Íranar segja skaðann „takmarkaðan“ eftir árásir næturinnar Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2024 07:29 Frá Tehran, höfuðborg Íran í nótt. AP/Vahid Salemi Klerkastjórn Íran er þegar byrjuð að gera lítið úr árásum Ísrael á landið í nótt. Þær eru sagðar hafa beinst gegn hernaðarskotmörkum í landinu og segja ráðamenn í Íran að skaðinn hafi verið „takmarkaður“. Ísraelar segja árásunum lokið og að þær hafi verið gerðar á loftvarnarkerfi, eldflaugaverksmiðjur og önnur skotmörk. Að minnsta kosti tveir hermenn eru sagðir hafa fallið í árásunum í Íran í nótt. Talsmaður ísraelska hersins segir að markmiðum árásanna í nótt hafi verið náð. Þá hafa Ísraelar hvatt klerkastjórnina til að svara árásunum ekki frekar og segja að það yrðu mistök. Sjá einnig: Ísrael gerir loftárás á Íran Engar árásir virðast hafa verið gerðar á olíuvinnslu Íran eða kjarnorkurannsóknarstofur, eins og Ísraelar höfðu hótað að gera en fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi beðið Ísraela að gera það ekki. Í staðinn virðist sem Bandaríkjamenn hafi sent háþróað THAAD-loftvarnarkerfi til Ísrael og hermenn en kerfið er sérstaklega hannað til að skjóta niður skotflaugar. Wall Street Journal hefur eftir talsmanni þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna að árásir Ísraela í nótt hafi verið gerðar í sjálfsvörn og að Bandaríkjamenn hafi ekki komið að þeim með nokkrum hætti. Sjá einnig: „Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Hann sagði einnig að Ísraelar hefðu markvisst reynt að komast hjá mannfalli meðal óbreyttra borgara. Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, sagði í nótt að árásunum væri lokið. “I can now confirm that we have concluded the Israeli response to Iran’s attacks against Israel. We conducted targeted and precise strikes on military targets in Iran — thwarting immediate threats to the State of Israel.”Watch IDF Spokesperson RAdm. Daniel Hagari talk about the… pic.twitter.com/1OOss3etpV— Israel Defense Forces (@IDF) October 26, 2024 Rúmlega hundrað flugvélar og drónar Árásirnar í nótt voru að sögn ríkisstjórnar Ísraels svar við árás Írans á Ísrael í síðasta mánuði, þegar tæplega tvö hundruð skotflaugum var skotið að Ísrael. Yfirvöld í Íran segja árásir hafa verið gerðar í þremur héruðum landsins og að engri ísraelski herflugvél hafi verið flogið inn í lofthelgi landsins. Heimildarmenn New York Times í Ísrael segja rúmlega hundrað herflugvélar og dróna hafa verið notaða til árásanna, sem gerðar voru í þremur áföngum. Í fyrsta áfanganum voru árásir gerðar á loftvarnarkerfi og ratsjár Írana og bandamanna þeirra í Sýrlandi og í Írak. Eftir það voru árásir gerðar á loftvarnarkerfi í Íran og þriðja bylgjan er sögð hafa verið gegn eldflaugaverksmiðjum og skotpöllum í Íran. Í þriðju bylgjunni munu árásir hafa verið gerðar á um tuttugu skotmörk í Íran. Ísraelar og Íranar hafa um árabil átt í óbeinum átökum. Ísraelar hafa gert leynilegar árásir í Íran og ráðið embættismenn og vísindamenn sem komið hafa að kjarnokuáætlun ríkisins af dögum, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafa Íranar ítrekað hvatt bandamenn sína og vígahópa á þeirra snærum að gera árásir á Ísrael. Staðan milli Ísrael og Íran þykir þó nokkuð breytt eftir vendingar síðustu vikna, þar sem Ísraelar virðast hafa valdið Hezbollah-samtökunum gífurlegum skaða. Margir af helstu leiðtogum samtakanna hafa verið felldir og Ísraelar segjast hafa grandað stórum hluta umfangsmikilla birgða Hezbollah af eldflaugum. Times of Israel hefur eftir Yair Lapid, einum af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Ísrael að árásirnar í nótt virðist hafa verið of takmarkaðar. Íranar þyrftu að gjalda dýru gjaldi fyrir árásir þeirra og vígahópa á þeirra vegum á Ísrael. Lýsti hann yfir vonbrigðum með að ekki hefðu verið gerðar árásir til að valda efnahagslegum skaða á Íran. Sú ákvörðun að gera það ekki hafi verið röng. „Við gætum og ættum að láta Íran gjalda munu dýrara gjaldi.“ Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Írak Sýrland Bandaríkin Hernaður Líbanon Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Að minnsta kosti tveir hermenn eru sagðir hafa fallið í árásunum í Íran í nótt. Talsmaður ísraelska hersins segir að markmiðum árásanna í nótt hafi verið náð. Þá hafa Ísraelar hvatt klerkastjórnina til að svara árásunum ekki frekar og segja að það yrðu mistök. Sjá einnig: Ísrael gerir loftárás á Íran Engar árásir virðast hafa verið gerðar á olíuvinnslu Íran eða kjarnorkurannsóknarstofur, eins og Ísraelar höfðu hótað að gera en fregnir hafa borist af því að ráðamenn í Bandaríkjunum hafi beðið Ísraela að gera það ekki. Í staðinn virðist sem Bandaríkjamenn hafi sent háþróað THAAD-loftvarnarkerfi til Ísrael og hermenn en kerfið er sérstaklega hannað til að skjóta niður skotflaugar. Wall Street Journal hefur eftir talsmanni þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna að árásir Ísraela í nótt hafi verið gerðar í sjálfsvörn og að Bandaríkjamenn hafi ekki komið að þeim með nokkrum hætti. Sjá einnig: „Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Hann sagði einnig að Ísraelar hefðu markvisst reynt að komast hjá mannfalli meðal óbreyttra borgara. Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, sagði í nótt að árásunum væri lokið. “I can now confirm that we have concluded the Israeli response to Iran’s attacks against Israel. We conducted targeted and precise strikes on military targets in Iran — thwarting immediate threats to the State of Israel.”Watch IDF Spokesperson RAdm. Daniel Hagari talk about the… pic.twitter.com/1OOss3etpV— Israel Defense Forces (@IDF) October 26, 2024 Rúmlega hundrað flugvélar og drónar Árásirnar í nótt voru að sögn ríkisstjórnar Ísraels svar við árás Írans á Ísrael í síðasta mánuði, þegar tæplega tvö hundruð skotflaugum var skotið að Ísrael. Yfirvöld í Íran segja árásir hafa verið gerðar í þremur héruðum landsins og að engri ísraelski herflugvél hafi verið flogið inn í lofthelgi landsins. Heimildarmenn New York Times í Ísrael segja rúmlega hundrað herflugvélar og dróna hafa verið notaða til árásanna, sem gerðar voru í þremur áföngum. Í fyrsta áfanganum voru árásir gerðar á loftvarnarkerfi og ratsjár Írana og bandamanna þeirra í Sýrlandi og í Írak. Eftir það voru árásir gerðar á loftvarnarkerfi í Íran og þriðja bylgjan er sögð hafa verið gegn eldflaugaverksmiðjum og skotpöllum í Íran. Í þriðju bylgjunni munu árásir hafa verið gerðar á um tuttugu skotmörk í Íran. Ísraelar og Íranar hafa um árabil átt í óbeinum átökum. Ísraelar hafa gert leynilegar árásir í Íran og ráðið embættismenn og vísindamenn sem komið hafa að kjarnokuáætlun ríkisins af dögum, svo eitthvað sé nefnt. Þá hafa Íranar ítrekað hvatt bandamenn sína og vígahópa á þeirra snærum að gera árásir á Ísrael. Staðan milli Ísrael og Íran þykir þó nokkuð breytt eftir vendingar síðustu vikna, þar sem Ísraelar virðast hafa valdið Hezbollah-samtökunum gífurlegum skaða. Margir af helstu leiðtogum samtakanna hafa verið felldir og Ísraelar segjast hafa grandað stórum hluta umfangsmikilla birgða Hezbollah af eldflaugum. Times of Israel hefur eftir Yair Lapid, einum af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Ísrael að árásirnar í nótt virðist hafa verið of takmarkaðar. Íranar þyrftu að gjalda dýru gjaldi fyrir árásir þeirra og vígahópa á þeirra vegum á Ísrael. Lýsti hann yfir vonbrigðum með að ekki hefðu verið gerðar árásir til að valda efnahagslegum skaða á Íran. Sú ákvörðun að gera það ekki hafi verið röng. „Við gætum og ættum að láta Íran gjalda munu dýrara gjaldi.“
Íran Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Írak Sýrland Bandaríkin Hernaður Líbanon Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira