegn Leipzig í kvöld. Óvíst er hvort Chiesa verði í leikmannahópnum en hann var utan hóps gegn Chelsea í deildinni um helgina.Carl Recine/Getty Images „Þannig að það gerir það erfitt fyrir hann að stíga skrefið í átt að því formi og hraða sem restin af liðinu er á í augnablikinu. Það hefur ekki svo mikið með ítölsku deildina eða ensku úrvalsdeildina að gera. Það hefur meira að gera með að hann missir af heilu undirbúningstímabili og það er svo erfitt fyrir alla leikmenn – þegar leikirnir eru svona reglulega – að byggja þá upp í átt að því stigi sem aðrir leikmenn eru á,“ segir Slot. Hann finnur til með Chiesa vegna þess eltingaleiks sem hann sé lentur í. Slot vonast þó til að hann komist á stig annarra leikmanna og þá sé tímabil eftir þetta. „Það eru mikil vonbrigði fyrir hann að hann sé að fara inn og út af æfingum ítrekað. Ég vorkenni honum,“ segir Slot og bætir við: „En hann skrifaði undir langtímasamning svo við munum sjá hvað hann færir okkur. Í augnablikinu, því miður fyrir hann, hefur hann aðeins verið einu sinni eða tvisvar í hópnum og ekki meira en það.“ Leikur Liverpool og Leipzig er klukkan 19:00 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Honum verður einnig fylgt eftir í beinni í Meistaradeildarmessunni, ásamt öllum öðrum leikjum kvöldsins, sem hefst klukkan 18:30 á Stöð 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Sjá meira