Orðljótir stuðningsmenn Trump létu gamminn geisa í New York Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. október 2024 07:15 Það er ekki hægt að segja annað en að mætingin hafi verið góð enda flestir helstu stuðningsmenn Trump meðal ræðumanna kvöldsins. AP/Yuki Iwamura Púertó Ríkó er „fljótandi ruslaeyja“, gyðingar nískir og Palestínumenn grjótkastarar. Þá er Kamala Harris and-Kristur og vændiskona. Þetta er meðal þess sem kom fram á kosningafundi Donald Trump í Madison Square Garden í gærkvöldi. Það voru hinir ýmsu stuðningsmenn Trump sem létu ofangreind ummæli falla á fundinum, sem efnt var til jafnvel þótt Trump eigi afar litla möguleika á því að vinna kjörmenn ríkisins, þar sem Harris hefur verið að mælast með allt að 20 prósent forskot. Elon Musk, ríkasti maður heims og ötull stuðningsmaður Trump, hélt því fram að hægt væri að skera niður útgjöld ríkisins um þriðjung.AP/Evan Vucci Harrist stefnir að því að verða „fyrsti samóski-malasíski, illa greindi fyrrverandi ríkissakssóknari Kaliforníu til að verða forseti,“ sagði fjölmiðlamaðurinn Tucker Carlson á sviðinu, í tilraun til að gera grín að uppruna og starfsferli varaforsetans. Sjálfur endurtók Trump fullyrðingar sínar um að eiga í stríði við „óvininn innan kerfisins“ og lýsti deginum sem hann yrði forseti á ný sem deginum sem Bandaríkin yrðu frelsuð undan hernámi ólöglegra innflytjenda. Melania Trump tók til máls á fundinum en það hefur farið afar lítið fyrir henni í kosningabaráttunni.AP/Alex Brandon „Kamala, þú ert rekin!“ sagði Trump við mikinn fögnuð viðstaddra. „Þið megið segja það... ég ætti líklega ekki að segja það,“ sagði varaforsetaefnið J.D. Vance þegar viðstaddir hófu að kyrja „túrtappa-Tim“, um varaforsetaefni Harris. Framboð Kamölu Harris var fljótt að bregðast við og fordæma ummæli grínistans Tony Hinchcliffe um Púertó Ríkó og þá tjáðu sig ýmsar stjörnur ættaðar þaðan, til að mynda Ricky Martin, Bad Bunny og Jennifer Lopez. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Púertó Ríkó Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Það voru hinir ýmsu stuðningsmenn Trump sem létu ofangreind ummæli falla á fundinum, sem efnt var til jafnvel þótt Trump eigi afar litla möguleika á því að vinna kjörmenn ríkisins, þar sem Harris hefur verið að mælast með allt að 20 prósent forskot. Elon Musk, ríkasti maður heims og ötull stuðningsmaður Trump, hélt því fram að hægt væri að skera niður útgjöld ríkisins um þriðjung.AP/Evan Vucci Harrist stefnir að því að verða „fyrsti samóski-malasíski, illa greindi fyrrverandi ríkissakssóknari Kaliforníu til að verða forseti,“ sagði fjölmiðlamaðurinn Tucker Carlson á sviðinu, í tilraun til að gera grín að uppruna og starfsferli varaforsetans. Sjálfur endurtók Trump fullyrðingar sínar um að eiga í stríði við „óvininn innan kerfisins“ og lýsti deginum sem hann yrði forseti á ný sem deginum sem Bandaríkin yrðu frelsuð undan hernámi ólöglegra innflytjenda. Melania Trump tók til máls á fundinum en það hefur farið afar lítið fyrir henni í kosningabaráttunni.AP/Alex Brandon „Kamala, þú ert rekin!“ sagði Trump við mikinn fögnuð viðstaddra. „Þið megið segja það... ég ætti líklega ekki að segja það,“ sagði varaforsetaefnið J.D. Vance þegar viðstaddir hófu að kyrja „túrtappa-Tim“, um varaforsetaefni Harris. Framboð Kamölu Harris var fljótt að bregðast við og fordæma ummæli grínistans Tony Hinchcliffe um Púertó Ríkó og þá tjáðu sig ýmsar stjörnur ættaðar þaðan, til að mynda Ricky Martin, Bad Bunny og Jennifer Lopez.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Púertó Ríkó Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira