Hrokafullir Belgar skrifa um skömmina á Íslandi: „Miðlungslið valtar yfir Víkinga“ Aron Guðmundsson skrifar 25. október 2024 10:00 Víkingur Reykjavík vann í gær sögulegan sigur í Sambandsdeild Evrópu þegar að liðið bar 3-1 sigur úr býtum gegn belgíska úrvalsdeildarfélaginu Club Brugge Vísir/Anton Brink „Hlaupabraut í kringum völlinn. Myndavélar á pöllum og lýsandinn frá Play Sports þurfti að sitja inn í pínulitlum vinnuskúr. Þetta er Sambandsdeildin dömur mínar og herrar. Á Kópavogsvelli,“ segir í grein belgíska miðilsins HLN um leik Víkings Reykjavíkur og Cercle Brugge í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu sem lauk með 3-1 sigri Víkinga á Kópavogsvelli í gær. Belgísku miðlarnir hafa farið mikinn í kjölfar leiksins. Eins og greint hafði verið frá fyrir leik er þjálfari Cercle Brugge, Miron Muslic, undir mikilli pressu þar sem að gengi Cercle Brugge í belgísku úrvalsdeildinni hefur verið langt undir væntingum á yfirstandandi tímabili. Það hafði kvisast út við upphaf ferðar Cercle Brugge hingað til lands að Muslic hefði fengið þau skilaboð frá stjórn félagsins að hann mætti fórna leiknum gegn Víkingum því að hann þyrfti einfaldlega að stýra Cercle Brugge til sigurs gegn Union St. í belgísku úrvalsdeildinni um komandi helgi til þess að halda starfi sínu. Nokkrir af helstu leikmönnum Brugge liðsins voru skildir eftir heima í Belgíu en það skal ekkert taka af Víkingum í kjölfar 3-1 sigursins. Vel verðskuldaður sigur og flott frammistaða. Belgísku miðlarnir hafa hins vegar rifið upp brandarabókina í kjölfar leiksins og haft aðstæður hér á Íslandi sem og knattspyrnuleg tilþrif Víkinga að háði og spotti. „Það að á þessum velli hafi farið fram Evrópuleikur er klikkaðra en orð fá lýst,“ segir í grein Nieuwsblad sem ber fyrirsögnina: „Skömmin á Íslandi.“ „Heimavöllur Víkinga stenst ekki kröfur UEFA og þá var þjóðarleikvangur Íslendinga ekki leikhæfur. Alvarlegar viðræður áttu sér stað við UEFA sem gaf að lokum grænt ljós á að leikurinn yrði spilaður á heimavelli erkifjenda Víkinga, Kópavogsvelli Breiðabliks.“ Danijel Dejan Djuric fagnar öðru marki Víkinga í leiknumVísir/Anton Brink Leikurinn hefði verið svipaður þeim sem spilaður sé í neðri deildum Belgíu. „Sökum þess að leikurinn hófst klukkan hálf þrjú að degi til leið manni eins og maður væri að horfa á leik í áhugamannadeildum Belgíu. Lýsandi Play-Sports frá Belgíu þurfti að athafna sig í vinnuskúr við hlið einnar stúkunnar fyrir aftan hlaupabrautina og þurfti þar að stinga höfði sínu út um gluggann til þess að sjá allan völlinn.“ Tim Wielandt var umræddur lýsandi Play-Sports á Kópavogsvelli í gær og hann birti mynd af umræddum vinnuskúr. „Taktu að þér leik í Sambandsdeildinni sögðu þeir. Það verður gaman. Farðu til Íslands sögðu þeir, það verður frábært. Velkomin. Hér sjáið þið mitt einstaka lýsendabox,“ sagði í færslu sem að Tim birti með mynd af vinnuaðstæðum sínum.“ Doe de Conference League zeiden ze. Das tof. Ga naar IJsland zeiden ze, das geweldig. Welkom aan iedereen vanuit mijn ‘unieke’ commentaarscabine 😭😂 #vikingurcercle vanaf 16u25 op Play Sports1(Nu al excuses als ik voetballers aan de overkant niet herken of zie staan😅) pic.twitter.com/4c0MhZO8ab— Tim Wielandt (@TimAnton13) October 24, 2024 Í grein Nieuwsblad er síðan hjólað rækilega í íslenska knattspyrnu og bárust skrifin að úrslitaleik Víkings Reykjavíkur og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudaginn kemur. „Það ber að hafa það í huga að Víkingur Reykjavík er að spila úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudaginn kemur. Það segir sitt hvað um gæðastig knattspyrnunnar á Íslandi. Öll miðlungslið Belgíu ættu á venjulegum degi að valta yfir svona lið. En ekki þetta B-lið Cercle. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Belgíski boltinn Tengdar fréttir „Losnuðu hlekkir við það að lenda undir“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitanlega hreykinn af lærisveinum sínum sem lögðu belgíska liðið Cercle Brugge að velli í annarri umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í dag. 24. október 2024 17:47 Víkingar fá sextíu milljónir fyrir sigurinn Með sigrinum sögulega gegn belgíska liðinu Cercle Brugge á Kópavogsvelli í dag, í Sambandsdeildinni í fótbolta, tryggðu Víkingar sér sextíu milljónir króna til viðbótar í verðlaunafé frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. 24. október 2024 16:38 Uppgjörið: Víkingur - Cercle Brugge 3-1 | Sögulegur sigur Víkings Víkingur vann sinn fyrsta sigur í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þegar liðið vann frækinn sigur gegn Cercle Brugge í annari umferð deildarinnar á Kópavogsvelli í dag. 24. október 2024 16:24 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Sjá meira
Eins og greint hafði verið frá fyrir leik er þjálfari Cercle Brugge, Miron Muslic, undir mikilli pressu þar sem að gengi Cercle Brugge í belgísku úrvalsdeildinni hefur verið langt undir væntingum á yfirstandandi tímabili. Það hafði kvisast út við upphaf ferðar Cercle Brugge hingað til lands að Muslic hefði fengið þau skilaboð frá stjórn félagsins að hann mætti fórna leiknum gegn Víkingum því að hann þyrfti einfaldlega að stýra Cercle Brugge til sigurs gegn Union St. í belgísku úrvalsdeildinni um komandi helgi til þess að halda starfi sínu. Nokkrir af helstu leikmönnum Brugge liðsins voru skildir eftir heima í Belgíu en það skal ekkert taka af Víkingum í kjölfar 3-1 sigursins. Vel verðskuldaður sigur og flott frammistaða. Belgísku miðlarnir hafa hins vegar rifið upp brandarabókina í kjölfar leiksins og haft aðstæður hér á Íslandi sem og knattspyrnuleg tilþrif Víkinga að háði og spotti. „Það að á þessum velli hafi farið fram Evrópuleikur er klikkaðra en orð fá lýst,“ segir í grein Nieuwsblad sem ber fyrirsögnina: „Skömmin á Íslandi.“ „Heimavöllur Víkinga stenst ekki kröfur UEFA og þá var þjóðarleikvangur Íslendinga ekki leikhæfur. Alvarlegar viðræður áttu sér stað við UEFA sem gaf að lokum grænt ljós á að leikurinn yrði spilaður á heimavelli erkifjenda Víkinga, Kópavogsvelli Breiðabliks.“ Danijel Dejan Djuric fagnar öðru marki Víkinga í leiknumVísir/Anton Brink Leikurinn hefði verið svipaður þeim sem spilaður sé í neðri deildum Belgíu. „Sökum þess að leikurinn hófst klukkan hálf þrjú að degi til leið manni eins og maður væri að horfa á leik í áhugamannadeildum Belgíu. Lýsandi Play-Sports frá Belgíu þurfti að athafna sig í vinnuskúr við hlið einnar stúkunnar fyrir aftan hlaupabrautina og þurfti þar að stinga höfði sínu út um gluggann til þess að sjá allan völlinn.“ Tim Wielandt var umræddur lýsandi Play-Sports á Kópavogsvelli í gær og hann birti mynd af umræddum vinnuskúr. „Taktu að þér leik í Sambandsdeildinni sögðu þeir. Það verður gaman. Farðu til Íslands sögðu þeir, það verður frábært. Velkomin. Hér sjáið þið mitt einstaka lýsendabox,“ sagði í færslu sem að Tim birti með mynd af vinnuaðstæðum sínum.“ Doe de Conference League zeiden ze. Das tof. Ga naar IJsland zeiden ze, das geweldig. Welkom aan iedereen vanuit mijn ‘unieke’ commentaarscabine 😭😂 #vikingurcercle vanaf 16u25 op Play Sports1(Nu al excuses als ik voetballers aan de overkant niet herken of zie staan😅) pic.twitter.com/4c0MhZO8ab— Tim Wielandt (@TimAnton13) October 24, 2024 Í grein Nieuwsblad er síðan hjólað rækilega í íslenska knattspyrnu og bárust skrifin að úrslitaleik Víkings Reykjavíkur og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudaginn kemur. „Það ber að hafa það í huga að Víkingur Reykjavík er að spila úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudaginn kemur. Það segir sitt hvað um gæðastig knattspyrnunnar á Íslandi. Öll miðlungslið Belgíu ættu á venjulegum degi að valta yfir svona lið. En ekki þetta B-lið Cercle.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Belgíski boltinn Tengdar fréttir „Losnuðu hlekkir við það að lenda undir“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitanlega hreykinn af lærisveinum sínum sem lögðu belgíska liðið Cercle Brugge að velli í annarri umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í dag. 24. október 2024 17:47 Víkingar fá sextíu milljónir fyrir sigurinn Með sigrinum sögulega gegn belgíska liðinu Cercle Brugge á Kópavogsvelli í dag, í Sambandsdeildinni í fótbolta, tryggðu Víkingar sér sextíu milljónir króna til viðbótar í verðlaunafé frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. 24. október 2024 16:38 Uppgjörið: Víkingur - Cercle Brugge 3-1 | Sögulegur sigur Víkings Víkingur vann sinn fyrsta sigur í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þegar liðið vann frækinn sigur gegn Cercle Brugge í annari umferð deildarinnar á Kópavogsvelli í dag. 24. október 2024 16:24 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Sjá meira
„Losnuðu hlekkir við það að lenda undir“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitanlega hreykinn af lærisveinum sínum sem lögðu belgíska liðið Cercle Brugge að velli í annarri umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í dag. 24. október 2024 17:47
Víkingar fá sextíu milljónir fyrir sigurinn Með sigrinum sögulega gegn belgíska liðinu Cercle Brugge á Kópavogsvelli í dag, í Sambandsdeildinni í fótbolta, tryggðu Víkingar sér sextíu milljónir króna til viðbótar í verðlaunafé frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. 24. október 2024 16:38
Uppgjörið: Víkingur - Cercle Brugge 3-1 | Sögulegur sigur Víkings Víkingur vann sinn fyrsta sigur í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla þegar liðið vann frækinn sigur gegn Cercle Brugge í annari umferð deildarinnar á Kópavogsvelli í dag. 24. október 2024 16:24