Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Aron Guðmundsson skrifar 28. október 2024 14:02 Pétur Pétursson á hliðarlínunni sem þjálfari Vals Vísir/Ernir Eyjólfsson Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir það ekki rétt að Pétur Pétursson hafi verið rekinn úr stöðu þjálfara kvennaliðs Vals í fótbolta. Um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða. Valur hefur nú leit að nýjum þjálfara og vill klára þau mál fljótt. Valur greindi frá því í yfirlýsingu í gær að stjórn knattspyrnudeildar félagsins og Pétur hefðu komist að samkomulagi að hann hætti að þjálfa kvennalið Vals í fótbolta. Valur endaði í 2.sæti Bestu deildar kvenna á nýafstöðnu tímabili og stóð uppi sem bikarmeistari. Pétur hafði verið þjálfari liðsins frá því árið 2017 en undir hans stjórn varð liðið fjórum sinnum Íslandsmeistari sem og bikarmeistari í tvígang. Það eina sem haft var eftir Pétri í yfirlýsingu Vals var „Takk fyrir mig.“ Sögusagnir fóru á kreik um að Pétur hefði verið rekinn frá Val en Björn Steinar, sem tók við sem formaður knattspyrnudeildar Vals fyrir skemmstu, segir þær sögusagnir af og frá. „Við höfum átt fundi með Pétri upp á síðkastið og eftir þá fundi er það sameiginleg niðurstaða stjórnar og Péturs að leiðir skilji núna,“ segir Björn í samtali við íþróttadeild Vísis. Pétur sjálfur tjáði sig við vefsíðuna Fótbolti.net í morgun áður en hann hoppaði upp í flugvél þar sem stefnan var tekin á frí á Spáni. Þar sagði Pétur að ákvörðunin væri sameiginleg. Það hafi ekki skipt máli að ný stjórn væri tekin við hjá knattspyrnudeild Vals. „Nei, þetta var aðallega hjá mér. Ég vil eyða meiri tíma í eitthvað annað en það sem ég hef verið að gera undanfarin 30 ár,“ sagði Pétur í samtali við Fótbolta.net Aðspurður hvort að stjórn Vals hafi átt frumkvæði að þeirri ákvörðun að samstarf Vals og Pétur sé komin á endastöð segir Björn Steinar svo ekki vera. „Nei þetta er sameiginleg ákvörðun okkar og hans. Niðurstaða samtals sem á sér stað milli okkar.“ Í forgangi að ráða inn þjálfara Varðandi leit Vals að nýjum þjálfara fyrir kvennalið sitt hafði Björn þetta að segja: „Það er algjörlega í forgangi hjá okkur að klára það sem allra fyrst. Það er ekkert sem liggur fyrir varðandi það á þessum tímapunkti. Hins vegar eru ekki margar vikur til stefnu þar til að undirbúningstímabilið hefst. Þá er mikivægt að ráða inn nýjan þjálfara til þess að fá á hreint afstöðu til leikmannamála.“ Mál framherjans Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur hefur farið hátt undanfarnar vikur en fráfarandi stjórn knattspyrnudeildar Vals ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi hennar. Berglind Björg gekk til liðs við Val og sneri aftur á fótboltavöllinn í sumar, eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í lok síðasta árs. Samningi hennar við Val var óvænt rift fyrr í mánuðinum. „Ákvörðunin sem tekin var byggir á ákvæði í hennar samningi. Sú ákvörðun var tekin af fyrri stjórn og framkvæmdastjórn félagsins. Ég held að það sé alveg eðlilegt þegar að þjálfaramál liggi fyrir þá er það mögulegt verkefni nýrrar stjórnar og þess þjálfarateymis að mögulega ræða við hana sem og aðra leikmenn. Besta deild kvenna Íslenski boltinn Valur Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Fótbolti Fleiri fréttir Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Sjá meira
Valur greindi frá því í yfirlýsingu í gær að stjórn knattspyrnudeildar félagsins og Pétur hefðu komist að samkomulagi að hann hætti að þjálfa kvennalið Vals í fótbolta. Valur endaði í 2.sæti Bestu deildar kvenna á nýafstöðnu tímabili og stóð uppi sem bikarmeistari. Pétur hafði verið þjálfari liðsins frá því árið 2017 en undir hans stjórn varð liðið fjórum sinnum Íslandsmeistari sem og bikarmeistari í tvígang. Það eina sem haft var eftir Pétri í yfirlýsingu Vals var „Takk fyrir mig.“ Sögusagnir fóru á kreik um að Pétur hefði verið rekinn frá Val en Björn Steinar, sem tók við sem formaður knattspyrnudeildar Vals fyrir skemmstu, segir þær sögusagnir af og frá. „Við höfum átt fundi með Pétri upp á síðkastið og eftir þá fundi er það sameiginleg niðurstaða stjórnar og Péturs að leiðir skilji núna,“ segir Björn í samtali við íþróttadeild Vísis. Pétur sjálfur tjáði sig við vefsíðuna Fótbolti.net í morgun áður en hann hoppaði upp í flugvél þar sem stefnan var tekin á frí á Spáni. Þar sagði Pétur að ákvörðunin væri sameiginleg. Það hafi ekki skipt máli að ný stjórn væri tekin við hjá knattspyrnudeild Vals. „Nei, þetta var aðallega hjá mér. Ég vil eyða meiri tíma í eitthvað annað en það sem ég hef verið að gera undanfarin 30 ár,“ sagði Pétur í samtali við Fótbolta.net Aðspurður hvort að stjórn Vals hafi átt frumkvæði að þeirri ákvörðun að samstarf Vals og Pétur sé komin á endastöð segir Björn Steinar svo ekki vera. „Nei þetta er sameiginleg ákvörðun okkar og hans. Niðurstaða samtals sem á sér stað milli okkar.“ Í forgangi að ráða inn þjálfara Varðandi leit Vals að nýjum þjálfara fyrir kvennalið sitt hafði Björn þetta að segja: „Það er algjörlega í forgangi hjá okkur að klára það sem allra fyrst. Það er ekkert sem liggur fyrir varðandi það á þessum tímapunkti. Hins vegar eru ekki margar vikur til stefnu þar til að undirbúningstímabilið hefst. Þá er mikivægt að ráða inn nýjan þjálfara til þess að fá á hreint afstöðu til leikmannamála.“ Mál framherjans Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur hefur farið hátt undanfarnar vikur en fráfarandi stjórn knattspyrnudeildar Vals ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi hennar. Berglind Björg gekk til liðs við Val og sneri aftur á fótboltavöllinn í sumar, eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í lok síðasta árs. Samningi hennar við Val var óvænt rift fyrr í mánuðinum. „Ákvörðunin sem tekin var byggir á ákvæði í hennar samningi. Sú ákvörðun var tekin af fyrri stjórn og framkvæmdastjórn félagsins. Ég held að það sé alveg eðlilegt þegar að þjálfaramál liggi fyrir þá er það mögulegt verkefni nýrrar stjórnar og þess þjálfarateymis að mögulega ræða við hana sem og aðra leikmenn.
Besta deild kvenna Íslenski boltinn Valur Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn Lífið í Brúnei einmanalegt Fótbolti „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Fótbolti Fleiri fréttir Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Sjá meira