Ísland þarf ríkisstjórn um almannahagsmuni – ekki sérhagsmuni Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 28. október 2024 07:15 Sjö ára tilraunastarfsemi um samstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er blessunarlega lokið og komið er að kosningum. Kosningum sem snúast um forgangsröðun, hagræðingu og sókn í efnahagslegum kjörum fólks og fyrirtækja. Kosningum um breytingar, efnahagslegt jafnvægi og síðast en ekki síst lausnamiðaða hugsun. Til þess þarf ríkisstjórn sem hefur hagsmuni almennings að leiðarljósi– ekki sérhagsmuni. Viðreisn mun beita sér af alefli fyrir hagsmunum almennings í nýrri ríkisstjórn – eftir sjö ár af óstjórn og sérhagsmunagæslu ríkisstjórnarinnar sem er að hverfa af sviðinu. Þau skilja vinnandi fólk eftir í erfiðri stöðu Vinnandi fólk á Íslandi er í erfiðri stöðu og lítil og meðalstór fyrirtæki eins og korktappi á rúmsjó. Verðbólga hefur verið yfir markmiðum í meira en fjögur ár og greiningaraðilar spá að hún nái markmiðum í fyrsta lagi haustið 2026 – eftir 80 mánaða samfellt verðbólgutímabil. Venjulegt fólk finnur fyrir því að búðarferðin kostar hálfan handlegg og matvara hækkar viku eftir viku. Stýrivextir eru 9% sem lönd eins og Rússland og Úkraína þekkja. Enginn hefur hugmynd um hvernig afborgun af lánum kemur til með að líta út eftir ár. Jafnvægið er ekkert og fyrirsjáanleiki lítill. Þetta þarf ekki að vera svona. Þau hafa leyft verðsamráð Á sama tíma og verðbólga er í hámarki hefur ríkisstjórnin samt sem áður unnið markvisst gegn samkeppni á markaði. Samkeppnisreglur hafa verið teknar úr sambandi í landbúnaði– sem fer gegn hagsmunum neytenda og bænda. Svigrúm hefur verið skapað fyrir stórfyrirtæki til að stunda verðsamráð, sem bitnar á fólki og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þetta þarf ekki að vera svona. Þau bjóða hæstu skatta í heimi en ekki góða þjónustu Viðreisn hefur lengi bent á að skattbyrði á Íslandi er ein sú hæsta í heiminum. Um helmingur verðmætasköpunar fer í skatta og lífeyrissjóði og um 70% álagðra gjalda eru greidd af þriðjungi landsmanna. Þetta er millistéttin á Íslandi. En þrátt fyrir þessa háu skatta eru gæði opinberrar þjónustu langt frá því að vera sambærileg við það sem þekkist á Norðurlöndum. Fjármunir sem ættu að fara í innviðafjárfestingar og heilbrigðisþjónustu fara nefnilega í að greiða vexti af lánum ríkisins. Á meðan lengjast biðlistar í heilbrigðiskerfinu, unga fólkið skorar lágt í alþjóðlegum samanburði menntunar, og eldra fólk liggur mánuðum saman á göngum Landspítalans. Þetta þarf ekki að vera svona. Viðreisn er rétti kosturinn fyrir fólk og fyrirtæki Til að vinna á verðbólgu þarf alvöru efnahagsstjórn sem bætir efnahag heimilanna. Í nýrri ríkisstjórn mun Viðreisn leggja áherslu á ábyrgð og forgangsröðun. Skattahækkanir á vinnandi fólk og lítil – og meðalstór fyrirtæki geta ekki komið til greina í landi hárrar verðbólgu og hárra skatta. Leggjum frekar áherslu á hagvöxt, betri nýtingu fjármuna og samkeppni í þágu fólks og fyrirtækja. Þannig bætum við hag fólks og fyrirtækja á Íslandi. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Sjö ára tilraunastarfsemi um samstarf VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er blessunarlega lokið og komið er að kosningum. Kosningum sem snúast um forgangsröðun, hagræðingu og sókn í efnahagslegum kjörum fólks og fyrirtækja. Kosningum um breytingar, efnahagslegt jafnvægi og síðast en ekki síst lausnamiðaða hugsun. Til þess þarf ríkisstjórn sem hefur hagsmuni almennings að leiðarljósi– ekki sérhagsmuni. Viðreisn mun beita sér af alefli fyrir hagsmunum almennings í nýrri ríkisstjórn – eftir sjö ár af óstjórn og sérhagsmunagæslu ríkisstjórnarinnar sem er að hverfa af sviðinu. Þau skilja vinnandi fólk eftir í erfiðri stöðu Vinnandi fólk á Íslandi er í erfiðri stöðu og lítil og meðalstór fyrirtæki eins og korktappi á rúmsjó. Verðbólga hefur verið yfir markmiðum í meira en fjögur ár og greiningaraðilar spá að hún nái markmiðum í fyrsta lagi haustið 2026 – eftir 80 mánaða samfellt verðbólgutímabil. Venjulegt fólk finnur fyrir því að búðarferðin kostar hálfan handlegg og matvara hækkar viku eftir viku. Stýrivextir eru 9% sem lönd eins og Rússland og Úkraína þekkja. Enginn hefur hugmynd um hvernig afborgun af lánum kemur til með að líta út eftir ár. Jafnvægið er ekkert og fyrirsjáanleiki lítill. Þetta þarf ekki að vera svona. Þau hafa leyft verðsamráð Á sama tíma og verðbólga er í hámarki hefur ríkisstjórnin samt sem áður unnið markvisst gegn samkeppni á markaði. Samkeppnisreglur hafa verið teknar úr sambandi í landbúnaði– sem fer gegn hagsmunum neytenda og bænda. Svigrúm hefur verið skapað fyrir stórfyrirtæki til að stunda verðsamráð, sem bitnar á fólki og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þetta þarf ekki að vera svona. Þau bjóða hæstu skatta í heimi en ekki góða þjónustu Viðreisn hefur lengi bent á að skattbyrði á Íslandi er ein sú hæsta í heiminum. Um helmingur verðmætasköpunar fer í skatta og lífeyrissjóði og um 70% álagðra gjalda eru greidd af þriðjungi landsmanna. Þetta er millistéttin á Íslandi. En þrátt fyrir þessa háu skatta eru gæði opinberrar þjónustu langt frá því að vera sambærileg við það sem þekkist á Norðurlöndum. Fjármunir sem ættu að fara í innviðafjárfestingar og heilbrigðisþjónustu fara nefnilega í að greiða vexti af lánum ríkisins. Á meðan lengjast biðlistar í heilbrigðiskerfinu, unga fólkið skorar lágt í alþjóðlegum samanburði menntunar, og eldra fólk liggur mánuðum saman á göngum Landspítalans. Þetta þarf ekki að vera svona. Viðreisn er rétti kosturinn fyrir fólk og fyrirtæki Til að vinna á verðbólgu þarf alvöru efnahagsstjórn sem bætir efnahag heimilanna. Í nýrri ríkisstjórn mun Viðreisn leggja áherslu á ábyrgð og forgangsröðun. Skattahækkanir á vinnandi fólk og lítil – og meðalstór fyrirtæki geta ekki komið til greina í landi hárrar verðbólgu og hárra skatta. Leggjum frekar áherslu á hagvöxt, betri nýtingu fjármuna og samkeppni í þágu fólks og fyrirtækja. Þannig bætum við hag fólks og fyrirtækja á Íslandi. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík suður.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar