Hótar því að banna georgísku stjórnarandstöðuna Kjartan Kjartansson skrifar 24. október 2024 09:03 Bidzina Ivanishvili ávarpaði kosningafund Georgíska draumsins í gær. Hann sést sjaldan opinberlega en er talinn halda um valdaþræði á bak við tjöldin í Georgíu. Vísir/EPA Stofnandi Georgíska draumsins, stjórnarflokks Georgíu, ítrekaði í gær hótanir sínar um að banna stjórnarandstöðuflokkana vinni flokkur hans sigur í þingkosningum um helgina. Niðurstöður þeirra ráða því hvort Georgía leiti aftur í faðm Rússlands eða efli tengslin til vesturs. Hörð barátta á sér nú stað í Georgíu um framtíðarstefnu landsins. Georgía fékk stöðu umsóknarríkis um Evrópusambandsaðild í fyrra en samskipti georgísku ríkisstjórnarinnar undir forystu Georgíska draumsins við sambandið hefur hrakað mjög að undanförnu. Sérstaklega voru það lög um útsendara erlendra ríkja sem eru í anda rússneskra laga hefur verið beitt til þess að bæla niður gagnrýnisraddir á stjórnvöld sem mældust illa fyrir hjá vestrænum bandamönnum Georgíu. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að rússnesku lögin stríddu gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, var hluti af sendinefnd frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum, og ávarpaði mótmælendur laganna umdeildu í Tblisi í maí. Á móti stjórninni stendur Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, en embætti hennar er að mestu leyti táknrænt. Hún hefur verið ötull talsmaður Evrópusambandsaðildar landsins og reyndi að beita neitunarvaldi gegn „rússnesku lögunum“ eins og þau voru nefnd. Aukin harka virðist hafa færst í baráttu andstæðra póla. Bidzina Ivanishvili, auðkýfingurinn sem stofnaði Georgíska drauminn og fyrrverandi forsætisráðherra, hét því á kosningafundi í Tblisi í gær að draga stjórnarandstöðuna til ábyrgðar fyrir „stríðsglæpi“ sem hún ætti að hafa framið gegn þjóðinni, að því er kemur fram í frétt Reuters. Hann tilgreindi þó ekki hverjir þeir meintu glæpir ættu að vera. Ivanishvili hefur áður hótað að láta banna stjórnarandstöðuna. Milljarðamæringurinn hefur áður sakað vestræn ríki um að reyna egna til átaka á milli Georgíu og Rússlands. Georgíski draumurinn mælist enn stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum þótt fylgi hans sé ekki í sömu hæðum og þegar hann hlaut tæpan helming atkvæða og nauman þingmeirihluta. Georgía Utanríkismál Tengdar fréttir Telur rússnesk lög um erlenda útsendara stríða gegn mannréttindum Mannréttindadómstóll Evrópu segir að rússnesk lög sem þvinga félagasamtök og fjölmiðla til þess að skrá sig sem útsendara erlendra ríkja brot gegn tjáningar- og samkomufrelsi. Markmið þeirra virðist vera að ógna og refsa andófsröddum. 22. október 2024 13:32 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Hörð barátta á sér nú stað í Georgíu um framtíðarstefnu landsins. Georgía fékk stöðu umsóknarríkis um Evrópusambandsaðild í fyrra en samskipti georgísku ríkisstjórnarinnar undir forystu Georgíska draumsins við sambandið hefur hrakað mjög að undanförnu. Sérstaklega voru það lög um útsendara erlendra ríkja sem eru í anda rússneskra laga hefur verið beitt til þess að bæla niður gagnrýnisraddir á stjórnvöld sem mældust illa fyrir hjá vestrænum bandamönnum Georgíu. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að rússnesku lögin stríddu gegn mannréttindasáttmála Evrópu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, var hluti af sendinefnd frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum, og ávarpaði mótmælendur laganna umdeildu í Tblisi í maí. Á móti stjórninni stendur Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, en embætti hennar er að mestu leyti táknrænt. Hún hefur verið ötull talsmaður Evrópusambandsaðildar landsins og reyndi að beita neitunarvaldi gegn „rússnesku lögunum“ eins og þau voru nefnd. Aukin harka virðist hafa færst í baráttu andstæðra póla. Bidzina Ivanishvili, auðkýfingurinn sem stofnaði Georgíska drauminn og fyrrverandi forsætisráðherra, hét því á kosningafundi í Tblisi í gær að draga stjórnarandstöðuna til ábyrgðar fyrir „stríðsglæpi“ sem hún ætti að hafa framið gegn þjóðinni, að því er kemur fram í frétt Reuters. Hann tilgreindi þó ekki hverjir þeir meintu glæpir ættu að vera. Ivanishvili hefur áður hótað að láta banna stjórnarandstöðuna. Milljarðamæringurinn hefur áður sakað vestræn ríki um að reyna egna til átaka á milli Georgíu og Rússlands. Georgíski draumurinn mælist enn stærsti flokkur landsins í skoðanakönnunum þótt fylgi hans sé ekki í sömu hæðum og þegar hann hlaut tæpan helming atkvæða og nauman þingmeirihluta.
Georgía Utanríkismál Tengdar fréttir Telur rússnesk lög um erlenda útsendara stríða gegn mannréttindum Mannréttindadómstóll Evrópu segir að rússnesk lög sem þvinga félagasamtök og fjölmiðla til þess að skrá sig sem útsendara erlendra ríkja brot gegn tjáningar- og samkomufrelsi. Markmið þeirra virðist vera að ógna og refsa andófsröddum. 22. október 2024 13:32 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Telur rússnesk lög um erlenda útsendara stríða gegn mannréttindum Mannréttindadómstóll Evrópu segir að rússnesk lög sem þvinga félagasamtök og fjölmiðla til þess að skrá sig sem útsendara erlendra ríkja brot gegn tjáningar- og samkomufrelsi. Markmið þeirra virðist vera að ógna og refsa andófsröddum. 22. október 2024 13:32