Ógnarstór loftsteinaárekstur eins og áburður fyrir líf á jörðinni Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2024 15:36 Loftsteinarák yfir Norður-Makedóníu. Árekstrar loftsteina voru mun tíðari og stærri þegar jörðin var enn í bernsku sinni. Þeir virðast hafa hjálpað lífi að ná fótfestu á sinn hátt. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að loftsteinaárekstur sem var margfalt stærri en sá sem grandaði risaeðlunum hafi hjálpað lífverum með því að dreifa næringarefnum um jörðina. Talið er að höfin hafi soðið og stærsta flóðbylgja sem vitað er um hafi fylgt árekstrinum. Lofsteininn sem skall á jörðinni fyrir um 3,26 milljörðum ára var um fjörutíu til sextíu kílómetra breiður og fimmtíu til tvö hundruð sinnum massameiri en sá sem leiddi til útdauða risaeðlanna fyrir um 65 milljónum ára. Ummerki um hann fundust fyrst í Suður-Afríku fyrir tíu árum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áreksturinn olli hamförum sem mannshugurinn á erfitt með að ná utan um. Hann myndaði um fimm hundruð kílómetra breiðan gíg og þyrlaði upp bergi sem rigndi svo niður svo eins og bráðnir hraundropar úr rykskýi sem teygði sig yfir alla jörðina. Tröllvaxin flóðbylgja gekk yfir þau meginlönd sem þá voru til og reif upp hafsbotninn. Hitinn sem varð til við áreksturinn hefði snöggsoðið höfin þannig að allt að tugir metrar af sjó gufuðu skyndilega upp. Lofthiti hefði einnig hækkað um allt að hundrað gráður. Allt líf sem reiddi sig á ljóstillífun hefði þurrkast út þar sem sólin náði ekki að skína í gegnum sótsvartan himininn. Aðeins einfalt örverulíf var til staðar þegar hamfarirnar dundu á og jörðin sjálf var öll önnur en hún er nú. Yfirborð hennar var að mestu þakið vatni og nær ekkert súrefni í loftinu eða sjónum. Engar frumur með kjarna voru enn komnar fram, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Lífið gæti hafa náð sér strik á árum eða áratugum Ekki var loftsteinaáreksturinn svo með öllu illur að hann boðaði ekki nokkuð gott. Endurgerð vísindamanna sem rannsökuðu ummerki hans bendir til þess að loftsteinninn hafi þyrlað upp næringarefnum eins og fosfór og járni sem örverur gátu þrifist á. Rannsóknin bendir þannig til að stórir loftsteinaárekstrar hafi virkað eins og áburður fyrir fornbakteríur á jörðinni þegar þeir dreifðu næringarefnum um hnöttinn. Flóðbylgjur gætu einnig hafa fært járnríkan sjó úr djúpi hafsins upp á yfirborðið. „Svo virðist sem að lífið eftir árekstur hafi í raun og veru fundið virkilega hagstæðar aðstæður sem gerði því kleift að blómstra,“ segir Nadja Drabon, prófessor við Harvard-háskóla og aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu PNAS. Áætlað er að það hefði tekið nokkur ár til áratugi fyrir rykskýið að setjast og lofthjúpinn að kólna nægilega til þess að vatnsgufan félli aftur út í höfin. Lífið hefði náð sér aftur á strik á aðeins nokkrum árum eða áratugum eftir loftsteinaárekstra sem voru þá mun tíðari og stærri en nú. Tilgátur eru einnig um að vatn á jörðinni eigi uppruna sinn að rekja til loftsteina og halastjarna sem skullu á jörðinni snemma í jarðsögunni. Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Lofsteininn sem skall á jörðinni fyrir um 3,26 milljörðum ára var um fjörutíu til sextíu kílómetra breiður og fimmtíu til tvö hundruð sinnum massameiri en sá sem leiddi til útdauða risaeðlanna fyrir um 65 milljónum ára. Ummerki um hann fundust fyrst í Suður-Afríku fyrir tíu árum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áreksturinn olli hamförum sem mannshugurinn á erfitt með að ná utan um. Hann myndaði um fimm hundruð kílómetra breiðan gíg og þyrlaði upp bergi sem rigndi svo niður svo eins og bráðnir hraundropar úr rykskýi sem teygði sig yfir alla jörðina. Tröllvaxin flóðbylgja gekk yfir þau meginlönd sem þá voru til og reif upp hafsbotninn. Hitinn sem varð til við áreksturinn hefði snöggsoðið höfin þannig að allt að tugir metrar af sjó gufuðu skyndilega upp. Lofthiti hefði einnig hækkað um allt að hundrað gráður. Allt líf sem reiddi sig á ljóstillífun hefði þurrkast út þar sem sólin náði ekki að skína í gegnum sótsvartan himininn. Aðeins einfalt örverulíf var til staðar þegar hamfarirnar dundu á og jörðin sjálf var öll önnur en hún er nú. Yfirborð hennar var að mestu þakið vatni og nær ekkert súrefni í loftinu eða sjónum. Engar frumur með kjarna voru enn komnar fram, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Lífið gæti hafa náð sér strik á árum eða áratugum Ekki var loftsteinaáreksturinn svo með öllu illur að hann boðaði ekki nokkuð gott. Endurgerð vísindamanna sem rannsökuðu ummerki hans bendir til þess að loftsteinninn hafi þyrlað upp næringarefnum eins og fosfór og járni sem örverur gátu þrifist á. Rannsóknin bendir þannig til að stórir loftsteinaárekstrar hafi virkað eins og áburður fyrir fornbakteríur á jörðinni þegar þeir dreifðu næringarefnum um hnöttinn. Flóðbylgjur gætu einnig hafa fært járnríkan sjó úr djúpi hafsins upp á yfirborðið. „Svo virðist sem að lífið eftir árekstur hafi í raun og veru fundið virkilega hagstæðar aðstæður sem gerði því kleift að blómstra,“ segir Nadja Drabon, prófessor við Harvard-háskóla og aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu PNAS. Áætlað er að það hefði tekið nokkur ár til áratugi fyrir rykskýið að setjast og lofthjúpinn að kólna nægilega til þess að vatnsgufan félli aftur út í höfin. Lífið hefði náð sér aftur á strik á aðeins nokkrum árum eða áratugum eftir loftsteinaárekstra sem voru þá mun tíðari og stærri en nú. Tilgátur eru einnig um að vatn á jörðinni eigi uppruna sinn að rekja til loftsteina og halastjarna sem skullu á jörðinni snemma í jarðsögunni.
Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira