Vísaði skjalamálinu frá og á lista yfir mögulega dómsmálaráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2024 10:44 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Alríkisdómarinn Aileen Cannon er á lista framboðs Donalds Trump yfir mögulega dómsmálaráðherra, vinni hann sigur í forsetakosningunum í nóvember. Það er sami dómari og vísaði skjalamálinu svokallaða frá í sumar. Cannon hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að vernda Trump sem skipaði hana í embætti á síðustu dögum forsetatíðar sinnar árið 2020. Blaðamenn ABC News komust yfir listann, sem skrifaður var af æðstu ráðgjöfum Trumps með aðstoð Boris Epshteyn, sem leiðir lögmannateymi forsetans fyrrverandi. Listinn er ætlaður til undirbúnings fyrir mönnun mögulegrar ríkisstjórnar Trumps. Á honum eru tillögur yfir æðstu lögmenn Hvíta hússins, leiðtoga innan dómsmálaráðuneytisins og æðstu starfsmenn Alríkislögreglunnar og annarra stofnana. Þegar kemur að mögulegum dómsmálaráðherrum er Cannon í öðru sæti listans á eftir Jay Clayton, fyrrverandi formanni Verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna. Heimildarmenn ABC News segja að nafni Cannon hafi verið bætt við listann nokkru eftir að hún vísaði skjalamálinu frá. Þeir segja einnig að listinn sé til bráðabirgða og sé reglulega uppfærður. Skjalamálið snýst í stuttu máli um að Trump hafi tekið opinber og leynileg skjöl með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neitað að afhenda þau þegar farið var fram á það. Lögum samkvæmt á Trump að afhenda öll opinber gögn til þjóðskjalasafns Bandaríkjanna en hann var þó ekki ákærður fyrir það. Þess í stað var hann ákærður af Jack Smith, sérstökum saksóknara dómsmálaráðuneytisins, á grunni njósnalaga Bandaríkjanna, vegna þeirra leynilegu skjala sem hann tók og neitaði að afhenda. Trump og hans fólk hafa ítrekað haldið því fram að hann hafi svipt leynileg skjöl sem hann tók með sér leynd, sem honum var heimilt sem forseta, en þau hafa aldrei getað sýnt fram á það með vísun í lög. Sjá einnig: Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Eftir að hafa tafið rannsóknina á skjalamálinu og verið harðlega gagnrýnd fyrir framgöngu sína þegar málaferlin hófust, ákvað Cannon í sumar að vísa málinu frá, á fyrsta degi landsfundar Repúblikanaflokksins. Það gerði hún á þeim grunni að hún taldi Smith ekki rétt skipaðan og gekk ákvörðun hennar í berhögg við fyrri fordæmi varðandi skipanir sérstakra saksóknara. Smith áfrýjaði ákvörðun hennar í ágúst og fer fram á að sú ákvörðun verði felld úr gildi og málið sett í hendur annars dómara. Hefur ekki sagt frá ókeypis ferðum Pro Publica sagði frá því í síðasta mánuði að Cannon hefði ítrekað brotið gegn lögum um dómara og að þeir verði að gera grein fyrir opinberum viðburðum sem þeir mæta á. Hún hafi ítrekað farið á námskeið og í ferðalög sem haldin eru af íhaldssömum samtökum og auðjöfrum. Árin 2021 og 2022 hafi hún verið í viku á hóteli sem kallast Sage Lodge í Montana, á vegum George Mason háskólans, sem hefur lengi verið styrktur af auðjöfrinum Leonard Leo. Sá hefur verið í forsvari fyrir hóp sem kallast Federalist Society en það eru stór og áhrifamikil samtök íhaldssamra lögmanna og hafa þau komið að því að skipa alríks- og hæstaréttardómara undanfarin ár. Sjá einnig: Fékk ókeypis far í veiðiferð með íhaldssömum auðjöfri Leo hefur einnig komið að því að skipuleggja ferðir fyrir íhaldssama hæstaréttardómara. Tilræðismaður vill nýjan dómara Cannon er einnig með málaferlin gegn Ryan Routh, sem sakaður er um að hafa ætlað sér að ráða Trump af dögum, eftir að hann sást vopnaður riffli bakvið girðingu á golfvelli þar sem Trump var að spila, á sínu borði. Hann mætti fyrst í dómsal í síðustu viku og fór lögmaður Rouths þá fram á að Cannon segði sig frá málinu. Þá var ekki ljóst að Cannon væri á lista yfir mögulega dómsmálaráðherra Trumps, heldur vísaði lögmaður hennar til þess að ef Trump myndi vinna kosningarnar gæti hann skipað hana til hærra dómsstigs, samkvæmt frétt CNN. Trump myndi hafa það vald, á sama tíma og hún væri að rétta yfir manni sem sakaður er um að reyna að myrða hann. Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Enn og aftur tafir á málaferlum gegn Trump Málaferlum í skjalamálinu svokallaða hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Dómarinn í málinu, Aileen M. Cannon, ákvað upprunalega að réttarhöldin ættu að hefjast í maí en nú segir hún það ekki í boði, því hún þurfi að taka svo magar ákvarðanir sem varða flókna anga þessa máls og framkvæmd réttarhaldanna. 8. maí 2024 14:14 Krefst einnig friðhelgi í skjalamálinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að dómsmál vegna opinberra gagna og leynilegra skjala sem hann tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og til Flórída, verði fellt niður. Lögmenn hans segja hann hafa svipt skjölin leynd sem forseti og þau hafi verið hans einkaeign, því hafi í raun aldrei átt að ákæra hann á grundvelli friðhelgi forseta. 23. febrúar 2024 12:06 Refsing Trump í þagnargreiðslumáli ákveðin eftir kosningar Dómari í New York féllst á kröfu verjenda Donalds Trump um að fresta ákvörðun refsingar hans í þagnargreiðslumáli hans þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Sagði hann dómstólinn ekki vilja hafa áhrif á kosningarnar. 6. september 2024 17:54 Ný sérsniðin ákæra á hendur Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lagt fram nýja ákæru á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ákæran er sérsniðin að þeim kröfum sem fram komu í dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna sem veitti Trump friðhelgi að hluta í sumar. 27. ágúst 2024 22:09 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Blaðamenn ABC News komust yfir listann, sem skrifaður var af æðstu ráðgjöfum Trumps með aðstoð Boris Epshteyn, sem leiðir lögmannateymi forsetans fyrrverandi. Listinn er ætlaður til undirbúnings fyrir mönnun mögulegrar ríkisstjórnar Trumps. Á honum eru tillögur yfir æðstu lögmenn Hvíta hússins, leiðtoga innan dómsmálaráðuneytisins og æðstu starfsmenn Alríkislögreglunnar og annarra stofnana. Þegar kemur að mögulegum dómsmálaráðherrum er Cannon í öðru sæti listans á eftir Jay Clayton, fyrrverandi formanni Verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna. Heimildarmenn ABC News segja að nafni Cannon hafi verið bætt við listann nokkru eftir að hún vísaði skjalamálinu frá. Þeir segja einnig að listinn sé til bráðabirgða og sé reglulega uppfærður. Skjalamálið snýst í stuttu máli um að Trump hafi tekið opinber og leynileg skjöl með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neitað að afhenda þau þegar farið var fram á það. Lögum samkvæmt á Trump að afhenda öll opinber gögn til þjóðskjalasafns Bandaríkjanna en hann var þó ekki ákærður fyrir það. Þess í stað var hann ákærður af Jack Smith, sérstökum saksóknara dómsmálaráðuneytisins, á grunni njósnalaga Bandaríkjanna, vegna þeirra leynilegu skjala sem hann tók og neitaði að afhenda. Trump og hans fólk hafa ítrekað haldið því fram að hann hafi svipt leynileg skjöl sem hann tók með sér leynd, sem honum var heimilt sem forseta, en þau hafa aldrei getað sýnt fram á það með vísun í lög. Sjá einnig: Dómarinn í skjalamálinu harðlega gagnrýndur Eftir að hafa tafið rannsóknina á skjalamálinu og verið harðlega gagnrýnd fyrir framgöngu sína þegar málaferlin hófust, ákvað Cannon í sumar að vísa málinu frá, á fyrsta degi landsfundar Repúblikanaflokksins. Það gerði hún á þeim grunni að hún taldi Smith ekki rétt skipaðan og gekk ákvörðun hennar í berhögg við fyrri fordæmi varðandi skipanir sérstakra saksóknara. Smith áfrýjaði ákvörðun hennar í ágúst og fer fram á að sú ákvörðun verði felld úr gildi og málið sett í hendur annars dómara. Hefur ekki sagt frá ókeypis ferðum Pro Publica sagði frá því í síðasta mánuði að Cannon hefði ítrekað brotið gegn lögum um dómara og að þeir verði að gera grein fyrir opinberum viðburðum sem þeir mæta á. Hún hafi ítrekað farið á námskeið og í ferðalög sem haldin eru af íhaldssömum samtökum og auðjöfrum. Árin 2021 og 2022 hafi hún verið í viku á hóteli sem kallast Sage Lodge í Montana, á vegum George Mason háskólans, sem hefur lengi verið styrktur af auðjöfrinum Leonard Leo. Sá hefur verið í forsvari fyrir hóp sem kallast Federalist Society en það eru stór og áhrifamikil samtök íhaldssamra lögmanna og hafa þau komið að því að skipa alríks- og hæstaréttardómara undanfarin ár. Sjá einnig: Fékk ókeypis far í veiðiferð með íhaldssömum auðjöfri Leo hefur einnig komið að því að skipuleggja ferðir fyrir íhaldssama hæstaréttardómara. Tilræðismaður vill nýjan dómara Cannon er einnig með málaferlin gegn Ryan Routh, sem sakaður er um að hafa ætlað sér að ráða Trump af dögum, eftir að hann sást vopnaður riffli bakvið girðingu á golfvelli þar sem Trump var að spila, á sínu borði. Hann mætti fyrst í dómsal í síðustu viku og fór lögmaður Rouths þá fram á að Cannon segði sig frá málinu. Þá var ekki ljóst að Cannon væri á lista yfir mögulega dómsmálaráðherra Trumps, heldur vísaði lögmaður hennar til þess að ef Trump myndi vinna kosningarnar gæti hann skipað hana til hærra dómsstigs, samkvæmt frétt CNN. Trump myndi hafa það vald, á sama tíma og hún væri að rétta yfir manni sem sakaður er um að reyna að myrða hann.
Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Enn og aftur tafir á málaferlum gegn Trump Málaferlum í skjalamálinu svokallaða hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Dómarinn í málinu, Aileen M. Cannon, ákvað upprunalega að réttarhöldin ættu að hefjast í maí en nú segir hún það ekki í boði, því hún þurfi að taka svo magar ákvarðanir sem varða flókna anga þessa máls og framkvæmd réttarhaldanna. 8. maí 2024 14:14 Krefst einnig friðhelgi í skjalamálinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að dómsmál vegna opinberra gagna og leynilegra skjala sem hann tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og til Flórída, verði fellt niður. Lögmenn hans segja hann hafa svipt skjölin leynd sem forseti og þau hafi verið hans einkaeign, því hafi í raun aldrei átt að ákæra hann á grundvelli friðhelgi forseta. 23. febrúar 2024 12:06 Refsing Trump í þagnargreiðslumáli ákveðin eftir kosningar Dómari í New York féllst á kröfu verjenda Donalds Trump um að fresta ákvörðun refsingar hans í þagnargreiðslumáli hans þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Sagði hann dómstólinn ekki vilja hafa áhrif á kosningarnar. 6. september 2024 17:54 Ný sérsniðin ákæra á hendur Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lagt fram nýja ákæru á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ákæran er sérsniðin að þeim kröfum sem fram komu í dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna sem veitti Trump friðhelgi að hluta í sumar. 27. ágúst 2024 22:09 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Enn og aftur tafir á málaferlum gegn Trump Málaferlum í skjalamálinu svokallaða hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Dómarinn í málinu, Aileen M. Cannon, ákvað upprunalega að réttarhöldin ættu að hefjast í maí en nú segir hún það ekki í boði, því hún þurfi að taka svo magar ákvarðanir sem varða flókna anga þessa máls og framkvæmd réttarhaldanna. 8. maí 2024 14:14
Krefst einnig friðhelgi í skjalamálinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að dómsmál vegna opinberra gagna og leynilegra skjala sem hann tók með sér þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og til Flórída, verði fellt niður. Lögmenn hans segja hann hafa svipt skjölin leynd sem forseti og þau hafi verið hans einkaeign, því hafi í raun aldrei átt að ákæra hann á grundvelli friðhelgi forseta. 23. febrúar 2024 12:06
Refsing Trump í þagnargreiðslumáli ákveðin eftir kosningar Dómari í New York féllst á kröfu verjenda Donalds Trump um að fresta ákvörðun refsingar hans í þagnargreiðslumáli hans þar til fram yfir forsetakosningarnar í nóvember. Sagði hann dómstólinn ekki vilja hafa áhrif á kosningarnar. 6. september 2024 17:54
Ný sérsniðin ákæra á hendur Trump Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lagt fram nýja ákæru á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ákæran er sérsniðin að þeim kröfum sem fram komu í dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna sem veitti Trump friðhelgi að hluta í sumar. 27. ágúst 2024 22:09