Ógnarstór loftsteinaárekstur eins og áburður fyrir líf á jörðinni Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2024 15:36 Loftsteinarák yfir Norður-Makedóníu. Árekstrar loftsteina voru mun tíðari og stærri þegar jörðin var enn í bernsku sinni. Þeir virðast hafa hjálpað lífi að ná fótfestu á sinn hátt. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að loftsteinaárekstur sem var margfalt stærri en sá sem grandaði risaeðlunum hafi hjálpað lífverum með því að dreifa næringarefnum um jörðina. Talið er að höfin hafi soðið og stærsta flóðbylgja sem vitað er um hafi fylgt árekstrinum. Lofsteininn sem skall á jörðinni fyrir um 3,26 milljörðum ára var um fjörutíu til sextíu kílómetra breiður og fimmtíu til tvö hundruð sinnum massameiri en sá sem leiddi til útdauða risaeðlanna fyrir um 65 milljónum ára. Ummerki um hann fundust fyrst í Suður-Afríku fyrir tíu árum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áreksturinn olli hamförum sem mannshugurinn á erfitt með að ná utan um. Hann myndaði um fimm hundruð kílómetra breiðan gíg og þyrlaði upp bergi sem rigndi svo niður svo eins og bráðnir hraundropar úr rykskýi sem teygði sig yfir alla jörðina. Tröllvaxin flóðbylgja gekk yfir þau meginlönd sem þá voru til og reif upp hafsbotninn. Hitinn sem varð til við áreksturinn hefði snöggsoðið höfin þannig að allt að tugir metrar af sjó gufuðu skyndilega upp. Lofthiti hefði einnig hækkað um allt að hundrað gráður. Allt líf sem reiddi sig á ljóstillífun hefði þurrkast út þar sem sólin náði ekki að skína í gegnum sótsvartan himininn. Aðeins einfalt örverulíf var til staðar þegar hamfarirnar dundu á og jörðin sjálf var öll önnur en hún er nú. Yfirborð hennar var að mestu þakið vatni og nær ekkert súrefni í loftinu eða sjónum. Engar frumur með kjarna voru enn komnar fram, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Lífið gæti hafa náð sér strik á árum eða áratugum Ekki var loftsteinaáreksturinn svo með öllu illur að hann boðaði ekki nokkuð gott. Endurgerð vísindamanna sem rannsökuðu ummerki hans bendir til þess að loftsteinninn hafi þyrlað upp næringarefnum eins og fosfór og járni sem örverur gátu þrifist á. Rannsóknin bendir þannig til að stórir loftsteinaárekstrar hafi virkað eins og áburður fyrir fornbakteríur á jörðinni þegar þeir dreifðu næringarefnum um hnöttinn. Flóðbylgjur gætu einnig hafa fært járnríkan sjó úr djúpi hafsins upp á yfirborðið. „Svo virðist sem að lífið eftir árekstur hafi í raun og veru fundið virkilega hagstæðar aðstæður sem gerði því kleift að blómstra,“ segir Nadja Drabon, prófessor við Harvard-háskóla og aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu PNAS. Áætlað er að það hefði tekið nokkur ár til áratugi fyrir rykskýið að setjast og lofthjúpinn að kólna nægilega til þess að vatnsgufan félli aftur út í höfin. Lífið hefði náð sér aftur á strik á aðeins nokkrum árum eða áratugum eftir loftsteinaárekstra sem voru þá mun tíðari og stærri en nú. Tilgátur eru einnig um að vatn á jörðinni eigi uppruna sinn að rekja til loftsteina og halastjarna sem skullu á jörðinni snemma í jarðsögunni. Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Lofsteininn sem skall á jörðinni fyrir um 3,26 milljörðum ára var um fjörutíu til sextíu kílómetra breiður og fimmtíu til tvö hundruð sinnum massameiri en sá sem leiddi til útdauða risaeðlanna fyrir um 65 milljónum ára. Ummerki um hann fundust fyrst í Suður-Afríku fyrir tíu árum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Áreksturinn olli hamförum sem mannshugurinn á erfitt með að ná utan um. Hann myndaði um fimm hundruð kílómetra breiðan gíg og þyrlaði upp bergi sem rigndi svo niður svo eins og bráðnir hraundropar úr rykskýi sem teygði sig yfir alla jörðina. Tröllvaxin flóðbylgja gekk yfir þau meginlönd sem þá voru til og reif upp hafsbotninn. Hitinn sem varð til við áreksturinn hefði snöggsoðið höfin þannig að allt að tugir metrar af sjó gufuðu skyndilega upp. Lofthiti hefði einnig hækkað um allt að hundrað gráður. Allt líf sem reiddi sig á ljóstillífun hefði þurrkast út þar sem sólin náði ekki að skína í gegnum sótsvartan himininn. Aðeins einfalt örverulíf var til staðar þegar hamfarirnar dundu á og jörðin sjálf var öll önnur en hún er nú. Yfirborð hennar var að mestu þakið vatni og nær ekkert súrefni í loftinu eða sjónum. Engar frumur með kjarna voru enn komnar fram, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Lífið gæti hafa náð sér strik á árum eða áratugum Ekki var loftsteinaáreksturinn svo með öllu illur að hann boðaði ekki nokkuð gott. Endurgerð vísindamanna sem rannsökuðu ummerki hans bendir til þess að loftsteinninn hafi þyrlað upp næringarefnum eins og fosfór og járni sem örverur gátu þrifist á. Rannsóknin bendir þannig til að stórir loftsteinaárekstrar hafi virkað eins og áburður fyrir fornbakteríur á jörðinni þegar þeir dreifðu næringarefnum um hnöttinn. Flóðbylgjur gætu einnig hafa fært járnríkan sjó úr djúpi hafsins upp á yfirborðið. „Svo virðist sem að lífið eftir árekstur hafi í raun og veru fundið virkilega hagstæðar aðstæður sem gerði því kleift að blómstra,“ segir Nadja Drabon, prófessor við Harvard-háskóla og aðalhöfundur greinar um rannsóknina sem birtist í vísindaritinu PNAS. Áætlað er að það hefði tekið nokkur ár til áratugi fyrir rykskýið að setjast og lofthjúpinn að kólna nægilega til þess að vatnsgufan félli aftur út í höfin. Lífið hefði náð sér aftur á strik á aðeins nokkrum árum eða áratugum eftir loftsteinaárekstra sem voru þá mun tíðari og stærri en nú. Tilgátur eru einnig um að vatn á jörðinni eigi uppruna sinn að rekja til loftsteina og halastjarna sem skullu á jörðinni snemma í jarðsögunni.
Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira