Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í fallbaráttunni og í kapphlaupinu um Evrópusætin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2024 06:01 HK-ingar eiga enn raunhæfa von um að bjarga sér frá falli úr Bestu deildinni, eftir dramatískan sigur gegn Fram í gærkvöld. vísir/Diego Lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta verður í sviðsljósinu í dag en allir leikir nema úrslitaleikurinn um titilinn fara þá fram og verða í beinni á sportstöðvunum. Það verður líka sýnt beint frá úrvalsdeildinni í pílukasti, leikur sýndur úr NBA deildinni í körfubolta, annar úrslitaleikurinn í bandaríska hafnaboltanum verður í beinni og svo er sýnt frá tímatökunni í formúlu 1 kappakstrinum i Mexíkó. Fallbaráttuleikirnir í Bestu deild karla fara fram klukkan tvö en leikirnir í Evrópubaráttinni klukkan 16.15. HK og Vestri reyna að forðast fallið en Fylkismenn eru þegar fallnir. HK heimsækir KR-inga í Vesturbæinn en Vestramenn taka á móti föllnum Fylkismönnum. Fylkismenn gætu því mögulega rekið Djúpmenn með sér niður í Lengjudeildina. Það verður líka barist um síðasta Evrópusætið en Valsmenn og Stjörnumenn eiga enn möguleika á því að spila í Evrópu næsta sumar. Valsmenn eru með tveggja stiga forskot á Stjörnuna en Valsmenn fá Skagamenn í heimsókn á Hlíðarenda. Jafntefli ætti að nægja Val því þeir eru með tólf stiga forskot í markatölu. Stjörnumenn taka á sama tíma á móti nágrönnum sínum í FH í Garðabænum. Þeir þurfa að vinna og treysta á það að Valsmenn fái ekki stig. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag. Stöð 2 Sport Klukkan 13.45 hefst útsending frá leik KR og HK í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 16.05 hefst útsending frá leik Vals og ÍA í efri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 18.20 fara Ísey Tilþrifin í loftið en þar verður farið yfir mörkin úr öllum leikjum dagsins i Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 19.00 hefst útsending frá úrvalsdeildinni í pílukasti. Stöð 2 Sport 2 Klukkan 21.00 hefst útsending frá leik Denver Nuggets og Los Angeles Clippers í NBA deildinni í körfubolta. Stöð 2 Sport 4 Klukkan 1.30 eftir miðnætti hefst útsending frá Maybank Championship golfmótinu á LPGA mótaröðinni. Mótið er haldið í Kuala Lumpur í Malasíu. Stöð 2 Sport 5 Klukkan 13.45 hefst útsending frá leik Fram og KA í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta Klukkan 16.05 hefst útsending frá leik Stjörnunnar og FH í efri hluta Bestu deild karla í fótbolta Besta deildin 1 Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Vestra og Fylkis í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Vodafone Sport Klukkan 11.20 hefst útsending frá leik Bristol City og Leeds í ensku b-deildinni. Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Derby County og Hull City í ensku b-deildinni. Klukkan 17.25 hefst útsending frá æfingu þrjú í Formúlu 1 í Mexíkó. Klukkan 20.55 hefst útsending frá tímatökunni í Formúlu 1 í Mexíkó. Á miðnætti hefst annar leikurinn í World Series í bandaríska hafnaboltanum á milli New York Yankees og Los Angeles Dodgers Dagskráin í dag Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira
Það verður líka sýnt beint frá úrvalsdeildinni í pílukasti, leikur sýndur úr NBA deildinni í körfubolta, annar úrslitaleikurinn í bandaríska hafnaboltanum verður í beinni og svo er sýnt frá tímatökunni í formúlu 1 kappakstrinum i Mexíkó. Fallbaráttuleikirnir í Bestu deild karla fara fram klukkan tvö en leikirnir í Evrópubaráttinni klukkan 16.15. HK og Vestri reyna að forðast fallið en Fylkismenn eru þegar fallnir. HK heimsækir KR-inga í Vesturbæinn en Vestramenn taka á móti föllnum Fylkismönnum. Fylkismenn gætu því mögulega rekið Djúpmenn með sér niður í Lengjudeildina. Það verður líka barist um síðasta Evrópusætið en Valsmenn og Stjörnumenn eiga enn möguleika á því að spila í Evrópu næsta sumar. Valsmenn eru með tveggja stiga forskot á Stjörnuna en Valsmenn fá Skagamenn í heimsókn á Hlíðarenda. Jafntefli ætti að nægja Val því þeir eru með tólf stiga forskot í markatölu. Stjörnumenn taka á sama tíma á móti nágrönnum sínum í FH í Garðabænum. Þeir þurfa að vinna og treysta á það að Valsmenn fái ekki stig. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag. Stöð 2 Sport Klukkan 13.45 hefst útsending frá leik KR og HK í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 16.05 hefst útsending frá leik Vals og ÍA í efri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 18.20 fara Ísey Tilþrifin í loftið en þar verður farið yfir mörkin úr öllum leikjum dagsins i Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 19.00 hefst útsending frá úrvalsdeildinni í pílukasti. Stöð 2 Sport 2 Klukkan 21.00 hefst útsending frá leik Denver Nuggets og Los Angeles Clippers í NBA deildinni í körfubolta. Stöð 2 Sport 4 Klukkan 1.30 eftir miðnætti hefst útsending frá Maybank Championship golfmótinu á LPGA mótaröðinni. Mótið er haldið í Kuala Lumpur í Malasíu. Stöð 2 Sport 5 Klukkan 13.45 hefst útsending frá leik Fram og KA í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta Klukkan 16.05 hefst útsending frá leik Stjörnunnar og FH í efri hluta Bestu deild karla í fótbolta Besta deildin 1 Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Vestra og Fylkis í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Vodafone Sport Klukkan 11.20 hefst útsending frá leik Bristol City og Leeds í ensku b-deildinni. Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Derby County og Hull City í ensku b-deildinni. Klukkan 17.25 hefst útsending frá æfingu þrjú í Formúlu 1 í Mexíkó. Klukkan 20.55 hefst útsending frá tímatökunni í Formúlu 1 í Mexíkó. Á miðnætti hefst annar leikurinn í World Series í bandaríska hafnaboltanum á milli New York Yankees og Los Angeles Dodgers
Dagskráin í dag Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira