Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flokki fólksins.
„Það er mikill fengur í Mörtu og Birni. Þau verða öflugir liðsmenn í baráttu okkar fyrir réttlæti. Áherslur Björns Þorlákssonar fyrir réttlæti, auknum jöfnuði og andóf hans gegn spillingu fer vel að stefnu Flokks fólksins,“ er haft eftir Ingu Sæland, formanni Flokki fólksins.
Marta Wieczorek er grunnskólakennari í Hólabrekkuskóla, aðstoðarskólastjóri pólska skólans og menningarsendiherra. Marta var kosin Reykvíkingur ársins 2024 fyrir dýrmætt starf sitt í þágu barna í borginni.
