Fengu aldrei á sig mark en unnu samt ekki deildina Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2024 12:01 Nellie Bengtsson skoraði fleiri mörk en hún fékk á sig á leiktíðinni, í 18 leikjum. Sænska kvennaliðið Ängelholm hefur vakið umtalsverða athygli eftir það ótrúlega afrek sitt að spila heila leiktíð, átján leiki, án þess að fá á sig eitt einasta mark. Markvörður liðsins skoraði fleiri mörk en hún fékk á sig á leiktíðinni. „Við höfum séð þetta á Instagram og TikTok. Margir fjölmiðlar hafa haft samband. Þetta er mjög skemmtilegt. Það er ótrúlegt hvað þetta er orðið að stóru dæmi. Þetta hefur aldrei gerst áður svo þetta er algjörlega súrrealískt,“ segir Nellie Bengtsson, sautján ára markvörður Ängelholm. Hún fékk að taka vítaspyrnu í næstsíðustu umferðinni og skoraði úr henni, og gerði þar með einu marki meira en öll liðin sem spiluðu á móti henni á leiktíðinni. Ängelholm tókst engu að síður ekki að vinna deildina sem það spilar í, 4. deild, heldur endaði það í 2. sæti. Liðið vann fimmtán leiki, og skoraði í þeim samtals 78 mörk, en gerði þrjú markalaus jafntefli. Ljungbyhed vann deildina og komst beint upp í 3. deild, en Ängelholm er núna í umspili um að komast upp. Lokastaðan í 4. deild kvenna, á Norðvestur Skáni. Eins og sjá má fékk Ängelholm ekki á sig eitt einasta mark og tapaði því ekki einum einasta leik, en endaði samt í 2. sæti.svenskfotboll.se Það að Ängelholm hafi ekki fengið á sig eitt einasta mark í átján leikjum hlýtur þó að teljast einstakt afrek: „Þetta er ótrúlegt. Ég hef þjálfað fótbolta í tíu ár og aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Ég hef aldrei heyrt um neitt svona. Þetta er vissulega mjög skemmtilegt en það er skrýtin tilfinning að hafa ekki unnið deildina,“ sagði Ulf Johansson, þjálfari Ängelholm. Johansson segir að þegar liðið hafi á leiktíðina hafi mótherjar Ängelholm farið að breyta um taktík og reynt allt til þess að brjóta ísinn. „Í síðustu 5-6 leikjunum einbeittu allir sér að því að skora gegn okkur. Þeim var alveg sama þó að það myndi enda með tapi. Það vildu allir brjóta ísinn og koma inn einu marki hjá okkur. Sem betur fer tókst okkur að koma í veg fyrir það,“ sagði Johansson og bætti við: „Við höfum spilað ótrúlega góða vörn. Við erum líka með mjög góðan markvörð en allt liðið á sinn þátt í þessu.“ Sænski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira
„Við höfum séð þetta á Instagram og TikTok. Margir fjölmiðlar hafa haft samband. Þetta er mjög skemmtilegt. Það er ótrúlegt hvað þetta er orðið að stóru dæmi. Þetta hefur aldrei gerst áður svo þetta er algjörlega súrrealískt,“ segir Nellie Bengtsson, sautján ára markvörður Ängelholm. Hún fékk að taka vítaspyrnu í næstsíðustu umferðinni og skoraði úr henni, og gerði þar með einu marki meira en öll liðin sem spiluðu á móti henni á leiktíðinni. Ängelholm tókst engu að síður ekki að vinna deildina sem það spilar í, 4. deild, heldur endaði það í 2. sæti. Liðið vann fimmtán leiki, og skoraði í þeim samtals 78 mörk, en gerði þrjú markalaus jafntefli. Ljungbyhed vann deildina og komst beint upp í 3. deild, en Ängelholm er núna í umspili um að komast upp. Lokastaðan í 4. deild kvenna, á Norðvestur Skáni. Eins og sjá má fékk Ängelholm ekki á sig eitt einasta mark og tapaði því ekki einum einasta leik, en endaði samt í 2. sæti.svenskfotboll.se Það að Ängelholm hafi ekki fengið á sig eitt einasta mark í átján leikjum hlýtur þó að teljast einstakt afrek: „Þetta er ótrúlegt. Ég hef þjálfað fótbolta í tíu ár og aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Ég hef aldrei heyrt um neitt svona. Þetta er vissulega mjög skemmtilegt en það er skrýtin tilfinning að hafa ekki unnið deildina,“ sagði Ulf Johansson, þjálfari Ängelholm. Johansson segir að þegar liðið hafi á leiktíðina hafi mótherjar Ängelholm farið að breyta um taktík og reynt allt til þess að brjóta ísinn. „Í síðustu 5-6 leikjunum einbeittu allir sér að því að skora gegn okkur. Þeim var alveg sama þó að það myndi enda með tapi. Það vildu allir brjóta ísinn og koma inn einu marki hjá okkur. Sem betur fer tókst okkur að koma í veg fyrir það,“ sagði Johansson og bætti við: „Við höfum spilað ótrúlega góða vörn. Við erum líka með mjög góðan markvörð en allt liðið á sinn þátt í þessu.“
Sænski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport EM í dag: Allt eða ekkert Fótbolti Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Fleiri fréttir Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Sjá meira