Í tilkynningu þess efnis segir að að loknum fundi verði skýrslan formlega afhent ráðherra.
Hlutverk starfshópsins hafi verið að setja fram sviðsmyndir um mismunandi útfærslur og kosti og galla hverrar fyrir sig. Hópnum hafi einnig verið falið að meta arðsemi framkvæmdarinnar.
Loks hafi starfshópnum verið ætlað að leggja fram kostnaðarmetna áætlun um þær jarðfræðilegu rannsóknir, sem og aðrar rannsóknir, sem framkvæma þarf, svo hægt verði að leggja endanlegt mat á fýsileika framkvæmdarinnar.
Sjá má beina útsendingu frá fundinum í spilaranum hér að neðan: