Skiltið í allt öðrum búningi en lagt var upp með Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. október 2024 21:37 Jóhann með skiltinu sem er þó afar ólíkt hugmyndinni sem hann lagði inn fyrir tveimur árum. vísir/sigurjón Hugmynd sem bar sigur úr býtum í verkefninu Hverfið mitt er nú orðin að skilti í Breiðholtinu en þó í allt öðrum búningi og á öðrum stað en hugmyndasmiðurinn hafði séð fyrir sér Jóhann Sveinsson, hugmyndasmiðurinn á bak við skiltið, lagði hugmyndina inn í verkefni Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, þar sem kosið var á milli hugmynda sem að íbúar lögðu fram sem borgin síðan framkvæmdi. Hugmynd Jóhanns er nú orðin að veruleika en á öðrum stað svo það trufli ekki umferð. „Hugmyndin var að hafa það hér efst í brekkunni og nýta blokkirnar í bakgrunni á skiltinu til að ramma inn skiltið sjálft en ákvörðun var tekin um að hafa það hér neðar í brekkunni.“ Skiptir mestu máli að hafa fengið skilti Samkvæmt hugmynd átti skiltið að líta út eins og sést á ljósmynd hér fyrir neðan en nú er það risið á öðrum stað, neðar í brekkunni við Hólahverfi og í allt öðrum búningi. Jóhann segist þó ekki svekktur með útkomuna. Til vinstri má sjá upprunalegu hugmyndina að skiltinu sem átti að standa efst í brekkunni en til hægri má sjá loka útkomuna.Aðsend „Ég er kannski ánægðastur með það að við höfum fengið skilti yfir höfuð. Niðurstaðan.. Ekki það sem var kosið um í upphafi. Fyrsta skrefið hlítur að hafa verið að fá skiltið yfir höfuð Hvort að maður sé ánægður með útlitið á skiltinu, ég gef þeim það að það lítur mun betur út á kvöldin þegar það eru upplýstir stafirnir inn í þessu.“ Fangi ekki listrænan anda Breiðholtsins Jóhann tekur fram að það væri skemmtilegra ef skiltið væri sýnilegt og áberandi allan sólarhringinn en ekki aðeins þegar það er dimmt og bendir á að það týnist aðeins á þeim stað og í þeim búning sem það er núna. Hann telur látlausan brag skiltisins ekki fanga listrænan anda Breiðholtsins. „Mér finnst þetta ekki vera í þeim skilningi mjög listrænt kannski en svo er ég ekkert djúpur í svona listfræðum og kannski er þetta listaverk, það getur vel verið.“ Fréttastofa ræddi við Jóhann á síðasta ári þegar að hugmyndin bar sigur úr býtum í verkefni Reykjavíkurborgar. Á þeim tíma var Jóhann mjög ánægður með að fá skilti í hverfið. „Þetta er í rauninni hugmynd sem við félagarnir erum búnir að ganga með lengi. Á öllum flottustu svæðum heims er glæsileg aðkoma líka og Breiðholt er auðvitað eitt af flottustu svæðum heims, það vita það allir sem hingað hafa komið,“ sagði Jóhann á sínum tíma en viðtalið við hann frá síðasta ári má berja augum í spilaranum hér fyrir neðan. Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Inga tekur við af Guðmundi og Ragnar tekur við af Ingu Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Jóhann Sveinsson, hugmyndasmiðurinn á bak við skiltið, lagði hugmyndina inn í verkefni Reykjavíkurborgar, Hverfið mitt, þar sem kosið var á milli hugmynda sem að íbúar lögðu fram sem borgin síðan framkvæmdi. Hugmynd Jóhanns er nú orðin að veruleika en á öðrum stað svo það trufli ekki umferð. „Hugmyndin var að hafa það hér efst í brekkunni og nýta blokkirnar í bakgrunni á skiltinu til að ramma inn skiltið sjálft en ákvörðun var tekin um að hafa það hér neðar í brekkunni.“ Skiptir mestu máli að hafa fengið skilti Samkvæmt hugmynd átti skiltið að líta út eins og sést á ljósmynd hér fyrir neðan en nú er það risið á öðrum stað, neðar í brekkunni við Hólahverfi og í allt öðrum búningi. Jóhann segist þó ekki svekktur með útkomuna. Til vinstri má sjá upprunalegu hugmyndina að skiltinu sem átti að standa efst í brekkunni en til hægri má sjá loka útkomuna.Aðsend „Ég er kannski ánægðastur með það að við höfum fengið skilti yfir höfuð. Niðurstaðan.. Ekki það sem var kosið um í upphafi. Fyrsta skrefið hlítur að hafa verið að fá skiltið yfir höfuð Hvort að maður sé ánægður með útlitið á skiltinu, ég gef þeim það að það lítur mun betur út á kvöldin þegar það eru upplýstir stafirnir inn í þessu.“ Fangi ekki listrænan anda Breiðholtsins Jóhann tekur fram að það væri skemmtilegra ef skiltið væri sýnilegt og áberandi allan sólarhringinn en ekki aðeins þegar það er dimmt og bendir á að það týnist aðeins á þeim stað og í þeim búning sem það er núna. Hann telur látlausan brag skiltisins ekki fanga listrænan anda Breiðholtsins. „Mér finnst þetta ekki vera í þeim skilningi mjög listrænt kannski en svo er ég ekkert djúpur í svona listfræðum og kannski er þetta listaverk, það getur vel verið.“ Fréttastofa ræddi við Jóhann á síðasta ári þegar að hugmyndin bar sigur úr býtum í verkefni Reykjavíkurborgar. Á þeim tíma var Jóhann mjög ánægður með að fá skilti í hverfið. „Þetta er í rauninni hugmynd sem við félagarnir erum búnir að ganga með lengi. Á öllum flottustu svæðum heims er glæsileg aðkoma líka og Breiðholt er auðvitað eitt af flottustu svæðum heims, það vita það allir sem hingað hafa komið,“ sagði Jóhann á sínum tíma en viðtalið við hann frá síðasta ári má berja augum í spilaranum hér fyrir neðan.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Inga tekur við af Guðmundi og Ragnar tekur við af Ingu Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira