Mbappé fagnaði sigri en PSG neitar að gefast upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2024 20:03 Kylian Mbappé segist eiga inni 8,2 milljarða hjá Paris Saint Germain. Það er engin smá upphæð. Getty/ Lionel Hahn/ Launadeila Kylian Mbappé og Paris Saint Germain endar fyrir frönskum dómstólum eftir að leikmannasamtök frönsku deildarinnar dæmdu franska framherjanum í vil. Félagið gefur sig ekki. Mbappé sakar PSG um að hafa hætt að greiða honum laun eftir að hann tilkynnti þeim að hann myndi yfirgefa félagið á frjálsri sölu. Franski fjölmiðlar hafa það eftir heimildum úr herbúðum Mbappé að félagið skuldi honum 55 milljónir evra eða 8,2 milljarða króna. Þetta eru bæði laun fyrir síðustu mánuði tímabilsins sem og bónusgreiðslur sem voru tilgreindar í samningnum. Forráðamenn PSG halda því fram að Mbappé hafi löglega bundið enda á samninginn sinn þegar hann tilkynnti að hann væri á förum. Félagið segir líka að Mbappé hafi neitað að finna lausn á deilunni með því að hafna fundi með franska félaginu. Leikmannasamtök frönsku deildarinnar, LFP, hlustuðu á rök beggja aðila 15. október síðastliðinn og úrskurðuðu síðan í dag að Paris Saint Germain eigi að greiða Mbappé það sem félagið skuldar honum. Mbappé gekk til liðs við spænska félagið Real Madrid í sumar. Þetta er samt langt frá því að vera endir málsins því Paris Saint Germain segist ætla að fara með málið fyrir franska dómstóla. Mbappé spilaði í sjö tímabil með Paris Saint Germain og er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins með 256 mörk. Hann vann fimmtán titla með félaginu þar af franska meistaratitilinn sex sinnum. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe) Franski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira
Mbappé sakar PSG um að hafa hætt að greiða honum laun eftir að hann tilkynnti þeim að hann myndi yfirgefa félagið á frjálsri sölu. Franski fjölmiðlar hafa það eftir heimildum úr herbúðum Mbappé að félagið skuldi honum 55 milljónir evra eða 8,2 milljarða króna. Þetta eru bæði laun fyrir síðustu mánuði tímabilsins sem og bónusgreiðslur sem voru tilgreindar í samningnum. Forráðamenn PSG halda því fram að Mbappé hafi löglega bundið enda á samninginn sinn þegar hann tilkynnti að hann væri á förum. Félagið segir líka að Mbappé hafi neitað að finna lausn á deilunni með því að hafna fundi með franska félaginu. Leikmannasamtök frönsku deildarinnar, LFP, hlustuðu á rök beggja aðila 15. október síðastliðinn og úrskurðuðu síðan í dag að Paris Saint Germain eigi að greiða Mbappé það sem félagið skuldar honum. Mbappé gekk til liðs við spænska félagið Real Madrid í sumar. Þetta er samt langt frá því að vera endir málsins því Paris Saint Germain segist ætla að fara með málið fyrir franska dómstóla. Mbappé spilaði í sjö tímabil með Paris Saint Germain og er markahæsti leikmaðurinn í sögu félagsins með 256 mörk. Hann vann fimmtán titla með félaginu þar af franska meistaratitilinn sex sinnum. View this post on Instagram A post shared by L'Équipe (@lequipe)
Franski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Mainoo vill fara á láni Enski boltinn Fleiri fréttir Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Sjá meira