Svona voru hinir úrslitaleikirnir um titilinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2024 08:02 Úr úrslitaleikjum fyrri ára. Öll augu verða á Víkinni í kvöld þegar Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 28 árum sem lið mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Til að stytta biðina fram að leiknum í Víkinni rifjar Vísir upp hina fjóra úrslitaleikina. ÍA 4-1 KR 1996 Þessa sögu þekkja flestir. Skagamenn freistuðu þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn fimmta árið í röð á meðan KR-ingar voru á höttunum eftir sínum fyrsta titli síðan 1968. Kapphlaup ÍA og KR um titilinn fyrir 28 árum var æsilegt. Liðin skiptust á að vera á toppnum um sumarið og mættust svo uppi á Akranesi í úrslitaleik aldarinnar. Tíundi áratugurinn var áratugur ÍA. Liðið varð Íslandsmeistari sem nýliði 1992 og vann titilinn næstu fjögur ár. Skagamenn þurftu að hafa langmest fyrir því 1996 enda voru KR-ingar búnir að setja saman dúndurlið sem virtist tilbúið að taka krúnuna af Akurnesingum. KR-ingar unnu hvern leikinn á fætur öðrum í fyrri umferðinni með Guðmund Benediktsson í fantaformi. Hnéð hans gaf sig hins vegar í enn eitt skiptið í fyrri leik KR og ÍA í 9. umferð sem KR-ingar unnu, 1-0, og hann var ekki samur þegar hann sneri aftur í lok tímabilsins. Ef og hefði og allt það eins og svo oft hjá KR á þessum árum. ÍA og KR misstigu sig á víxl í seinni umferðinni og hvorugt liðið náði tangarhaldi á toppsætinu. KR-ingar sátu hins vegar þar fyrir lokaleikinn og dugði þar jafntefli til að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 28 ár. En eftir á að hyggja var kannski óráð að veðja á annað en Skagasigur í einum leik, með allt undir, Guðjón Þórðarson á hátindi þjálfaraferils síns, alla járn- og hæfileikamennina og heimavöllinn í sínu liði. 📜Svona var úrslitaleikur ÍA gegn KR 1996📜⚽Skagamenn urðu Íslandsmeistarar fyrir framan 5.801 manns með 4-1 sigri. Mörkin, stemningin á Skipaskaga og lýsing Samúels Arnars. Viðtöl við Guðjón Þórðarson, Óla Þórðar, Alla Högna, Harald Ingólfs og Luka Lúkas Kostic eftir leik pic.twitter.com/EdBovbxHle— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 23, 2024 Skagamenn unnu leikinn, 4-1, en hann var jafnari en lokatölurnar gefa til kynna. Hinn sautján ára Bjarni Guðjónsson gulltryggði sigur Skagamanna með tveimur mörkum undir lokin. Hann lagði einnig upp annað mark liðsins fyrir Harald Ingólfsson. Ólafur Adolfsson skoraði svo það fyrsta með skalla eftir hornspyrnu Haraldar. Ríkharður Daðason skoraði mark KR sem skaut í slá í stöðunni 2-1, skömmu áður en Bjarni veitti þeim svarthvítu náðarhöggið. KR 0-2 ÍBV 1998 Tveimur árum síðar voru KR-ingar aftur komnir í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn en nú á heimavelli. Alls mættu 5.400 manns í Vesturbæinn 26. september 1998 til að sjá KR vinna fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í þrjátíu ár eða sjá ÍBV vinna hann annað árið í röð. Eyjamenn unnu titilinn nokkuð örugglega sumarið 1997 en sumarið 1998 var samkeppnin meiri. Framan af benti þó fátt til þess að hún kæmi frá KR sem fór rólega af stað. En KR-ingar fóru á mikið flug seinni hluta tímabilsins og eftir sjö sigra í röð án þess að fá á sig mark komust þeir á toppinn. En í næstsíðustu umferðinni töpuðu KR-ingar í Keflavík á meðan Eyjamenn unnu Leiftursmenn á heimavelli. Þeim hvítu dugði því jafntefli í lokaleiknum á meðan KR-ingar þurftu sigur. Þetta reyndist vera dagur Eyjamanna. Þeir náðu forystunni strax á 5. mínútu þegar Ingi Sigurðsson skoraði. KR fékk gullið tækifæri til að jafna en Gummi Ben skaut yfir úr vítaspyrnu. Kristinn Lárusson tók svo af allan vafa um hvort bikarinn færi til Eyja þegar hann skoraði annað mark gestanna á 77. mínútu. Klippa: KR 0-2 ÍBV 1998 ÍBV fagnaði því Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð. Eyjamenn fögnuðu tvöföldum sigri sumarið 1998 því þeir urðu einnig bikarmeistarar. KR-ingar þurftu aftur á móti enn að bíða eftir því að brjóta þykkustu íshellu íslenskra íþrótta. En það gerðist loks árið eftir. En sumarið 1998 var sumar Eyjamanna sem unnu KR-inga þrisvar sinnum, tvisvar í deild og einu sinni í bikar. ÍBV 2-2 ÍA 2001 Eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar fimm ár í röð á 10. áratugnum stefndi í óefni hjá ÍA um aldamótin. Gullaldarskeiðið skilaði fáum aurum í kassann og félagið var svo gott sem gjaldþrota. En Skagamenn höfðu ungt og viljugt lið með nokkra topp leikmenn og svo járnkarlinn Ólaf Þórðarson við stjórnvölinn. Þvert á allar spár enduðu ÍA og ÍBV á að berjast um titilinn 2001. KR var upptekið í fallbaráttu og Fylkir gaf hressilega eftir seinni hlutann eftir að hafa verið á toppnum framan af. Nýliðar FH voru lengi með í toppbaráttunni en vantaði herslumuninn til að taka stóra skrefið. ÍA tapaði 3-0 í Grindavík í 16. umferð og ÍBV jafnaði Skagaliðið að stigum með sigri á Fylki. ÍA vann Fylki í Akranesi í næstsíðustu umferðinni á meðan ÍBV sigraði Val. Liðin voru því jöfn að stigum fyrir lokaumferðina þar sem þau áttu að mætast í Eyjum. Og Skagamönnum dugði þar jafntefli sökum betri markatölu. Undirbúningur Akurnesinga fyrir leikinn var ekki ákjósanlegur. Vont var í sjóinn og síðasta æfingin fyrir leikinn var æði skrautleg. Og vegna veðurs komust engir stuðningsmenn ÍA til Eyja á leikdegi. En þrátt fyrir það byrjuðu Skagamenn úrslitaleikinn betur. Maður stóru leikjanna, Kári Steinn Reynisson, kom þeim yfir á 7. mínútu og tíu mínútum síðar jók Sigurður Þór Sigursteinsson muninn í 0-2 með öðru tveggja marka sinna í efstu deild á ferlinum. Klippa: ÍBV 2-2 ÍA 2001 Tómas Ingi Tómasson minnkaði muninn á 24. mínútu og jafnaði svo eftir tæpan klukkutíma. Hann hélt svo að hann hefði fullkomnað þrennuna en Egill Már Markússon dæmdi markið af. Um er að ræða einn umdeildasta dóm íslenskrar fótboltasögu. Eyjamenn létu þetta ekki á sig fá og sóttu áfram stíft. Umsátur var um mark Skagamanna undir lokin en þeir héldu út og fögnuðu sínum átjánda Íslandsmeistaratitli. Þeir bíða enn eftir þeim nítjánda. FH 1-2 Stjarnan 2014 Bestu skáld landsins hefðu ekki getað skrifað handritið að baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn 2014. Að tvö ósigruð lið mætist í lokaumferðinni og úrslitin ráðist í uppbótartíma. Ótrúlegt dæmi. FH voru besta lið landsins á þessum árum á meðan Stjarnan var í fyrsta sinn í titilbaráttu. Það var þó ekki að sjá því Garðbæingar sýndu aðdáunarverðan styrk og jafnaðargeð í baráttunni en auk þess að verða Íslandsmeistarar komust þeir lengra en nokkuð annað íslenskt lið hafði gert í Evrópukeppni. FH og Stjarnan skáru sig fljótlega frá öðrum liðum og fólk var fyrir löngu búið að draga hring utan um leik liðanna í lokaumferðinni, 4. október 2014. Og sá leikur, og dagurinn allur, stóð sannarlega undir væntingum og gott betur. FH var með tveggja stiga forskot fyrir leikinn og dugði jafntefli til að verða Íslandsmeistari í sjöunda sinn á ellefu árum. Alls 6.450 manns mættu í Kaplakrika á mjög svo blautum laugardegi og sáu Ólaf Karl Finsen komu Stjörnunni yfir með kolólöglegu marki skömmu fyrir hálfleik. Á 59. mínútu var Veigar Páll Gunnarsson, fyrirliði Garðabæjarliðsins, rekinn af velli fyrir að slá Hólmar Örn Rúnarsson. FH-ingar gengu strax á lagið og Steven Lennon jafnaði fimm mínútum síðar. Og heimamenn héldu áfram að sækja og fengu ótal tækifæri til að klára dæmið. En annað markið kom ekki. Klippa: FH 1-2 Stjarnan 2014 Leiðin var því alltaf opin fyrir Stjörnuna þótt hún væri kannski ekki greiðfær. En í uppbótartíma braut Kassim Doumbia á Ólafi Karli innan vítateigs og Kristinn Jakobsson, í sínum síðasta leik á ferlinum, benti á punktinn. Ólafur Karl tók spyrnuna, skoraði af öryggi og tryggði Stjörnunni sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik ÍA KR ÍBV FH Stjarnan Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
ÍA 4-1 KR 1996 Þessa sögu þekkja flestir. Skagamenn freistuðu þess að vinna Íslandsmeistaratitilinn fimmta árið í röð á meðan KR-ingar voru á höttunum eftir sínum fyrsta titli síðan 1968. Kapphlaup ÍA og KR um titilinn fyrir 28 árum var æsilegt. Liðin skiptust á að vera á toppnum um sumarið og mættust svo uppi á Akranesi í úrslitaleik aldarinnar. Tíundi áratugurinn var áratugur ÍA. Liðið varð Íslandsmeistari sem nýliði 1992 og vann titilinn næstu fjögur ár. Skagamenn þurftu að hafa langmest fyrir því 1996 enda voru KR-ingar búnir að setja saman dúndurlið sem virtist tilbúið að taka krúnuna af Akurnesingum. KR-ingar unnu hvern leikinn á fætur öðrum í fyrri umferðinni með Guðmund Benediktsson í fantaformi. Hnéð hans gaf sig hins vegar í enn eitt skiptið í fyrri leik KR og ÍA í 9. umferð sem KR-ingar unnu, 1-0, og hann var ekki samur þegar hann sneri aftur í lok tímabilsins. Ef og hefði og allt það eins og svo oft hjá KR á þessum árum. ÍA og KR misstigu sig á víxl í seinni umferðinni og hvorugt liðið náði tangarhaldi á toppsætinu. KR-ingar sátu hins vegar þar fyrir lokaleikinn og dugði þar jafntefli til að verða Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 28 ár. En eftir á að hyggja var kannski óráð að veðja á annað en Skagasigur í einum leik, með allt undir, Guðjón Þórðarson á hátindi þjálfaraferils síns, alla járn- og hæfileikamennina og heimavöllinn í sínu liði. 📜Svona var úrslitaleikur ÍA gegn KR 1996📜⚽Skagamenn urðu Íslandsmeistarar fyrir framan 5.801 manns með 4-1 sigri. Mörkin, stemningin á Skipaskaga og lýsing Samúels Arnars. Viðtöl við Guðjón Þórðarson, Óla Þórðar, Alla Högna, Harald Ingólfs og Luka Lúkas Kostic eftir leik pic.twitter.com/EdBovbxHle— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 23, 2024 Skagamenn unnu leikinn, 4-1, en hann var jafnari en lokatölurnar gefa til kynna. Hinn sautján ára Bjarni Guðjónsson gulltryggði sigur Skagamanna með tveimur mörkum undir lokin. Hann lagði einnig upp annað mark liðsins fyrir Harald Ingólfsson. Ólafur Adolfsson skoraði svo það fyrsta með skalla eftir hornspyrnu Haraldar. Ríkharður Daðason skoraði mark KR sem skaut í slá í stöðunni 2-1, skömmu áður en Bjarni veitti þeim svarthvítu náðarhöggið. KR 0-2 ÍBV 1998 Tveimur árum síðar voru KR-ingar aftur komnir í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn en nú á heimavelli. Alls mættu 5.400 manns í Vesturbæinn 26. september 1998 til að sjá KR vinna fyrsta Íslandsmeistaratitilinn í þrjátíu ár eða sjá ÍBV vinna hann annað árið í röð. Eyjamenn unnu titilinn nokkuð örugglega sumarið 1997 en sumarið 1998 var samkeppnin meiri. Framan af benti þó fátt til þess að hún kæmi frá KR sem fór rólega af stað. En KR-ingar fóru á mikið flug seinni hluta tímabilsins og eftir sjö sigra í röð án þess að fá á sig mark komust þeir á toppinn. En í næstsíðustu umferðinni töpuðu KR-ingar í Keflavík á meðan Eyjamenn unnu Leiftursmenn á heimavelli. Þeim hvítu dugði því jafntefli í lokaleiknum á meðan KR-ingar þurftu sigur. Þetta reyndist vera dagur Eyjamanna. Þeir náðu forystunni strax á 5. mínútu þegar Ingi Sigurðsson skoraði. KR fékk gullið tækifæri til að jafna en Gummi Ben skaut yfir úr vítaspyrnu. Kristinn Lárusson tók svo af allan vafa um hvort bikarinn færi til Eyja þegar hann skoraði annað mark gestanna á 77. mínútu. Klippa: KR 0-2 ÍBV 1998 ÍBV fagnaði því Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð. Eyjamenn fögnuðu tvöföldum sigri sumarið 1998 því þeir urðu einnig bikarmeistarar. KR-ingar þurftu aftur á móti enn að bíða eftir því að brjóta þykkustu íshellu íslenskra íþrótta. En það gerðist loks árið eftir. En sumarið 1998 var sumar Eyjamanna sem unnu KR-inga þrisvar sinnum, tvisvar í deild og einu sinni í bikar. ÍBV 2-2 ÍA 2001 Eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar fimm ár í röð á 10. áratugnum stefndi í óefni hjá ÍA um aldamótin. Gullaldarskeiðið skilaði fáum aurum í kassann og félagið var svo gott sem gjaldþrota. En Skagamenn höfðu ungt og viljugt lið með nokkra topp leikmenn og svo járnkarlinn Ólaf Þórðarson við stjórnvölinn. Þvert á allar spár enduðu ÍA og ÍBV á að berjast um titilinn 2001. KR var upptekið í fallbaráttu og Fylkir gaf hressilega eftir seinni hlutann eftir að hafa verið á toppnum framan af. Nýliðar FH voru lengi með í toppbaráttunni en vantaði herslumuninn til að taka stóra skrefið. ÍA tapaði 3-0 í Grindavík í 16. umferð og ÍBV jafnaði Skagaliðið að stigum með sigri á Fylki. ÍA vann Fylki í Akranesi í næstsíðustu umferðinni á meðan ÍBV sigraði Val. Liðin voru því jöfn að stigum fyrir lokaumferðina þar sem þau áttu að mætast í Eyjum. Og Skagamönnum dugði þar jafntefli sökum betri markatölu. Undirbúningur Akurnesinga fyrir leikinn var ekki ákjósanlegur. Vont var í sjóinn og síðasta æfingin fyrir leikinn var æði skrautleg. Og vegna veðurs komust engir stuðningsmenn ÍA til Eyja á leikdegi. En þrátt fyrir það byrjuðu Skagamenn úrslitaleikinn betur. Maður stóru leikjanna, Kári Steinn Reynisson, kom þeim yfir á 7. mínútu og tíu mínútum síðar jók Sigurður Þór Sigursteinsson muninn í 0-2 með öðru tveggja marka sinna í efstu deild á ferlinum. Klippa: ÍBV 2-2 ÍA 2001 Tómas Ingi Tómasson minnkaði muninn á 24. mínútu og jafnaði svo eftir tæpan klukkutíma. Hann hélt svo að hann hefði fullkomnað þrennuna en Egill Már Markússon dæmdi markið af. Um er að ræða einn umdeildasta dóm íslenskrar fótboltasögu. Eyjamenn létu þetta ekki á sig fá og sóttu áfram stíft. Umsátur var um mark Skagamanna undir lokin en þeir héldu út og fögnuðu sínum átjánda Íslandsmeistaratitli. Þeir bíða enn eftir þeim nítjánda. FH 1-2 Stjarnan 2014 Bestu skáld landsins hefðu ekki getað skrifað handritið að baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn 2014. Að tvö ósigruð lið mætist í lokaumferðinni og úrslitin ráðist í uppbótartíma. Ótrúlegt dæmi. FH voru besta lið landsins á þessum árum á meðan Stjarnan var í fyrsta sinn í titilbaráttu. Það var þó ekki að sjá því Garðbæingar sýndu aðdáunarverðan styrk og jafnaðargeð í baráttunni en auk þess að verða Íslandsmeistarar komust þeir lengra en nokkuð annað íslenskt lið hafði gert í Evrópukeppni. FH og Stjarnan skáru sig fljótlega frá öðrum liðum og fólk var fyrir löngu búið að draga hring utan um leik liðanna í lokaumferðinni, 4. október 2014. Og sá leikur, og dagurinn allur, stóð sannarlega undir væntingum og gott betur. FH var með tveggja stiga forskot fyrir leikinn og dugði jafntefli til að verða Íslandsmeistari í sjöunda sinn á ellefu árum. Alls 6.450 manns mættu í Kaplakrika á mjög svo blautum laugardegi og sáu Ólaf Karl Finsen komu Stjörnunni yfir með kolólöglegu marki skömmu fyrir hálfleik. Á 59. mínútu var Veigar Páll Gunnarsson, fyrirliði Garðabæjarliðsins, rekinn af velli fyrir að slá Hólmar Örn Rúnarsson. FH-ingar gengu strax á lagið og Steven Lennon jafnaði fimm mínútum síðar. Og heimamenn héldu áfram að sækja og fengu ótal tækifæri til að klára dæmið. En annað markið kom ekki. Klippa: FH 1-2 Stjarnan 2014 Leiðin var því alltaf opin fyrir Stjörnuna þótt hún væri kannski ekki greiðfær. En í uppbótartíma braut Kassim Doumbia á Ólafi Karli innan vítateigs og Kristinn Jakobsson, í sínum síðasta leik á ferlinum, benti á punktinn. Ólafur Karl tók spyrnuna, skoraði af öryggi og tryggði Stjörnunni sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik ÍA KR ÍBV FH Stjarnan Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira